21 september, 2005

Latin LuverbojHver er þetta stelpur??

11 september, 2005

Djóshúa - hetja eða ekki...?

Ég verð að fá að kommenta á gæðasyrpuna Gædín Læt (Leiðarljós á RUV).

Tvisvar sinnum á einu ári hefur Djóshúa Lúis af Lúis-Oil ættinni tekist að bjarga dömu úr eldsvoða. Í fyrra skiptið var það "Vitinn" sem varð eldinum að bráð. Þá klifraði Djóshúa upp vatnsrennuna og braut upp baðherbergisgluggann þar sem Tangie Hill, dama í neyð beið gólandi með Billie-með-háa-ennið í fanginu. Hræðilega er þetta barn leiðinlegt. En já - Djóshúa klifraði niður vitavegginn með barnið á bakinu á meðan eldtungurnar teygðu sig út um gluggana. Síðan féll Djóshúa allglæsilega í sló-mó niður í snjóinn en passaði sig að lenda undir leiðinlega Billie (hrapalega mistök þar). Já - Djóshúa var hetja!!!Í seinna skiptið var það heila "5th street" sem var onn fæjer. Á meðan sótsvartir Ross Marler og Allan-Mækal báru gamlingjana úr íbúðunum sínum fann Djóshúa sér vegg til þess að klifra upp og - viti menn - fyrir innan einn gluggann lá Marína litla sofandi í vöggunni sinni. Djóshúa notaði gamla "bera-barnið-á-bakinu" bragðið sitt og stökk í sló-mó út um gluggann á fjórðu hæð. Auðvitað varð hvorki Djóshúa né Marínu meint af.
Þegar komið var á spítalann kom Eleiní, móðir Marínu, á hlaupum og sótti barnið sem var ekki vitund skítugt. Þegar hún gaf Djóshúa koss á kinnina til að þakka honum björgunina stökk paparazzi-kall fram úr leynum og smellti af. Þá brjálaðist Djóshúa og öskraði eftir honum "Hvað er að þér? Spítalinn er fullur af slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum - alvöru hetjum - sem hafa hætt lífi sínu til að vernda borgara Spríngfíld!!! Hættið að taka myndir af mér, ég er engin hetja!"

Hvar er hægt að finna aðra eins hetju???

Chandigarh - planlegging

Hérna er fína borgin mín, Chandigarh. Ég ber þetta fram "Sjandigar", en verð líklegast leiðrétt um leið og ég lendi:Ég er búin að kaupa flugmiðana. Vona að vegabréfið mitt verði komið frá indverska sendiráðinu í Ósló fyrir brottför. Annars... verður líklegast engin brottför.

Flýg með "Kristínu Express" til London 21. september. Hitti tante Sylvíu á Stanstead, en hún mun lenda á sama tíma frá Ósló-heimsókninni sinni.

Gisti í tvær nætur í "boxi" þeirra skötuhjúa... nema boxið rúmi MAXimum tvær manneskjur... Þá fæ ég líklegast að prófa heimilisleysingjalífið áður en ég fer til hinna heimilisleysingjanna í Sjandigar. Mun eflaust henta vel fyrir þá reynslu :/

Flýg til Delhi þann 23. og svo þaðan til Chandigarh þann 24.

Mun búa með öðrum starfaskipta-stúdentum í íbúð í nýju heimaborginni minni, sem hljómar dásamlega. Hlakka mikið til að hitta þá.

Eina sorgin felst í missingnum af Boltoninum :( Tónleikar aldarinnar verða einmitt haldnir þann 21. sept - sumir hugsuðu ekki alveg út í það þegar þeir pöntuðu flug :(Þarf nú að fara að troða í bakpokann minn. Ætla að nota gamla "pakka-í-og-úr-þrisvar-sinnum" bragðið og vonast til að það dugi til að fylla pokann rétt svo.

Óver end át!

06 september, 2005

Út um allar trissur

Nú eru hlutirnir loks komnir á hreint!

Ég er búin að fá staðfestingu frá samtökunum í Indlandi (ytts.org ef þið hafið áhuga). Næsta skref er að sækja um dvalarleyfi hjá indverska sendiráðinu í Ósló. Það ætti ekki að taka lengur en eina viku. Síðan mun ég kaupa flugmiðann og svo er bara að skunda út. Ég ætla þó að reyna að draga þetta út mánuðinn og fljúga út í kringum 27. september. Hugmyndin er að vinna í sex mánuði og ferðast þar til ég þarf aftur heim.

