13 júní, 2007

Hin japanska Pókahontas

Þó svo að höfnin í Reykjavík... og Ísafirði... og Suðureyri (förum ekki hátt með það) hafi verið fjarri fjarri á Sjómannadaginn þá tók ég mig þó til og skráði mig...


Já - Í RÓÐRARKEPPNI!


Tuya og Yukiko höfðu verið plataðar til þátttöku af vini sínum og eftir mínar óteljandi æsifrásagnir af fræknum víkingatöktum forðum róðurdaga komst ég ekki hjá því að vera með.

Litlu vinkonur mínar, þrátt fyrir að vera af samúræja- og Genghis Khankyni, voru alls ekki nógu kraftmiklar í eins stóra keppni og "Yokohama Dragon Boat Race" er og því tóku við stífar æfingar í sófanum heima með tilheyrandi "Ró ró ró"-köllum og kraftstunum. Nágrannin hefur eflaust verið eitt stórt spurningamerki.


Appelsínugula drekaliðið!!!

Þegar loks var komið til Yokohama varð ég sjálf eitt stórt spurningamerki! Í Japan fer róðurinn fram á indjánabátum! Hver tuttugu ræðara hvers liðs er með eina títlu-ári sem ekki næst mikill kraftur úr. Ég varð því fyrir talsverðum vonbrigðum. En það varði þó ekki lengi því höfnin í Yokohama var troðfull. Hundruðir manna samankomnir til þess að bera þessa æsispennandi keppni augum.


Við STARTskotið ómuðu þessir þvílíku skrækir um höfnina - bæði frá keppendum og áhorfendum. Fremst í hverjum bát sat trommari með indjánatrommu og sló taktfast á meðan við keppendurnir góluðum "einn - tveir - þrír, einn - tveir - þrír..."


Síðan var svona "emm sí" (MC) með gjallarhorn og hrópaði "Vinsamlegast reynið á ykkur" (sem er "áfram - áfram"-ið þeirra Japana.

Liðið okkar keppti tvisvaum og lenti - jú, hvað annað, í ÖÐRU sæti bæði skiptin. Gleði, gleði!

Hér fylgja svo nokkrar myndir af herlegheitunum.

Árar í loft!
Japanskir indjánar
Gæjarnir í liðinu mínu

Yukiko og Tuya - og litlu indjánarnirTuya að sýna "annað sætið"


Hjálparsveitarstrákarnir heima eru ENGIR gæjar miðað við Yokohama töffarana

Engin Sylvía... en samt ósköp dúlluleg

05 júní, 2007

Nappaður!!!

Jæja, herra Uchikura segist ekki vera með svartan Nike-íþróttatopp en ég þykist handviss um að hann sé að ljúga.
Ég SKAL komast til botns í þessu.