19 desember, 2007

19. desember - Þeir hugrökku og fögru

Ég er í skýjunum yfir að hafa fundið þetta jólamyndband.
Á fyrri hluta tíunda áratugsins komu saman nokkrar stjörnur þeirrar stórfenglegu sápuóperu: Þeir hugrökku og fögru sem Stöð 2 sýnir á virkum morgnum (allavega þegar ég var heima) og sungu saman falleg jólalag til að minna okkur á hvað jólin snúast um - jú kærleikann.

Gjörið þið svo vel, "Kærleikur er gjöfin" með Bóld end ðe bjútífúl - Allstars!

Ó hvað hún Sallý var unaðsleg gæska.

Hó hó hó :)

2 Comments:

Blogger Berglind said...

Vá ekkert smá flott hjá þeim og þau eru greinilega gædd miklum hæfileikum, leikurinn og söngurinn, bjútífúl.
Mig minnti að grannar hafi komið með einn svona flottan jólasmell en fann hann ekki.

Hlakka til að sjá þig Guðný mín.

5:46 e.h.  
Blogger Hildur said...

Guðdómlegt............ get ekki sagt annað. Sallý blessunin með þessa svakalegur sönghæfileika. Ef maður hefði alla þessa talenta!!!
Mig minnir einnig að grannar hafi komið með eitthvað en held að það hafi frekar verið þegar þau voru að fagna hvað þau voru búin að vera lengi í loftinu. Ég er alveg viss um að gædó sé þó með nokkur lög.

kv. HH

6:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home