Áður en ég kveð Frónið þarf ég þó góðan tíma til þess að klára ýmis mál. Ég fékk þær dásamlegu fregnir í gær að ég hefði hlotið Monkabissjú... hef ekki hugmynd hvernig bera á fram þetta orð... "Monbukagakusho-styrkinn" til framhaldsnáms við japanskan háskóla.
Nú er því að sækja um þá þrjá háskóla, sem ég tilgreindi við nefnd japanska sendiráðsins, áður en ég held til Indlands. Það væri aðeins og mikið vesen að þurfa standa í því þar.

Semsagt - ég verð út um allar trissur næstu árin.

05 september, 2005

Banvæn vopn

Gæði spennumynda eru misgóð. Sjaldnast er mikið lagt upp úr söguþræðinum en þess í stað lögð áhersla á bardagaatriðin.
Slagsmálin standa oftast milli tveggja karlmenna. Ef kvenmaður er á svæðinu hefur hann það hlutverk að öskra á karlmennin að stoppa eða á hjálp. Stundum er kvenmaðurinn þó hugrakkur og skerst í leikinn, þá oftast með því að stökkva upp á bakið á illvirkjanum með þeim afleiðingum að hann snýst stjórnlaust í hringi. Sú tilraun endar þó oftast með þeim afleiðingum að kvenmaðurinn liggur rotaður á jörðinni, þó sér vart meira á henni er ein rönd af blóði, helst þá á kinnbeininu. Sumir bardagar fara fram í heimahúsum og þá þykir kvenmönnum afar hentugt að stöðva slagsmálin með einu góðu "wack-i" á höfuðið með pönnu, arinn-spjóti, vasa eða öðrum tiltækum listmunum heimilisins.

Tónlist myndarinnar er annar mjög mikilvægur hluti. Stefið beinir hugsunum áhorfandans í réttan farveg, þannig að ef söguhetjan finnur skjöl og undir spilar strengjahljóðfæri angurværan hljóm, veit áhorfandinn að þetta eru upplýsingar um dauða löngutínds félaga, ástkonu eða foreldra. Hins vegar, ef strengjahljóðfærið spilar stutt og hröð slög, hefur persónan uppgötvað á viðamikið samsæri sem teygir sig í æðstu stjórnendur. Sömuleiðis ef, á einhverjum tímapunkti, söguhetjan hittir dömu og saxófónn spilar í bakgrunninum þýðir það að þau munu fyrir lok myndarinnar meika luv. Sama saxófónsspilið mun þá að sjálfsögðu óma við sjálft luv-meikíngið.

Það er þó ekki alltaf aðeins ein sögupersóna sem sér um hetjuskapinn. Það er einnig mjög vinsælt að hafa tvær hetjur, þá helst lögreglufélaga - sk. partners. Þá er venjulega annar þeirra eldri og reyndari og tautar í sífellu "I´m too old for this shit". Hann er líka svona by the book týpa sem á fullt af börnum og konu sem skipar honum að þurrka af skónum áður en hann stígur fæti inn í húsið. Hinn er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann hlýðir sjaldnast skipunum yfirmanns síns og á því sífellt í útistöðum við hann. Þessi gæi er mikill kvennamaður en alls engin commitment týpa. Því er það mjög verðugt verkefni fyrir handritshöfunda að koma þessari hetju úr "sambandinu" án þess að hann missi umhyggju áhorfandans. Þetta er venjulega leyst með því að daman deyr á dramatískan hátt (oftast er hún dama illvirkjans sem kemur henni þá fyrir kattarnef til þess að hefna sín á hetjunni) eða hún er flutt á annað precinct, í þá stöðu sem hún hefur alla tíð þráð.

Nú kem ég að markmiði þessarar færslu. Ég tel Banvænt Vopn eða Lethal Weapon myndirnar þær einu sem hafa alla þessa kosti að bera. Ég hvet ykkur til að safna síðu að aftan ("Business in the front - Party in the back") og verja góðum eftirmiðdegi í að fylgjast með ævintýrum Riggs og Mörtog.