11 september, 2005

Chandigarh - planlegging

Hérna er fína borgin mín, Chandigarh. Ég ber þetta fram "Sjandigar", en verð líklegast leiðrétt um leið og ég lendi:



Ég er búin að kaupa flugmiðana. Vona að vegabréfið mitt verði komið frá indverska sendiráðinu í Ósló fyrir brottför. Annars... verður líklegast engin brottför.

Flýg með "Kristínu Express" til London 21. september. Hitti tante Sylvíu á Stanstead, en hún mun lenda á sama tíma frá Ósló-heimsókninni sinni.

Gisti í tvær nætur í "boxi" þeirra skötuhjúa... nema boxið rúmi MAXimum tvær manneskjur... Þá fæ ég líklegast að prófa heimilisleysingjalífið áður en ég fer til hinna heimilisleysingjanna í Sjandigar. Mun eflaust henta vel fyrir þá reynslu :/

Flýg til Delhi þann 23. og svo þaðan til Chandigarh þann 24.

Mun búa með öðrum starfaskipta-stúdentum í íbúð í nýju heimaborginni minni, sem hljómar dásamlega. Hlakka mikið til að hitta þá.

Eina sorgin felst í missingnum af Boltoninum :( Tónleikar aldarinnar verða einmitt haldnir þann 21. sept - sumir hugsuðu ekki alveg út í það þegar þeir pöntuðu flug :(



Þarf nú að fara að troða í bakpokann minn. Ætla að nota gamla "pakka-í-og-úr-þrisvar-sinnum" bragðið og vonast til að það dugi til að fylla pokann rétt svo.

Óver end át!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Checking different sites to get some ideas for mine,Texas Holdem Poker, when I get across yours. Nice Job ! Mine is about exercises to play cards which the name naturally implies. ---Jack---

10:50 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Nuuuu... djöfull er þessi flottur maður!
Óendanlega fjörleg síða hjá honum, haha!

11:32 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Thank you Jack! Sorry - you probably can´t understand anything that´s written on mine.
My site is about the world´s most wonderful men and where to find them. As you can see from the photos, we like Guiding Light stars and long haired singers. We´ve also found a city in India that supposedly has the prettiest men ever!!!

11:35 e.h.  
Blogger Fjola said...

Hahahaha ... ætli Jack fatti að þú ert að stríða honum ... hehehehe

5:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Wahahahha ertu að kitta í mig með þennan náunga .... heheheh.
Guð hvað maður er farin að öfunda þig. Þú ert ekkerst smá langt inní landi.
Ég bíð svo bara hérna á frónni eftir fréttum og fleira .... múhahahah.

12:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home