09 maí, 2008

Yattaaa!!!

Eftir marga þögla mánuði á þessum ritli ætla ég loksins að stimpla inn nokkur orð. Það var sætur stórsigur minn í baráttunni við Íþróttaskóinn fyrr í dag sem hefur komið mér aftur í stuðið.Nú er seinna meistaranámsárið mitt hafið og það hefur vægast sagt verið strembið. Íþróttaskórinn er í essinu sínu - tvöfaldaði tíðni fyrirlestra svo nú "fæ" ég að standa fyrir framan hann, aðstoðarprófessorinn og hina nemendurna og setja fram og sanna stærðfræðikenningar á töflunni mun oftar. Æði! Sem betur fer átti ég þó bara tvo kúrsa eftir svo stundataflan er aðeins rýmri þessa önnina og nægur tími til að undirbúa stórkostlega spennandi fyrirlestra.En... stórsigurinn:


Enn einu sinni lentum við Íþróttaskórinn í útistöðum á föstudagsfyrirlestrafundinum okkar. Ég er komin inn á frekar þröngt svið í hagverkfræðigeiranum og kallinn er ekki alveg nógu sáttur því það er ekki hans fag. Hér fetar maður nefnilega í fótspor prófessorsins síns í rannsóknavinnunni því hann er, jú átrúnaðargoð nemenda sinna. Eitthvað er ég voðalega púkó að vera ekki að skoða "Primal-dual interior-point method for linear programming" eins og bekkjarsystkini mín...
Allavega - útistöðurnar. Ég stóð uppi við töflu og var að leiða fram jöfnu sem mér þótti afskaplega einföld og þægileg. Hún var algjörlega undirstaða þeirra niðurstaðna sem ég hafði fengið þannig að þegar Íþróttaskórinn byrjaði "aaah... eeeh.... anooo... etoooh... Þetta bara stenst ekki", leist mér ekki á blikuna.Hér fáið þið (með brennandi stærðfræðiáhuga) að berja þessa umdeildu jöfnu augum:Ef ég væri japanskur nemandi hefði ég afsakað mig í bak og fyrir, sest í sætið mitt og skammast mín. En, ég er ekki japönsk og ég hafði lagt heilmikið í útreikningana og þóttist nokkuð örugg með þá.


Mig langaði helst að segja honum að sitja bara rólegur á meðan ég útskýrði. En... það gera víst ekki Japanir... nei, bíðið - japanskir kvenmenn. Svo mundi ég eftir því þegar ég var einu sinni að kvarta undan kallinum við foreldra mína og pabbi minn, sem hefur nú oft verið í þessu ótrúlega landi, sagði mér að það versta sem þessir kallar vissu væri að missa andlitið fyrir framan (undir)menn sína.


Svo ég tók upp mína eðaljapönsku dömutakta, baðst afsökunar á framferði mínu og bað minn virðulegri og vitrari prófessor að vera svo vænan að fara með mér í gegnum jöfnuna svo hann gæti bent mér á hvar ég gerði mistök. Hann setti upp miskunnsama brosið sitt og gerðist reiðubúinn að leiðbeina vesælum nemandanum sínum.


Ég hóf því mína ó-svo-fögru útreikninga:


Og kallinn sagði bara "Sko - ég sagði þér!!!"

En, ég var ekki búin. Ég hafði nefnilega rétt áður verið að hámarka V með tilliti til E:


sem gerði það náttúrulega að verkum að umdeildur liður réttilega hvarf úr diffrinu og ég kallaði (ég gerði það), eins og súperhetjuvinur minn Hiro: "Yattaaa!!!"
En, nú hafði ég ekki hugmynd um hvernig japanskar dömur hegða sér í slíkri stöðu - búin að sanna að ég hafði rétt fyrir mér og að prófessorinn hafði í raun og vera rangt fyrir sér... þetta var alveg voðalegt.

Mér fannst sem það besta í stöðunni væri að þakka honum kærlega fyrir því ég hefði í raun og veru farið að efast um þessa útreikninga, en nú hefði hann svo sannarlega kennt mér að maður verður alltaf að "dobbúl-tékka" til þess að vera viss.Hann var jú alveg sammála því og var glaður að hafa getað sýnt mér fram á það. Það var einmitt það sem hann var að reyna að kenna mér :)

11 Comments:

Blogger Rikey Huld said...

Víhíiííí gaman að þú skulir vera komin aftur í bloggheima - en vá ég dáist af þér að hafa getað hamið þig. Held að ég hefði ekki verið svona róleg :)

8:35 e.h.  
Blogger Sigrun Lilja said...

hehehe æðislegt blog hjá þér.
Frábært hjá þér (og Hiro) :D

9:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha frábær pistill. Ég var alveg að gleyma mér í þessum formúlum... svaka gaman :)

9:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

snillingur.is
Ég dáist af þér að geta verið svona pen með þetta... ekkert "in jaa face" í gangi
Kveðja nafna

4:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Viiiiiii blogg :) ... og edal blogg i thokkabot. Eg kalla thig goda ad hafa geta hamid thid ... eins og allir vita hefdi eg ekki getad thad eg hefdi hljolad i kallinn hihihi
Kv
Fjola

4:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

KLÁRA :) Hlýtur að hafa verið helvíti gaman að "feisa" prófessorinn svona, verst að þú þurftir að fara svona fínt í það ;)

8:48 e.h.  
Blogger berglind said...

ehehehehehehehe....sko formúlan sko...;) en váts...þú ert greinilega komin með brjálaðar hömlur á þig...rosa góð þjálfun þarna í Japan...þú munnt verða mjööög góð eiginkona!!!!:)

5:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha:)
en æðislegt... 10 stjörnur frá nýútskrifiðum kynjafræðingi (:/)

Þú þarft ekkert authoroty frá honum, þú facaðir hann inn að beini. FInnur valdið að innan.. það er það sem skiptir máli, þér leið ekki eins og þú þurftir að setjast niður. Sýndir fordæmi í kjarki þínum!

kveðja
Björg Berglindarsystir

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha:)
en æðislegt... 10 stjörnur frá nýútskrifiðum kynjafræðingi (:/)

Þú þarft ekkert authoroty frá honum, þú facaðir hann inn að beini. FInnur valdið að innan.. það er það sem skiptir máli, þér leið ekki eins og þú þurftir að setjast niður. Sýndir fordæmi í kjarki þínum!

kveðja
Björg Berglindarsystir

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh er mjög svo stolt af þroskaðri tvíburasystur minni. Það krefst visku og þroska að taka svona vel á aðstæðum sem þessum. Þú ert hetja mánaðarins Nina San aka. Ýnðug........ég segi bara Hiro Nakamura hvað!!! Sakn sakn frá Busylandi :*

8:04 e.h.  
Blogger Spólan said...

Hjalp!!! Er i chandigarh... og thad er rigning...
Annars alltaf svo gaman ad lesa pistlana thina...

Knus ur karryinu yfir i wasabi-id
Olof

4:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home