27 maí, 2008

Súmódúllur

“Þeir eru sko ekki bara feitabollur í bleyjum!”

segir Tuya, vinkona mín. Hún er frá Mongólíu eins og svo margir súmóglímukapparnir og situr þessa dagana límd við skjáinn. Frá byrjun þessarar aldar hafa Mongólar unnið flest súmómótin (það eru sex mót hvert ár) og er Tuya eins konar grúppía þessara landa sinna. Sérstaklega þykir henni Hakuho myndarlegur.


Daginn sem hann kvæntist japanskri stúlku og tilkynnti að þau ættu von á litlum sómóglímukappa fannst Tuya hún illa svikin.

Aðalsjokkið kom þó í gær þegar hinn búlgarski Kaloyan Stefanov Mahlyanov, þekktur sem “David Beckham” súmósins fyrir drenglega lúkkið


vann báða uppáhalds-Mongólana hennar Tuyu og hampaði keisarabikarnum - Fyrstur Evrópubúa. Erum við ekki stolt!?!

Greyið Kaloyan, eða Kotooshu eins og hinir málhöltu Japanir kalla hann, er búinn að berjast við meiðsli í læri undanfarin tvö ár og því ekki gengið sem skyldi. Hann var því gráti nær eftir sigurinn, sérstaklega þegar hann sá japönsku áhorfendurna í salnum sveifla búlgarska fánanum. Eins og merkilegur íþróttasálfræðingur hins virta Waseda-háskóla, Lee Thompson, sagði

“Now that he’s winning, people are realizing how cute he is again.”
Að sjálfsögðu á hann súpermódelskærustu eins og svo margir kollegar hans

Oooooo....

3 Comments:

Blogger berglind said...

ohhhh..mússí mússí múúúúúúú....ógurlega myndarlegur - engir svona flottir súmógæjar hérna í bostoníju.....

6:02 f.h.  
Blogger Sigrun Lilja said...

Pistlarnir þínir eru alltaf skemmtilegir. :D
Hvar annars staðar fær maður innside scoop á hver er flottasti sómó gæjinn ;)

8:03 f.h.  
Blogger Hildur said...

Finnst þeir alltaf eitthvað svo heillandi í stórri bleiju ;) Finnst að við ættum að taka þetta upp hjá okkur!!!

3:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home