19 ágúst, 2005

Saumakonan

Hvar fara saumakonur í bissnissskóla??
Hélt á ónefnda saumastofu í gær með kjól sem ég vildi láta breyta fyrir bryllup Dóru og Bjarka. Sem virgin í samskiptum við saumakonur gekk ég græn inn um dyrnar við mikinn bjölluglym.
Ég skýrði mál mitt og fór í kjólinn.

Ég hélt að konan ætlaði að sparka mér út. Hún setti upp hneykslunarsvip og hreytti í mig "Nei, þetta er mikið verk - þetta er MJÖG mikið verk". Ég hissa sagði "Ha, er það?" og þá hreytti hún aftur í mig "Já, þetta er miklu meira verk en það lítur út fyrir að vera - þetta mun kosta mikið". Minnug mikilla pretta á mörkuðum Tælands ákvað ég nú að snúa vörn í sókn og sagðist bara geta farið með kjólinn eitthvað annað, en þá tók hún upp títuprjónana og byrjaði að festa mig í kjólinn. Ég gat engum vörnum við komið, hélt mér bara á mottunni og sneri mér eins og hún skipaði :(

Nokkrum furðulegum stellingum síðar - og eftir mikil andköf saumadömunnar minnar spyr hún hvenær ég þurfi kjólinn, "því kjólakonan hennar er í fríi og hún hefur ekki tíma í svona lagað". Ég sagði henni að ég væri á leið í brúðkaup þann 27. Þá ætlaði ég alveg að ganga frá henni því hún galaði upp yfir sig "Maður fer ALDREI í brúðkaup í svörtu" (kjóllinn er s.s. svartur).

Einstaklega konnfjúsed hélt ég út af stofunni og inn í bíl. Ekki vil ég valda ógæfu í hjónabandinu... Ég þori varla að fara og ná í kjólinn, er hrædd um að hún sé búin að fiffa hann lymskulega til þ.a. hann rakni utan af mér í kirkjunni. Spurning hvort maður verði með einn vara í veskinu...?

3 Comments:

Blogger sylvia said...

Vá hún er greinilega ekki að reyna að lokka til sín viðskiptavini eins og Trumpinn myndi gera.

Hef aldrei heyrt að maður megi ekki fara í svörtu í brúðkaup. Ætli að blátt og gylt passi?

1:22 f.h.  
Blogger KjartanB said...

Geturðu ekki farið með málið til umboðsmanns neytenda? Ekki nóg með að hún þvingi þér með handafli í viðskiptin heldur sýnist mér á færslunni að hún hafi ráðist að tilfinningum þínum með einstaklega meiðandi hætti þannig að þú ert í andlegu uppnámi eftir.

Hugsa mig tvisvar um áður en ákveð að stíga inn fyrir dyr saumastofu.

1:29 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Takk Kjartan, þú ferð allavega EKKI til minnar saumadömu í skikkjumátun! Þá myndi hún fyrst snappa.

5:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home