08 apríl, 2007

Samkoma Djollígæjanna

Í Tókýó - borg draumanna - er rekinn eins konar "bojbandaskóli". Þangað fara ungir drengir sem eiga sér þann draum æðstan að vera í strákahljómsveit.
Dúllulegustu strákarnir sem kunna að dansa og stundum... syngja fá að lokum að útskrifast og eru settir í eitt stykki "bojband". Síðan eru samin fyrir þá lög á færibandi og þau gefin út á nóinu.

Eitt "best heppnaða"/vinsælasta bojbandið heitir því góða nafni SMAP.

Skólastjóri "bojbanda"-skólans gaf þeim þetta nafn og stendur það fyrir Sport Music Assembly People því þar eru saman komnir dúllustrákar sem kunna að dilla sér og syngja -á japanska vísu.



Þið hafið måske nú þegar kynnst tveimur þessara dúllustráka á síðum þessa bloggs.

Einn þeirra, Katori Shingo, er krúttíbollan með aflitaða hárið úr Asahi-bjórauglýsingunni í síðustu bloggfærslu.
Hinn, Kimura Takuya, er dansandi-togandi-í-hárið-rúsínan úr ráðgátu-auglýsingunni fyrir "Gatsby (Getsubi)" sem ég bloggaði um fyrir löngu.
Hinir þrír eru ekki alveg jafndúllulegir - og fá því engan auglýsingasamning greyin.

Mér heyrast japönsk dægurlög vera af tveimur gerðum - óskaplega væluleg og hrikalega djollí (kát). Af einhverjum ástæðum ná öll djollí lög vinsældum í japan!
Um daginn kom hingað til borgar heimsmethafi djollíheitanna: Stevie Wonder. Jiminn eini, hvað hann er kátur! Ég hringdi bara til þess að segja "Ég elska þig", Er hún ekki dásamleg, Þú ert sólskinið í lífi mínu og fleiri... ótalfleiri óþolandi lög!
Að sjálfsögðu voru leiddir saman hestar þessara djollí-gæja allra saman. Hér er afrakstur þessa óendanlega ljúfa samstarfs Stevie & SMAP í beinni sjónvarpsútsendingu. NB: Krúttíbollurnar taka fyrst almennilega undir í seinna laginu, þó svo að danssporin í því fyrra séu óskaplega flott!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahhahahhahhah yndislegt :)Ótrúlegir töffarar !!
Gleðilega páska Guðný mín.
Kv. Jóhanna

7:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home