08 júlí, 2008

Sveitavoffarnir

Þá er ég nýkomin í metrópólið eftir friðsæla helgi í sveitinni. Fór og heimsótti Amöndu, norður-írsku vinkonu mína sem býr í miðju hvergisins nyrst á Tohoku-eyjunni, Iwate-ken.

Það var gaman að blanda geði við sveitalúðana. Allir afskaplega afslappaðir og ljúfir.

Mest þótti mér þó til hundanna koma - þeir voru í alvöru stærðum þar. Ekki þessar litlu Tókýó-tíslur með tígaspena og kórónur.

Það urðu nokkur skemmtileg hundatengd skilti á vegi mínum í fjallaleiðöngrunum.

Hér sjáið þið hvernig eigendum er gert skylt að þrífa upp skítinn eftir voffana sína.
Ef þið lítið nánar þá sjáið þið hvað hundsgreyið roðnar við það þegar húsbóndinn hans skóflar skítnum í pokann. Agalega vandró.Svo vorum við Amanda að dást að því hvað bönnuðu hlutirnir eru hér látnir koma fram úr rauða "bann-merkinu"... þriðjuvíddarlegt og flott, jafnvel þó óbreyttur sveitungur hafi teiknað þetta.En svo sáum við að hér var meira athugavert við skiltin. Hundaskíturinn í sveitinni titrar!!!1 Comments:

Blogger berglind said...

svona er nú utan-af-landi fólk kríeitiv!!! þú veist nú hvernig ég er...alltaf að skapa eithvað og semja ljóð...t.d. þetta...

Guðný er í Japan
ekki Kína
þar býr nú líka Satan
nei, ég var bara að grína!

10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home