06 september, 2005

Út um allar trissur

Nú eru hlutirnir loks komnir á hreint!

Ég er búin að fá staðfestingu frá samtökunum í Indlandi (ytts.org ef þið hafið áhuga). Næsta skref er að sækja um dvalarleyfi hjá indverska sendiráðinu í Ósló. Það ætti ekki að taka lengur en eina viku. Síðan mun ég kaupa flugmiðann og svo er bara að skunda út. Ég ætla þó að reyna að draga þetta út mánuðinn og fljúga út í kringum 27. september. Hugmyndin er að vinna í sex mánuði og ferðast þar til ég þarf aftur heim.

Áður en ég kveð Frónið þarf ég þó góðan tíma til þess að klára ýmis mál. Ég fékk þær dásamlegu fregnir í gær að ég hefði hlotið Monkabissjú... hef ekki hugmynd hvernig bera á fram þetta orð... "Monbukagakusho-styrkinn" til framhaldsnáms við japanskan háskóla.
Nú er því að sækja um þá þrjá háskóla, sem ég tilgreindi við nefnd japanska sendiráðsins, áður en ég held til Indlands. Það væri aðeins og mikið vesen að þurfa standa í því þar.

Semsagt - ég verð út um allar trissur næstu árin.

4 Comments:

Blogger sylvia said...

Til hamingju!!! Þetta er náttúrulega BARA snilld. Japan - Indland er hægt að vera meira cosmo?

11:31 e.h.  
Blogger Fjola said...

Til hamingju snillingur :). Þetta er ekkert nema frábært og algjört æði :D.

1:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Japanir og Indverjar verða heppnir að fá það gæðablóð sem þú ert í raðir sínar!!!!! Vonandi verður ALIAS í boði !!!:) kv. BS#Rambaldi2

12:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skvís þetta er alveg fullkomið.... þú ert náttúrlega bara frábær og þetta á eftir að vera voða gaman hjá þér ;) og vonandi get ég komið til þín eftir áramót..... þarf bara að fara að vinna í því að biðja um frí ef það er hægt.... dududud.
kv. HH

2:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home