25 ágúst, 2005

Tollir hann?

Ég er mislukkað glæpakvendi. Ég reyndi að komast undan því að borga toll og var gómuð við það.

Eftir að hafa í sumar handleikið einstaklega faglega myndavél á hringferð minni um landið hef ég tileinkað mér óþarfa snobbað hugarfar þegar kemur að ljósmyndun. Skömmu eftir heimkomu reyndist það hin brýnasta nauðsyn að eignast Canon Digital Rebel XP myndavél. Ég vafraði skipulega um netið í leit að hinni fullkomnu vél. Hana fann ég að lokum í bandarískri verslanakeðju og keypti, án þess að þurfa að borga þarlendan "vask", og var nokkuð stolt af útsjónarsemi minni.

Enn fremur, til að forðast þann mikla óþarfa að borga toll ákvað ég að senda vélina á heimili minnar amerísku fjölskyldu. Þau sendu mér svo vélina og tilgreindu við starfsmann póstþjónustunnar að um gjöf væri að ræða, enda átti ég afmæli í vikunni sem leið.

Þetta bragð mitt virkaði nú ekki betur en svo að í vikubyrjun fékk ég senda heim formlega beiðni frá Íslandspósti, að þau hafi gripið mig glóðvolga við þetta óforskammaða athæfi - að ég skuli faxa þeim skriflegt leyfi þess að þau megi opna kassann. Þau grunaði að hér væri um að ræða mun hærri upphæð en tilgreind er á þeim skjölum sem ég lét þeim í té.

Ég ákvað nú að ganga í málið og kanna hvernig þessum málum er háttað - hvort ég hefði nú ekki rétt á því að fá til mín senda "gjöf" erlendis frá án þess að þurfa að borga af henni toll. Þetta er það sem ég fann á althingi.is:

Lög um breytingar á lögum um álagningu gjalda á vörur.
I. KAFLI
Breytingar á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
1. gr. 5. gr. laganna ásamt fyrirsögn verður svohljóðandi:
Tollfrjálsar vörur. Auk þeirra vara sem tollfrjálsar eru samkvæmt beinum fyrirmælum í tollskrá skulu eftirfarandi vörur vera tollfrjálsar:
...
Gjafir sem sendar eru hingað til lands í eftirfarandi tilvikum:
a. Gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, enda sé verðmæti gjafarinnar ekki meira en 7.000 kr. Sé verðmæti gjafar meira en 7.000 kr. skal gjöf þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en 7.000 kr. að verðmæti, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.


Sem sagt, ég á ekki rétt á því að fá senda gjöf erlendis frá yfir sjöþúsund króna markið án þess að gifta mig. Hvaða mat tollstjóra er þetta - eðlileg og hæfileg hvað? Hvurslags hneysa!?! Hvernig skal snúa sér í málum sem þessum?

4 Comments:

Blogger KjartanB said...

Góður lögfræðingur hefði sjálfsagt getað ráðlagt þér eitt og annað.

Það er hins vegar nokkuð snúnara eftir að þú hefur játað á þig glæpinn opinberlega.

7:39 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Það þýddi ekkert fyrir auma ógifta að streitast á móti. Ég borgaði sendlinum heilar 18.029 kr. - öðruvísi hefði ég ekki fengið pakkann.
Eftir á að hyggja, hefði ég eflaust getað ráðið við hann, var eitthvað laslegur greyið. Eflaust bugaður eftir fjölmargar úthúðanir af þessari tegund.
Mun þó hugsa mig tvisvar um áður en ég játa slíkan glæp á mig aftur, ræð góðan lögfræðing og kafa í málið.
Slagurinn tapaður :(

9:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú er ég alveg brjáluuuuuð!!!!!! Er brúðkaupsgjöf eðlilegri gjöf en afmælisgjöf!!!!!!!! enn og aftur misrétti fyrir þá sem ætla og vilja ekki gifta sig...mér blöskrar hreinlega..já blöskrar!!!!!!!!!

kv. Berglind Rambaldi hin ókvænta

11:09 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Ég þurfti nú ekki að hugsa mig lengi um.
Daman hjá Íslandspósti sem olli mér þessum miklu vandræðum heitir Karolína - nb. með "o-i".
Digital Rebel XP fær því hið virðulega nafn KarÓlína.
In your face Karolina!!!

11:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home