26 apríl, 2006
23 apríl, 2006
20 apríl, 2006
Jósefína
Krúttibollan Jósefína datt heldur betur í lukkupottinn í Atlantic City skv. frétt á mbl.is. Hún vann hvorki meira né minna en 777 milljónir króna. Hún hyggst ferðast til Ítalíu með dætrum sínum.
Til hamingju Jósefína!!!
Til hamingju Jósefína!!!
18 apríl, 2006
Glæstar vonir - Brostnar vonir
Nú hef ég algjörlega gefið upp alla von um að ráða fram úr þessari listamannsmeinloku.
Neðanverður vefpóstur barst mér í gærkvöld og þykir mér, eftir að hafa lesið textann nokkrum sinnum, nokkuð víst að herra Chino er "smúþlí" að reyna að biðja mig að mæta ekki aftur í tíma, en sjá hins vegar til þess að vinkona mín (Bea) láti sjá sig.
:(
Fyrir stúlku, sem hefur MÖRGUM SINNUM notað pensil, er erfitt að kyngja svona gagnrýni. Nú sækja á mig hugsanir um allsherjarsamsæri fjölskyldu og vina.
Þegar ég kom heim úr leikskólanum með vatnslitamynd og gaf mömmu - setti hún myndina í náttborðsskúffuna til þess að hún geymdist vel, eða var hún í raun bara að forða gestum frá því að horfa upp á slíka hörmung?
Það fer þó ekki milli mála hvað ónafngreindri vinkonu minni þykir til hæfileika minna koma þegar ég ég minnist þess að mér var sagt upp störfum þegar ég hjálpaði henni að mála eldhúsinnréttinguna hennar.
Ó, hvílík skömm!
Neðanverður vefpóstur barst mér í gærkvöld og þykir mér, eftir að hafa lesið textann nokkrum sinnum, nokkuð víst að herra Chino er "smúþlí" að reyna að biðja mig að mæta ekki aftur í tíma, en sjá hins vegar til þess að vinkona mín (Bea) láti sjá sig.
:(
Nielsen san
KONBANWA
Thank you very much for your participation to the
class of Calligraphy on last Saturday.
We think it is the first experience to use brush to you,
but we hope you enjoyed.
Please come and see us again with your friend.
Chino
Fyrir stúlku, sem hefur MÖRGUM SINNUM notað pensil, er erfitt að kyngja svona gagnrýni. Nú sækja á mig hugsanir um allsherjarsamsæri fjölskyldu og vina.
Þegar ég kom heim úr leikskólanum með vatnslitamynd og gaf mömmu - setti hún myndina í náttborðsskúffuna til þess að hún geymdist vel, eða var hún í raun bara að forða gestum frá því að horfa upp á slíka hörmung?
Það fer þó ekki milli mála hvað ónafngreindri vinkonu minni þykir til hæfileika minna koma þegar ég ég minnist þess að mér var sagt upp störfum þegar ég hjálpaði henni að mála eldhúsinnréttinguna hennar.
Ó, hvílík skömm!
17 apríl, 2006
Nói alvarlegi
Á Íslandi þarf enginn að hafa áhyggjur af því að gleyma stórhátíðum eins og sautjánda júní, jólum - og páskum!
Hér í Tókýó gerðist það það hins vegar. Ég varði góðum hluta gærdagsins í hversdagslega hrútleiðinlega hluti eins og innkaup og þrif. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en um kvöldið að það var páskadagur.
Ég hafði geymt páskaeggið sem Karitas gaf mér í ísskápnum og hingað til náð að standast margar freistingarnar. En, nú var dagurinn liðinn og ég ekki einu sinni búin að opna það.
Ég vona að Jesúm fyrirgefi mér að hafa borða það á annan í páskum.
_____
Nú er annar í páskum nærri liðinn (á Tókýó tíma) og eftir af páskaegginu er fóturinn, páskaunginn og Nóa Siríus miðinn, sem nýttur hefur verið sem herbergisskreyting (já, maður lærir fljótt að ná fullkominni nýtingu úr hverjum hlut í þessari dýru borg).
