29 október, 2007

Vaka hrekkjanna

Í Harajuku-hverfinu er hrekkjavaka nær daglegur viðburður.


Shibuya-gellur og -gæjar héldu hins vegar árlega hrekkjavöku sína hátíðlega síðastliðinn laugardag.


Ég kom seint til herlegheitanna úr fannsí matarboði (við þjónustustörf kannski..?) og hitti vinina eftir að þeir höfðu farið "hringinn" með hrekkjavökupartýlestarvagninum gasalega.
Tuya skólastelpa, Samir verkamaður, Páll fangi (og fuglaskoðari), þrír hressir japanskir töffarar og - kemur einhver auga á... DAUÐANN Martin?!?!

Ó, herra Frennstökkí!!! Láttiggisona!!!

Frönsk þerna tekur starfi sínu alvarlega og er með handryksuguna til taks.

Hvar sem er - hvenær sem er!

Stærsta götukeila nokkru sinni!!! Hílaríus Dvergbófa-Páll!!!

Samir fann uppáhaldið mitt! RIDDARA GÖTUNNAR (sjá gamla færslu).

Ungfrú Veröld og Bíjonnsí!

Sjóræningja mátti víðs vegar sjá!

Þessi þerna var sko ekki frönsk!!! Og þótti mér hún hafa gert heldur frjálslegar breytingar á vinnufatnaðinum! Stéttarfélagið er með skýrar reglur hvað þetta varðar og er hún ekki í góðum málum!

"Hreyfimynd" af útsýninu úr teitinni.


Krúttíbolluþerna og -skólastúlka yfir og út.

2 Comments:

Blogger berglind said...

veiiiii:) já..ég fór nú aðeins í bæinn hérna á laugardagsnótt..og já einhvernvegin fannst mér eins og allar stúlkurnar hefðu farið í einhverja aðra búð en grímufatabúð til að kaupa fatnað sinn..segjum bara að þær myndu líklegast líka lenda í vandræðum hjá stéttarfélaginu!!!!

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heheheh...... ég verð að segja þessi dagur hefur eitthvað verulega farið framhjá mér! Ég hefði kannski átt að klæða mig upp ég á nú einn súpercow búning haldiði ekki að hann hefði virkað??? Miðað við veður og vinda hér þá hefði mér allaveganna ekki orðið KALT.

9:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home