21 júlí, 2008

Hið japanska terebí

Senn líður að lokum dvalar minnar hér í neonborginni. Það er svo sannarlega margt sem ég mun sakna héðan; maturinn, karaoke-ið, kurteisin, ljósin & lætin, krúttíbollubörnin, módeladansiböll, gamla konan á horninu sem heilsar mér alltaf og biður mig að koma "heil á húfi" aftur heim, skólinn minn og að sjálfsögðu aðalkallinn - Mízúnó.

En, eitt stendur þó upp úr: Sá unaður sem er japanskt terebí (stytting á orðinu "terebision" eða "television" eins og sjónvarp heitir víst á ensku).

Hér eru miklu fleiri stöðvar en heima á Fróninu og Japaninn býður upp á "stórkostlegheit" hverja mínútu. Það er skemmst frá því að minnast þess þegar við Tuya misstum af vinum okkar á dansiballi því við gátum ekki fyrir nokkurn mun rifið okkur frá döbbaðri Anacondu Tvö á Fuji stöðinni.

Unaður númer eitt:
Hér sjáið þið upphafslag hinnar æsispennandi þáttaraðar Changeman eða, eins og ég kýs að kalla það: Breytingamaðurinn.

Unaður númer tvö:
Breytingamaðurinn er alltaf svolítið ógnvekjandi, mikið af sprengingum og vonduköllum. Hér berjast Breytingadrekinn og Búba til síðasta blóðdropa. Þori varla að horfa...

Unaður númer þrjú:
Godzilla, sem þýðist yfir á íslensku Góða Silla, er án efa eitt af þjóðarstoltum Japana. Hún er sko ekki bara stór og ófrýnileg eðla heldur misskilin og einmana.

Hér mætir Góða Silla erkifjanda sínum: Kíng Kong. Greyið á svo erfitt með að tjá tilfinningarnar sínar og verður svo agalega vandræðaleg. Hún kemur í leit að annari big size ófreskju (því það er svo óskaplega auðmýkjandi að vera stór í Japan) til að elska en allt fer í klessu :(

Góða Silla er einstæð móðir og stritar daginn út og daginn inn við að ala önn fyrir barninu sínu, Góðu Sillu Djúníor sem hún elskar afskaplega heitt. Inn á milli kennir hún honum drápslistina.

Ég gæti fundið Góðu Sillu-klippur í hundraða tali, en þarf að klára verkefni fyrir morgundaginn. Ég lýk því þessum ritlakafla með tilfinningaþrungnu augnsambandsmómenti.

Njótið :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home