Þegar efnisgreininni hér að ofan er lokið er fóturinn kominn í og ég sit hér, södd og sæl, og íhuga uppruna páskaeggjanna, súkkulaðisins og Nóa Siríuss. Hver var þessi Nói Siríus??
Ég býst ekki við öðru en að Nói hafi verið mjög siríus þegar hann var að dunda við dugguna sína fyrr um árið, enda gegndi hún gríðarlega mikilvægu hlutverki. En varla getur nafn fyrirtækisins eitthvað komið hugarástandi smiðsins snjalla við?
En jæja, nú þarf ég að snúa mér að siríus hlutum eins og japönskunáminu. Málshátturinn í egginu mínu las Blindur er bóklaus maður og finnst mér það vel við eigandi og ætla því að sökkva mér í bækurnar.
Gleðilega páska öll saman, nær og fjær :D
Hér í Tókýó gerðist það það hins vegar. Ég varði góðum hluta gærdagsins í hversdagslega hrútleiðinlega hluti eins og innkaup og þrif. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en um kvöldið að það var páskadagur.
Ég hafði geymt páskaeggið sem Karitas gaf mér í ísskápnum og hingað til náð að standast margar freistingarnar. En, nú var dagurinn liðinn og ég ekki einu sinni búin að opna það.
Ég vona að Jesúm fyrirgefi mér að hafa borða það á annan í páskum.
_____
Nú er annar í páskum nærri liðinn (á Tókýó tíma) og eftir af páskaegginu er fóturinn, páskaunginn og Nóa Siríus miðinn, sem nýttur hefur verið sem herbergisskreyting (já, maður lærir fljótt að ná fullkominni nýtingu úr hverjum hlut í þessari dýru borg).
Þegar efnisgreininni hér að ofan er lokið er fóturinn kominn í og ég sit hér, södd og sæl, og íhuga uppruna páskaeggjanna, súkkulaðisins og Nóa Siríuss. Hver var þessi Nói Siríus??
Ég býst ekki við öðru en að Nói hafi verið mjög siríus þegar hann var að dunda við dugguna sína fyrr um árið, enda gegndi hún gríðarlega mikilvægu hlutverki. En varla getur nafn fyrirtækisins eitthvað komið hugarástandi smiðsins snjalla við?
En jæja, nú þarf ég að snúa mér að siríus hlutum eins og japönskunáminu. Málshátturinn í egginu mínu las Blindur er bóklaus maður og finnst mér það vel við eigandi og ætla því að sökkva mér í bækurnar.
Gleðilega páska öll saman, nær og fjær :D
15 apríl, 2006
Draumur um geisju-talent
Á heimavistinni bjóðast svokallaðar Calligraphy kennslustundir. Þar lærir maður að rita japönsk tákn, svokallað Kanji. Okkur Beu þótti upplagt að skrá okkur í þessa tíma til þess að ná sem bestum árangri í tungumálinu.
Í dag var fyrsti tíminn.
Kanji-ið kenna tvær japanskar krúttibollur, herra Chino og herra Tanaka.
Með breitt bros fylgdi herra Chino okkur að borði þar sem pappír, bleki og penslum af öllum stærðum og gerðum hafði verið stillt upp fyrir okkur. Ég settist, fullviss þess að nú myndi listamaðurinn í mér brjótast út og brátt næði ég stórkostlegum tökum á Kanji-ritun, líkt og japönsk geisja.
Mér gerðist fljótt ljóst að við Bea vorum einu byrjendurnir. Um alla stofu var fólk af hinu ýmsa þjóðerni með pensla á lofti og ritaði hvert táknið á fætur öðru með miklum listamannstöktum. Ég lét þetta ekki á mig fá þó svo að herra Tanaka hafi aðeins treyst mér fyrir ritæfingu sem fólst í þremur strikum, láréttum annars vegar og lóðréttum hins vegar.
Tíminn leið og ég vandaði mig við strikin mín og vonaði í hvert sinn sem þeir Tanaka og Chino gengu framhjá borðinu mínu að þeir myndu fela mér meira áskorandi verkefni. Þess í stað voru þeir sífellt að minna mig á að sitja bein, hafa vinstri hönd á borðinu og halda penslinum lóðrétt með þeirri hægri. Ég reyndi eins og ég gat að gera allt þetta samtímis og ég vandaði mig við strikin mín, láréttu og lóðréttu.
