31 júlí, 2007

Móðir Ghandi Nielsen

Frá því ég kom inn á tókýóska leigumarkaðinn fyrir rúmum fjórum mánuðum hafa hrúgast inn um lúguna mína kosningabæklingar gamalla kalla, tilboð frá hinum ýmsu skyndibitastöðum hverfisins og reikningar.

Ólíkt áður fyrr vekur það mikla lukku þegar reikningarnir í “Royal City Villa” eru opnaðir. Það er alltaf jafnspennandi að sjá hvaða aðila viðkomandi innheimtuaðili hefur ákveðið að rukka hverju sinni.

Gasveita Tókýó sendir reikning á Nirusen Rudoni í hverjum mánuði.
Vatns-og skólplagnir borgarinnar rukka svo Niiruse Gudoni og Rafmagnsveitan Nirusen Gushini.

Ég er nýbúin að skipta um símafyrirtæki og nú tekur heldur betur við mikil gleði þegar ég opna reikninginn frá þeim. Þar er ég á skrá sem Nirusen Gandi.

Ætli Japanir séu tilbúnir að taka mér sem “móður” þjóðarinnar? Orð fá ekki lýst hve stolt ég er af því að bera þetta virðulegt nafn.


Ghandi, loksins í sumarfríi, kveður að sinni.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe...gætiru ekki fengið að breyta þessu í þjóðskránni!!;)
En til hamingju með að vera komin í sumarfrí kona góð!!!
knúsar og kossar

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha... frábærir þessi Japanir.
Hvernig gekk með verkefnin sextán?? Vona að þú eigir gott sumarfrí. Benedikt biður að heilsa.

8:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bla bla...
kv. HH

6:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var bara að prófa hér að ofan. Vildi ekki festa inn fyrri komment hjá mér.
Allaveganna móðir japönsku þjóðarinnar gott að heyra að þú sért komin í frí og vona ég að þú eigir eftir að ná að skoða eins mikið og þú getur í þessu fríi ásamt því að slappa af. Finnst þessi titill fara þér vel þannig að þú ættir að ath hvort að þetta sé mögulegt!
kv. HH

6:09 e.h.  
Blogger Sigrun Lilja said...

heheh æðislegt.

Alltaf gaman á kíkja á síðuna hjá þér.

Hafðu það gott í sumarfríinu og á afmælisdaginn

10:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home