10 nóvember, 2007

Gulltryggð

Ég er svo kát!!!

Það hlaut að koma að því! Við (ÉG) segjumst alltaf munu vinna, en NÚ er loksins komið að okkur!

Í byrjun tókst Rósinkransinn að vekja upp í mér trúarlegar hugleiðingar með gospelinu sínu. Hann gaf mér von - þó litla.

Eftir þann fyrsta Laugardagslagaþátt þótti mér þó gæðum laganna hraka verulega og velti því fyrir mér hvort ég gæti ekki varið tíma mínum betur. Ég batt þó vonir við fyrra lagið hans Barða og horfði áfram en það olli mér miklum vonbrigðum sökum afskaplegrar hamingju - sem ég kann engan veginn að meta í tónlist.

Nú hefur drenginum þó heldur betur tekist að blása lífi í vonglæðurnar mínar. Hann hefur gengið kænskulega að þessu verkefni, mælt, vegið og metið - og uppgötvað! Hér er kjarni sigurlagsformúlu Barða:

Skækjulega fáklædd söngkona með tíunda áratugs upphandleggs-skartgripi.

Ber að ofan töffari með þýska-fána svitaband sem galar "Eins - Zwei - Drei - Vier - Fünf - Sechs - Sieben -HARDCORE!" Hver er hann? Derhúfan segir Marky Mark en "Harda´ harda´ harda´"-galið segir Scooter.

Svo internasjónal!

Það sem þó mun hala inn mestmegni Austur-Evrópuatkvæðanna og að lokum tryggja okkur sigurinn eru olíubornu vöðvabúntin í bakgrunninum sem berja á tunnutrommur - Séreinkenni þeirra Evróvísjón-laga.

Við erum gulltryggð með "Ho, ho, ho, We say hey, hey, hey"

3 Comments:

Blogger berglind said...

ahahahahahahaha...var ekki búin að sjá þetta!!! vá!! elska drenginn á orgelinu...hann er mjög einbeittur !!! ég held sko þokkalega með þessu lagi!!!

12:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þetta er ekki lagið sem á eftir að draga okkur til sigurs þá veit ég ekki hvað!! Þetta er náttúrlega bara hrein snilld. Skil samt ekki afhverju Egill (sá sem er á hljómborðinu) er ekki einnig ber að ofan, þetta hefur valdið mér miklum vangaveltum :) Svo væru ég til í að vita hvar þeir allir fóru í brunkumeðferð!

9:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg stórkostlegt!

Mér sýnist lítill aðdáendaklúbbur Egils orgelmanns vera í fæðingu hér á síðunni, frábært stelpur.

Persónulega eru trommumennirnir í miklu uppáhaldi. Eiga ekki í vandræðum að skipta úr "ho ho ho we say hey hey hey" og yfir í "hey hey hey we say ho ho ho". Rugluðust ekkert og náðu þvílíkt að lúkka, Síríjus og súkkulaðibrúnir.

7:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home