Eitthvað var ég greinilega að misskilja útskýringar herra Tanaka sem stóð lengi hjá mér og sýndi mér hvernig strikin skyldu rituð. Ég endurtók strikin fyrir hann aftur og aftur en aldrei virtist ég gera þau rétt! Af og til náði ég að gera nokkur fín og þá hrósaði hann mér yfir sig ánægður. Hann hélt brosinu og virtist búa yfir óþrjótandi þolinmæði, en eftir dágóða stund var ég farin að hálfskammast mín því slakir taktar mínir voru farnir að vekja nokkra athygli meðal samnemenda minna. Bea sat við hliðina á mér og dró hvert fullkomið strikið á fætur öðru.
Tveimur og hálfum tíma síðar - og fleiri þúsundum strikum sömuleiðis - var kennslustundinni lokið. Nemendur gengu að vöskunum og tóku til við að þrífa græjurnar sínar. Ég var síðust í röðinni með bleksvarta fingur og útataðan pensil.
Auðvitað þurfti að beita ákveðinni tækni við að þrífa pensilinn og blekbakkan og ég náði ekki frekar tökum á henni en rituninni. Ég held ég hafi subbað vaskinn meira út en ég náði að þrífa græjurnar mínar. Ég skvetti blekvatni ÚT UM ALLT og Bea greyið hjálpaði mér við að þrífa sletturnar af vegginum og gólfinu þegar hún var búin og allir hinir nemendurnir farnir.
Að lokum... hér er afrakstur tveggja og hálfs klukkutíma æfingar við ritun þriggja strika, láréttra og lóðréttra:
Í dag var fyrsti tíminn.
Kanji-ið kenna tvær japanskar krúttibollur, herra Chino og herra Tanaka.
Með breitt bros fylgdi herra Chino okkur að borði þar sem pappír, bleki og penslum af öllum stærðum og gerðum hafði verið stillt upp fyrir okkur. Ég settist, fullviss þess að nú myndi listamaðurinn í mér brjótast út og brátt næði ég stórkostlegum tökum á Kanji-ritun, líkt og japönsk geisja.
Mér gerðist fljótt ljóst að við Bea vorum einu byrjendurnir. Um alla stofu var fólk af hinu ýmsa þjóðerni með pensla á lofti og ritaði hvert táknið á fætur öðru með miklum listamannstöktum. Ég lét þetta ekki á mig fá þó svo að herra Tanaka hafi aðeins treyst mér fyrir ritæfingu sem fólst í þremur strikum, láréttum annars vegar og lóðréttum hins vegar.
Tíminn leið og ég vandaði mig við strikin mín og vonaði í hvert sinn sem þeir Tanaka og Chino gengu framhjá borðinu mínu að þeir myndu fela mér meira áskorandi verkefni. Þess í stað voru þeir sífellt að minna mig á að sitja bein, hafa vinstri hönd á borðinu og halda penslinum lóðrétt með þeirri hægri. Ég reyndi eins og ég gat að gera allt þetta samtímis og ég vandaði mig við strikin mín, láréttu og lóðréttu.
Eitthvað var ég greinilega að misskilja útskýringar herra Tanaka sem stóð lengi hjá mér og sýndi mér hvernig strikin skyldu rituð. Ég endurtók strikin fyrir hann aftur og aftur en aldrei virtist ég gera þau rétt! Af og til náði ég að gera nokkur fín og þá hrósaði hann mér yfir sig ánægður. Hann hélt brosinu og virtist búa yfir óþrjótandi þolinmæði, en eftir dágóða stund var ég farin að hálfskammast mín því slakir taktar mínir voru farnir að vekja nokkra athygli meðal samnemenda minna. Bea sat við hliðina á mér og dró hvert fullkomið strikið á fætur öðru.
Tveimur og hálfum tíma síðar - og fleiri þúsundum strikum sömuleiðis - var kennslustundinni lokið. Nemendur gengu að vöskunum og tóku til við að þrífa græjurnar sínar. Ég var síðust í röðinni með bleksvarta fingur og útataðan pensil.
