11 október, 2007

Á venjulegum degi í Tókýó...

... verður margt á vegi mínum. Til að byrja með vakti flest hjá mér geysilega undrun, en smám saman hef ég vanist "stórfurðulegri" háttsemi samborgara minna.

Til dæmis þykir mér nú mjög eðlilegt að fara í göngutúr með voffa í sérútbúinni hvuttakerru...





Svo þykir mér ég hvergi heimsborgaralegri en á Sníkjudýrasafninu í Meguro.

Hver vill bandormsbol í jólagjöf???

Og, svo hef ég hef líka nýverið uppgötvað listunnandann í mér og legg vanalega leið mína hjá stóru lestarstöðvunum á föstudagskvöldum því þar má finna sjarmerandi strákabönd sem eru hópur vongóðra "bissnissmanna" sem vilja meika það í tónlistargeiranum (enn í jakkafötunum eftir vinnu, að sjálfsögðu).



Og, ballöðurnar - ó, þessar undurfögru ballöður!
Meira seinna... :)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ekkert eðlilegra en að fara út að labba með hundinn í kerru ;) Meina hann þarf hvíld! Annars er ekki tilgangurinn með að fara með hundinn út sá að hann fái smá hreyfingu. Stupid me!

8:59 e.h.  
Blogger Berglind said...

Hahaha, ég hélt það líka að þegar maður færi með hundinn út þá væri það fyrir hundinn. En greinilega ekki.

8:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahah ... hundurinn minn myndi fíla að eiga svona kerru :)

8:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Knús og kram
Fjóla = nafnlaus

8:30 e.h.  
Blogger berglind said...

ó...já...ég man eftir fagra söngvaranum hinum japanska johhny depp!:) - kannski að Lukku Snati sé þarna einhverstaðar á vappinu í hundakerru!!! gvuð blessi hann!:)

12:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home