Minningar Guðnýjar
Ég hef hafið störf á lókal geisjubúllunni, 桂お座敷.
Það er strembið starf að vera geisja. Hún er reyrð niður á alla kanta - svo hún á erfitt með að anda og getur rétt með gífurlegum erfiðleikum sest niður og staðið upp. Hún er innvafin, víruð, spennt upp, toguð og teygð. Öllum skrúðanum þarf hún að halda í skorðum á meðan hún syngur, dansar og þjónar.
Geisja er þó aldrei of þreytt til að gefa "písmerki"
Leiðinlegasti partur dags í lífi geisju er rúmur klukkutíminn sem hún þarf að sitja í förðunarstólnum á morgnana. Andlit hennar er útklínt leðjuþykku kalkpúðri og augun svo stífpensluð að augnhárin mynda blævængi.
Kalkpúðrið er meira að segja sett á axlirnar
Hælarnir eru ekki af verri endanum
Þrjár litlar geisjur
Dræsuleg geisja
Geisjur með gorgeir
Það er daglegt brauð í lífi geisju að rífast við samgeisjur sínar. Oftast snúast rifrildin um höfuðskraut, blævængi, yen og sykurpabba.
Það fylgir því mikill léttir fyrir geisju, að taka farðann af að loknum vinnudegi :)
5 Comments:
jiminn....eru einhverjar stöður lausar ?? þe. geisu stöður???? er er rosa dugleg að blikka augum og fim með blævænginn!!!
Mikið tekur þú þig vel út í geisjuhlutverkinu :) Mætti halda að þú hafir ekki gert neitt annað!!
Hæ, hó! Þú ert aðal maikóin. Bestu kveðjur, Dagný og strákarnir
Halló, tralló! þú ert flottust, alltaf!
Anna frænka
já svei mér þá ef þú varst ekki bara glæsilegasta geisjan af ykkur þremur þó hinar hafi verið geisi-geishu-glæsilegar! ji smartí smartí!
Skrifa ummæli
<< Home