Auðvitað þurfti að beita ákveðinni tækni við að þrífa pensilinn og blekbakkan og ég náði ekki frekar tökum á henni en rituninni. Ég held ég hafi subbað vaskinn meira út en ég náði að þrífa græjurnar mínar. Ég skvetti blekvatni ÚT UM ALLT og Bea greyið hjálpaði mér við að þrífa sletturnar af vegginum og gólfinu þegar hún var búin og allir hinir nemendurnir farnir.
Að lokum... hér er afrakstur tveggja og hálfs klukkutíma æfingar við ritun þriggja strika, láréttra og lóðréttra:
12 apríl, 2006
10 apríl, 2006
Klósettið Tóti
Ég er í teknólógívímu!
Fína herberginu mínu fylgdu fjölmörg tól og tæki. Ég hef verið að lesa mér til í þykkum leiðbeiningabæklingnum sem mér var færður ásamt stafrænum lyklinum að útidyrunum mínum. Ég hef sett mig í stellingar og reyni eftir mætti að stilla mig inn í þetta rafræna líf.
Ég náði að koma símanum mínum í þvílíkt uppnám bara við það að reyna að lesa inn kveðju á símsvarann. Síminn fór í svo mikla fýlu að hann neitaði að gegna öllum mínum skipunum. Skjárinn sýndi bara Error og ég varð að kalla til aðstoð. Hann hefur nú verið siðaður til, en ég veit ekki hvort ég þori að reyna að setja kveðjuna inn aftur.
Litla eldhúsið mitt mætti víst nota til hinnar fínustu eldamennsku, þó ég hafi nú einungis snert á örbylgjuofninum. Kannski það passi bara Tókýó-Guðnýju að læra loksins einhverja eldhústakta.
Uppáhaldstólið mitt í íbúðinni er án efa klósettið Toto.
Þó svo ég hafi miklar mætur á hljómsveitinni Toto er það ekki ástæðan að baki nafninu heldur er það vörumerkið. Toto yrði líklegast þýtt á íslensku sem Tóti en ég vil auðvitað ekki móðga minn elskulega bróður með að kalla klósett eftir honum, en þegar tekið er tillit til tæknivæðingar hins japanska Tóta held ég að hinn íslenski myndi stoltur kalla sig Tóta.
Minn japanski Tóti er með takkaborði. Eins og Indverjar hafa Japanir sprautubyssur í klósettum sínum. En, japönsk sprautubyssa sprautar volgu vatni. Og það sem meira er þá er japönsk Tótaseta upphituð. Já, þið lásuð rétt - ég á upphitaða klósettsetu!!!
Lýsingin er þó engan vegin búin því sprauturnar hafa mismunandi styrk frá gutli upp í túrbósprautu. Síðan stillir sprautan sig eftir því hvort um er að ræða “númer eitt” eða “tvö” og báðum stillingum fylgir sá möguleiki að hafa sprautið bylgjukennt.
Eini takkinn sem ég skil ekki á Tóta er "Maintainence-takkinn". Ég hugsa að ef bilun kemur upp í öllu Tótatakkaflóðinu geti ég látið Tóta um að gera við sig sjálfan...?
Að sjálfsögðu er hægt að sturta niður, en sturta-niður-Tótatakkinn er einstaklega léttur og sömuleiðis lokið sem fer sjálfkrafa niður, hægt og rólega svo það skelli ekki.
Þó verð ég að velta því fyrir mér að klósett með öllum þessum tækniundrum verði að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Ég verð að segja að sú manneskja sem getur ráðið við takkaflóð Tóta hlýtur að hafa það vit í kollinum að gera ekki þarfir sínar á klósettlokið!!!
Fína herberginu mínu fylgdu fjölmörg tól og tæki. Ég hef verið að lesa mér til í þykkum leiðbeiningabæklingnum sem mér var færður ásamt stafrænum lyklinum að útidyrunum mínum. Ég hef sett mig í stellingar og reyni eftir mætti að stilla mig inn í þetta rafræna líf.
