05 september, 2005

Banvæn vopn

Gæði spennumynda eru misgóð. Sjaldnast er mikið lagt upp úr söguþræðinum en þess í stað lögð áhersla á bardagaatriðin.
Slagsmálin standa oftast milli tveggja karlmenna. Ef kvenmaður er á svæðinu hefur hann það hlutverk að öskra á karlmennin að stoppa eða á hjálp. Stundum er kvenmaðurinn þó hugrakkur og skerst í leikinn, þá oftast með því að stökkva upp á bakið á illvirkjanum með þeim afleiðingum að hann snýst stjórnlaust í hringi. Sú tilraun endar þó oftast með þeim afleiðingum að kvenmaðurinn liggur rotaður á jörðinni, þó sér vart meira á henni er ein rönd af blóði, helst þá á kinnbeininu. Sumir bardagar fara fram í heimahúsum og þá þykir kvenmönnum afar hentugt að stöðva slagsmálin með einu góðu "wack-i" á höfuðið með pönnu, arinn-spjóti, vasa eða öðrum tiltækum listmunum heimilisins.

Tónlist myndarinnar er annar mjög mikilvægur hluti. Stefið beinir hugsunum áhorfandans í réttan farveg, þannig að ef söguhetjan finnur skjöl og undir spilar strengjahljóðfæri angurværan hljóm, veit áhorfandinn að þetta eru upplýsingar um dauða löngutínds félaga, ástkonu eða foreldra. Hins vegar, ef strengjahljóðfærið spilar stutt og hröð slög, hefur persónan uppgötvað á viðamikið samsæri sem teygir sig í æðstu stjórnendur. Sömuleiðis ef, á einhverjum tímapunkti, söguhetjan hittir dömu og saxófónn spilar í bakgrunninum þýðir það að þau munu fyrir lok myndarinnar meika luv. Sama saxófónsspilið mun þá að sjálfsögðu óma við sjálft luv-meikíngið.

Það er þó ekki alltaf aðeins ein sögupersóna sem sér um hetjuskapinn. Það er einnig mjög vinsælt að hafa tvær hetjur, þá helst lögreglufélaga - sk. partners. Þá er venjulega annar þeirra eldri og reyndari og tautar í sífellu "I´m too old for this shit". Hann er líka svona by the book týpa sem á fullt af börnum og konu sem skipar honum að þurrka af skónum áður en hann stígur fæti inn í húsið. Hinn er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann hlýðir sjaldnast skipunum yfirmanns síns og á því sífellt í útistöðum við hann. Þessi gæi er mikill kvennamaður en alls engin commitment týpa. Því er það mjög verðugt verkefni fyrir handritshöfunda að koma þessari hetju úr "sambandinu" án þess að hann missi umhyggju áhorfandans. Þetta er venjulega leyst með því að daman deyr á dramatískan hátt (oftast er hún dama illvirkjans sem kemur henni þá fyrir kattarnef til þess að hefna sín á hetjunni) eða hún er flutt á annað precinct, í þá stöðu sem hún hefur alla tíð þráð.

Nú kem ég að markmiði þessarar færslu. Ég tel Banvænt Vopn eða Lethal Weapon myndirnar þær einu sem hafa alla þessa kosti að bera. Ég hvet ykkur til að safna síðu að aftan ("Business in the front - Party in the back") og verja góðum eftirmiðdegi í að fylgjast með ævintýrum Riggs og Mörtog.

4 Comments:

Blogger KjartanB said...

Miklar snilldarmyndir þarna á ferðinni. S

Skemmtilegt að vondi karlinn í mynd nr. 3 var líka vondi kallinn í hinum þýsk-íslensku Nonna og Manna þáttum.

Það hefur svo sannarlega verið skref upp á við.

12:56 f.h.  
Blogger sylvia said...

Þarf greinilega að horfa aftur á þessar myndir. Gúbbí minnið mitt gagnvart myndum er ekki að ná að kalla fram plottin í myndinni.

2:09 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Jááááá, þaðan þekkti ég hann!!!
Takk Kjartan. Var einmitt að horfa á #3 í gærkvöldi og var alveg brjúlet að muna ekki hvaðan ég kannaðist við hann.
Seink jú!

6:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Horfði þokkalega á allar myndirnar þegar ég lá í koti í Glasgow...!!!!!! En þú veist að svona myndir fást ekki í Japan, hvað þá Indlandi...hvað ertu að PÆLA!!! eða varstu kanski að æla????
En ég hef skemmtilega sögu að segja þér um dularfulla klukku eina sem fannst í húsi frúarinnar á Rauðarárstíg!!!!!!!!!! friður út...berglind Rambaldi #1

7:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home