14 júní, 2008

Kvöld launamannsins úti

Hinn japanski "sarary man" (þ.e. "salary man", ísl. launamaður) vinnur lengi. Honum ber að mæta á undan yfirmanni sínum og fara á eftir honum. Hann er fyrirtækinu svo þakklátur fyrir að ráða sig að hann vinnur a.m.k. tveggja klukkutíma yfirvinnu hvern dag, launalaust. Já, það er ekkert grín að vera japanskur "sarary man".



Að loknum löngum og ströngum vinnudegi (vikulega/mánaðarlega) fara vinnufélagarnir saman á bar eftir vinnu. Þar sleppa þeir af sér beislinu og skála í bjór - oft og mörgum sinnum.

Það leikur alltaf jafnunaðslegur áfengisilmur í loftinu í síðustu lestinni heim á kvöldin. Þeir ná oft ekki að halda sér vakandi og þá byrjar fjörið!

Ég hef séð haugadrukkna "sarary" menn vaggandi, veltandi, haldandi hver öðrum uppi, dragandi yfirmanninn með sér upp í lestina og - mitt uppáhalds: kastandi upp á brautarpöllunum. Virðulegt!

Bretarnir Adam & Joe hafa gert nokkrar stutt-heimildamyndir um japanskt líf. Klippan um japanska "sarary" manninn er æði. Njótið :D

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís
knús til gullinhærða japanans. Gaman að fylgjast með japönskum sarary-mönnum og frönskum vitleysingum.
Bless kex

10:36 e.h.  
Blogger Spólan said...

Daaaaasemd...

4:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home