Ég náði að koma símanum mínum í þvílíkt uppnám bara við það að reyna að lesa inn kveðju á símsvarann. Síminn fór í svo mikla fýlu að hann neitaði að gegna öllum mínum skipunum. Skjárinn sýndi bara Error og ég varð að kalla til aðstoð. Hann hefur nú verið siðaður til, en ég veit ekki hvort ég þori að reyna að setja kveðjuna inn aftur.
Litla eldhúsið mitt mætti víst nota til hinnar fínustu eldamennsku, þó ég hafi nú einungis snert á örbylgjuofninum. Kannski það passi bara Tókýó-Guðnýju að læra loksins einhverja eldhústakta.
Uppáhaldstólið mitt í íbúðinni er án efa klósettið Toto.
Þó svo ég hafi miklar mætur á hljómsveitinni Toto er það ekki ástæðan að baki nafninu heldur er það vörumerkið. Toto yrði líklegast þýtt á íslensku sem Tóti en ég vil auðvitað ekki móðga minn elskulega bróður með að kalla klósett eftir honum, en þegar tekið er tillit til tæknivæðingar hins japanska Tóta held ég að hinn íslenski myndi stoltur kalla sig Tóta.
Minn japanski Tóti er með takkaborði. Eins og Indverjar hafa Japanir sprautubyssur í klósettum sínum. En, japönsk sprautubyssa sprautar volgu vatni. Og það sem meira er þá er japönsk Tótaseta upphituð. Já, þið lásuð rétt - ég á upphitaða klósettsetu!!!
Lýsingin er þó engan vegin búin því sprauturnar hafa mismunandi styrk frá gutli upp í túrbósprautu. Síðan stillir sprautan sig eftir því hvort um er að ræða “númer eitt” eða “tvö” og báðum stillingum fylgir sá möguleiki að hafa sprautið bylgjukennt.
Eini takkinn sem ég skil ekki á Tóta er "Maintainence-takkinn". Ég hugsa að ef bilun kemur upp í öllu Tótatakkaflóðinu geti ég látið Tóta um að gera við sig sjálfan...?
Að sjálfsögðu er hægt að sturta niður, en sturta-niður-Tótatakkinn er einstaklega léttur og sömuleiðis lokið sem fer sjálfkrafa niður, hægt og rólega svo það skelli ekki.
Þó verð ég að velta því fyrir mér að klósett með öllum þessum tækniundrum verði að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Ég verð að segja að sú manneskja sem getur ráðið við takkaflóð Tóta hlýtur að hafa það vit í kollinum að gera ekki þarfir sínar á klósettlokið!!!
09 apríl, 2006
Æþrend
Ef eitthvað er fyndnara en Japani að tala ensku,
er það smámæltur Japani að tala ensku!
Venjulega er ég frá Æsrend,
en þegar ég spjallaði við Ioumu
á háskólalóðinni í dag var ég frá
Æþrend.
er það smámæltur Japani að tala ensku!
Venjulega er ég frá Æsrend,
en þegar ég spjallaði við Ioumu
á háskólalóðinni í dag var ég frá
Æþrend.
08 apríl, 2006
Verðandi japönsk
Bloggið hefur nú gengist undir nafnbreytingu og vil ég þakka Kjartani klára fyrir þessa sniðugu ábendingu. Turning Japanese er einmitt það sem ég hef hugsað mér að gera á næstunni.
Ég geri mér grein fyrir að það muni taka mig töluverðan tíma að verða japönsk. Það minnir einna helst á fágunarskóla að vera hér því alltaf er maður minntur á að haga sér og sýna kurteisi.
Mér þykir hálfpínlegt að fara í búðina. Búðafólkið hneigir sig og býður mig velkomna þegar ég stíg inn í búðina. Svo hneigir það sig aftur og þakkar fyrir að ég skuli velja kassann sinn þegar ég fer til að borga. Svo réttir það mér bakka til að setja peninginn í og hneigir sig auðvitað aftur. Síðan set ég peninginn í bakkann og þá fylgir enn ein hneigingin. Að lokum rétta þau mér afganginn og pokann og hneigja sig vel og lengi til þess að ég fari auðvitað ekki sármóðguð út eftir viðskiptin.
Ég finn mig náttúrulega knúna til að leika japönunum eftir kurteisina og hugsa að ég sé búin að hneigja mig meira á þessum nokkrum dögum en ég hef gert alla ævi.
