16 desember, 2007

16. desember - Tskúbabúba

Er í skemmtilegri sveitaferð þessa helgina hjá Elínu vinkonu í Tsukuba... þar sem þeir framleiða froskakrem - krefst skýringar:

Þeir setja froskinn í lokaðan kassa með spegla á alla kanta. Hann sér þá sjálfan sig margfaldaðan og heldur að þarna séu þúsundir froska samankomnir til að ráðast á hann.

Froskgreyið verður þá óttaslegið og kófsvitnar heilum millilítrum. Svitinn drýpur svo ofan í bakka sem er svo tekinn undan kassanum og úr frosksolíunni er unnið þetta fína krem sem lokar gapandi samúræjasárum!

Lag dagsins tileinka ég öllum óttaslegnum froskum í heiminum. Megið þið finna ró í ljúfum samsöng Davíðs og Bings "Litla trommarasöngnum".

Hó hó hó

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ojjjjj bara, en ógeðslegt!

Það er kanski jólamissjón fyrir Rambaldi félaga, bjarga froskunum.

Hó hó hó

5:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hjúkkett að þú ert með jólalög á síðunni...og gvuðisélof fyrir Nilsen jóla diskinn sem ég fékk í fyrra!!!:) Fattaði í dag að ég var ekkert byrjuð að hlusta á jólalög...en sem betur fer var ég með þinn undurfagra söng á i-tunes..er sko sannarlega komin í jólaskap:)

11:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nilsen hvað Berglind!?!?!?!?!?!

3:40 e.h.  
Blogger berglind said...

okei sorry...nina og samir jól;)

12:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh þú ert svo mikil krúttíbolla!

5:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dásonlegt samtal. NiElsen og Berglind, þið eruð báðar krúttibollur og samt viljið þið ekki bjarga froskunum með mér.

Ég fer ein í þennan leiðangur...

EN FYRST ÞARF EG AÐ FARA TIL ÍSLANDS Á MORGUN :)

5:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góa ferð ljúfan :D
Ræðum Mission Frog Rescue við jólaglöggina heima.
Mússímúúú

10:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home