Shitagidorobo
Í skjóli nætur læddist hann að veröndinni minni, kleif grindverkið, hljóðlega losaði þvottaklemmurnar, greip um fenginn og hvarf út í næturhúmið.
Nokkrum klukkutímum síðar steig ég fram úr rúminu, leit út um gluggann og sá hvar sólargeislarnir smeygðu sér inn milli húsanna ofar í götunni. Með bros á vör hugsaði ég með mér “þetta er morgunn tilvalinn til skokks”.
Ég þurkaði stýrurnar úr augunum og opnaði dyrnar út á veröndina. Árrisulir fuglarnir hófu sig syngjandi til flugs af grindverkinu. Anda inn – Anda út. Ah, hvað lífið er gott!
Ég tók til við að tína íþróttafötin af þvottasnúrunni.
En, bíddu nú við...
... Bíddu, bíddu...
... Ha??...
... Hvar er íþróttatoppurinn minn???
... Og, hvar eru HJÓLABUXURNAR mínar???
Guðný ykkar hefur nú kynnst glæpaheimum Tókýóborgar. Ég hef orðið fórnarlamb alverstu tegundar bófa sem þessi borg hefur að geyma: 下着泥棒
下 = undir, 着 = klæði, 泥 = mold, 棒 = staur:
NÆRFATNABÓFI!
(Hvað eru bófar annað en moldugir staurar?)
Þeir þræða götur borgarinnar, meðan grunlausar stúlkurnar sofa, í leit að undirfötum. Sumir eru sérstakir “undirfatasafnarar” og eiga heilan haug af stolnum undirfötum, en flestir eru eins konar “suppliers”.
Mér hefur verið bent á að kynna mér úrvalið sem er auglýst í “dónablöðunum” í sjoppunum þessa dagana. Þar mun ég líklegast reka augun í unga japanska dömu í allt of stórum Nike íþróttatoppi og ofur-sexý hjólabuxunum mínum. Ég get svo hringt í tiltekið númer og boðið í íþróttafötin mín.
Japanskir perrar bjóða víst fúlgu fjár fyrir slíkan ránsfeng og nærfatabófarnir græða á tá og fingri.
Ég er enn ekki búin að átta mig á því hvað er svona eftirsóknarvert við að hafa undir höndum nærföt einhvers annars? Hvað þá eitthvað eins óspennandi og íþróttatopp og hjólabuxur?!?!?! Nærfatabófinn hefur ábyggilega aldrei séð annað eins og haldið að þetta væri það nýjasta nýja í undirfatageiranum: Hjúmongus nærbuxur og teygjanlegt bómullartoppstykki.
Stórkostlegt land!
Nokkrum klukkutímum síðar steig ég fram úr rúminu, leit út um gluggann og sá hvar sólargeislarnir smeygðu sér inn milli húsanna ofar í götunni. Með bros á vör hugsaði ég með mér “þetta er morgunn tilvalinn til skokks”.
Ég þurkaði stýrurnar úr augunum og opnaði dyrnar út á veröndina. Árrisulir fuglarnir hófu sig syngjandi til flugs af grindverkinu. Anda inn – Anda út. Ah, hvað lífið er gott!
Ég tók til við að tína íþróttafötin af þvottasnúrunni.
En, bíddu nú við...
... Bíddu, bíddu...
... Ha??...
... Hvar er íþróttatoppurinn minn???
... Og, hvar eru HJÓLABUXURNAR mínar???
Guðný ykkar hefur nú kynnst glæpaheimum Tókýóborgar. Ég hef orðið fórnarlamb alverstu tegundar bófa sem þessi borg hefur að geyma: 下着泥棒
下 = undir, 着 = klæði, 泥 = mold, 棒 = staur:
NÆRFATNABÓFI!
(Hvað eru bófar annað en moldugir staurar?)
Þeir þræða götur borgarinnar, meðan grunlausar stúlkurnar sofa, í leit að undirfötum. Sumir eru sérstakir “undirfatasafnarar” og eiga heilan haug af stolnum undirfötum, en flestir eru eins konar “suppliers”.
Mér hefur verið bent á að kynna mér úrvalið sem er auglýst í “dónablöðunum” í sjoppunum þessa dagana. Þar mun ég líklegast reka augun í unga japanska dömu í allt of stórum Nike íþróttatoppi og ofur-sexý hjólabuxunum mínum. Ég get svo hringt í tiltekið númer og boðið í íþróttafötin mín.
Japanskir perrar bjóða víst fúlgu fjár fyrir slíkan ránsfeng og nærfatabófarnir græða á tá og fingri.
Ég er enn ekki búin að átta mig á því hvað er svona eftirsóknarvert við að hafa undir höndum nærföt einhvers annars? Hvað þá eitthvað eins óspennandi og íþróttatopp og hjólabuxur?!?!?! Nærfatabófinn hefur ábyggilega aldrei séð annað eins og haldið að þetta væri það nýjasta nýja í undirfatageiranum: Hjúmongus nærbuxur og teygjanlegt bómullartoppstykki.
Stórkostlegt land!
7 Comments:
Djí dúdda mía!!! Hefði skilið ef verknaðinn ef Sillíí Billíí hefði verið á snúrunum...
Annars sé ég fyrir mig ogguponsupetít japansperra sem er að spegla sig í íþróttamúnderingunni, kanski búinn að skella tennissokkum í toppinn. Já, það er misjafnt hvað svalar þörfum fólks.
Finnst að þið stöllur ættuð að leggja gildru núna, hengja eitthvað örlítið meira sessí á snúrurnar í kvöld og vakta. Þannig bregðast alvöru eidjentar við.
Gleðilegt sumar hlaupadrottning :)
hehehe..já sammála eidjent ausu og sleepalot ! En kannski verður þetta til þess að markaðurinn verður alveg kreisí yfir þessum nýju undirklæðum - verður nóg að gera hjá ykkur að grípa dólgana!!!!;)
OMG ... já, Guðný kannski verður þú nýi innblásturinn í undirfatatískunni ;)
Knús knús
Fjóla spóla
OMG það er allt til - líka undarlegir nærfataþjófar. Gangi þér vel að ná bófunum, hlakka til að heyra þá frásögn;)
Já Guðný nú er að leggja höfuð í bleyti og leggja góða gildru fyrir þjófunum! En ég vona að þú hafir átt annað sett af íþróttatopp og hjólabuxum svo að þú hafir getað farið út að hlaupa ;)
kv. HH
elsku dúllan. veit vel hvernig þér líður svo þú átt alla mína samúð. lenti sjálf í svona dónaköllum einu sinni á síðustu öld. Þá tóku þeir báðar svörtu Levi´s gallabuxurnar mínar og svörtu bolina mína og sokkana mína. þetta var á svarta tímabilinu mínu, pönktímanum nánar tiltekið. þurfti að vera í leðurbuxunum þangað til ég hafði efni á að kaupa nýjar gallabuxur.
Hahahah Anna panna frænkan mín! Greyið!
Skrifa ummæli
<< Home