Það gengur þó ekki alltaf jafnvel og ég hefði haldið. Maður verður að vita hvar kurteisislínan er og passa sig að fara ekki yfir hana. Ég gerði reginmistök á gangi úti á götu í gær. Ég var upptekin við mas og vissi ekki fyrr en ég hafði rekið öxlina allharkalega í annan vegfaranda. Ég sneri mér við og sagði "sumimasen" (afsakið) og gerði þau mistök að snerta þá öxl grunlauss japansks drengsins sem mig grunaði ekki annað en að væri illa haldin sökum harka árekstursins.
Ég hélt að andlitið ætlaði að detta af greyið drengnum. Hann var svo hissa á því að einhver ókunnug stelpa hefði snert á honum öxlina!!! Það var mikið hlegið að mér og ég sömuleiðis að fávisku minni... að hugsa sér að snerta einhvern!?!
Hér læt ég fylgja mynd af mér með hinum brasilíska Mario og hinni spænsku Bea við hlið bústaðar keisarans sem kallast á góðri ekki-japönsku Imperial Palace.
Ég geri mér grein fyrir að það muni taka mig töluverðan tíma að verða japönsk. Það minnir einna helst á fágunarskóla að vera hér því alltaf er maður minntur á að haga sér og sýna kurteisi.
Mér þykir hálfpínlegt að fara í búðina. Búðafólkið hneigir sig og býður mig velkomna þegar ég stíg inn í búðina. Svo hneigir það sig aftur og þakkar fyrir að ég skuli velja kassann sinn þegar ég fer til að borga. Svo réttir það mér bakka til að setja peninginn í og hneigir sig auðvitað aftur. Síðan set ég peninginn í bakkann og þá fylgir enn ein hneigingin. Að lokum rétta þau mér afganginn og pokann og hneigja sig vel og lengi til þess að ég fari auðvitað ekki sármóðguð út eftir viðskiptin.
Ég finn mig náttúrulega knúna til að leika japönunum eftir kurteisina og hugsa að ég sé búin að hneigja mig meira á þessum nokkrum dögum en ég hef gert alla ævi.
Það gengur þó ekki alltaf jafnvel og ég hefði haldið. Maður verður að vita hvar kurteisislínan er og passa sig að fara ekki yfir hana. Ég gerði reginmistök á gangi úti á götu í gær. Ég var upptekin við mas og vissi ekki fyrr en ég hafði rekið öxlina allharkalega í annan vegfaranda. Ég sneri mér við og sagði "sumimasen" (afsakið) og gerði þau mistök að snerta þá öxl grunlauss japansks drengsins sem mig grunaði ekki annað en að væri illa haldin sökum harka árekstursins.
Ég hélt að andlitið ætlaði að detta af greyið drengnum. Hann var svo hissa á því að einhver ókunnug stelpa hefði snert á honum öxlina!!! Það var mikið hlegið að mér og ég sömuleiðis að fávisku minni... að hugsa sér að snerta einhvern!?!
Hér læt ég fylgja mynd af mér með hinum brasilíska Mario og hinni spænsku Bea við hlið bústaðar keisarans sem kallast á góðri ekki-japönsku Imperial Palace.
06 apríl, 2006
Tokyo-tikin
Sit eins og drottning i riki minu a flugvellinum i Tokyo medan 20 japanir fra einhverju studentafelagi snuast i kringum mig.
Taegilegt ad turfa ekki ad hugsa fyrir neinu eftir solahringsferdalag tar sem mer kom litill dur a auga.
Verd flutt a heimavistina innan skamms og hlakka til ad sofna.
Knus til allra heima
Gudny... (verd ad fa mer nytt vidurnefni (sbr. indverska prinsessan) - einhverjar uppastungur???)
Taegilegt ad turfa ekki ad hugsa fyrir neinu eftir solahringsferdalag tar sem mer kom litill dur a auga.
Verd flutt a heimavistina innan skamms og hlakka til ad sofna.
Knus til allra heima
Gudny... (verd ad fa mer nytt vidurnefni (sbr. indverska prinsessan) - einhverjar uppastungur???)