19 ágúst, 2005

Saumakonan 2

Saumakonur lesa blogg!

Mín biðu skilaboð í talhólfinu um að vinsamlegast koma í mátun... "nú hefðu sumir tíma fyrir mig". Ég peppaði upp stálhjartað og ætlaði ekki að láta dömuna valta yfir mig líkt og fyrri daginn.

Mér til mikillar undrunar og gleði, skælbrosti hún þegar ég kom inn, rétti mér kjólinn og bað mig að fara í hann "vinan". Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið - og var hálfpartinn upp með mér. Svo var daman svona mjúkhent við mig og glaðlynd. Þetta var í raun hin ljúfasta mátun.

Ég hef sterkan grun um að hún lesi bloggið mitt!!!

7 Comments:

Blogger Sigrun Lilja said...

Til hamingju með að verða byrjuð. Maður bætir þessari síðu við rúntinn

6:23 e.h.  
Blogger Gudny said...

jæja gott að þetta mun enda vel... ég hlakka til að sjá þennan kjól. Ég er ekki enn komin með dress...verð að fara að redda mér! kannski að ég kiggi aðeins í bæinn í dag :)

7:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hóhóhó...bara farin að blogga á hverjum degi!!!!;) en afhverju baðstu mig bara ekki að fiffa fyrir þig kjól..eða dress..er einstaklega handlagin þegar kemur að breytingu kjóla...hefði kannski gert svona "sydney underkover í kokteilboði" kjól!!!!!
kv.berglind S

8:21 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Já audda - en þú og hinir í proppsa-deildinni í ðe eidjennsí voruð bara svo upptekin við nýjasta Rambaldi-missjónið.
Næst - næst!

8:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert svakalegur bloggari, og verð ég bara að segja "watch your ass M" því Nina er farin að blogga!! ég efast ekkert um að þú munir slá út öllum bloggurum!
and for old times sake:
"yes, yes i better be on my way home. yeeesss, yeesss i've got to get home, to that, that goood piiee."

9:05 e.h.  
Blogger KjartanB said...

Þetta sannar gildi bloggsíðna: Að veita valdhöfum og saumakonum virkt aðhald í starfi.

9:44 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Laukrétt Kjartan!
Laukrétt!

9:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home