11 september, 2005

Djóshúa - hetja eða ekki...?

Ég verð að fá að kommenta á gæðasyrpuna Gædín Læt (Leiðarljós á RUV).

Tvisvar sinnum á einu ári hefur Djóshúa Lúis af Lúis-Oil ættinni tekist að bjarga dömu úr eldsvoða. Í fyrra skiptið var það "Vitinn" sem varð eldinum að bráð. Þá klifraði Djóshúa upp vatnsrennuna og braut upp baðherbergisgluggann þar sem Tangie Hill, dama í neyð beið gólandi með Billie-með-háa-ennið í fanginu. Hræðilega er þetta barn leiðinlegt. En já - Djóshúa klifraði niður vitavegginn með barnið á bakinu á meðan eldtungurnar teygðu sig út um gluggana. Síðan féll Djóshúa allglæsilega í sló-mó niður í snjóinn en passaði sig að lenda undir leiðinlega Billie (hrapalega mistök þar). Já - Djóshúa var hetja!!!



Í seinna skiptið var það heila "5th street" sem var onn fæjer. Á meðan sótsvartir Ross Marler og Allan-Mækal báru gamlingjana úr íbúðunum sínum fann Djóshúa sér vegg til þess að klifra upp og - viti menn - fyrir innan einn gluggann lá Marína litla sofandi í vöggunni sinni. Djóshúa notaði gamla "bera-barnið-á-bakinu" bragðið sitt og stökk í sló-mó út um gluggann á fjórðu hæð. Auðvitað varð hvorki Djóshúa né Marínu meint af.
Þegar komið var á spítalann kom Eleiní, móðir Marínu, á hlaupum og sótti barnið sem var ekki vitund skítugt. Þegar hún gaf Djóshúa koss á kinnina til að þakka honum björgunina stökk paparazzi-kall fram úr leynum og smellti af. Þá brjálaðist Djóshúa og öskraði eftir honum "Hvað er að þér? Spítalinn er fullur af slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum - alvöru hetjum - sem hafa hætt lífi sínu til að vernda borgara Spríngfíld!!! Hættið að taka myndir af mér, ég er engin hetja!"

Hvar er hægt að finna aðra eins hetju???

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ljóst að það fyrirfinnst ekki meiri hetja en Joshua. Þvílíkt karlmenni! Gaman að það skuli alltaf þurfa að vera barn í neyð sem hann þarf að bjarga!
Ánægð með þetta gæding update!

4:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehehe...horfi nú aldrei á Leiðarljós..en meðleigjandinn kíkir stundum á það...sá einmitt þetta atriði...og eina lovemaking senu...en frábært hvað jósúa er hógvær...en mannstu ekki þegar hann fékk næstum því flog afþví að hjúkkan ætlaði að raka lappirnar á honum!!!!! sjáumst í kvöld!;) kv. berglindíní Rambaldíni

7:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Joshua minn klikkar aldrei hann er hetja hvort sem honum líkar betur eða verr............. verð að segja að ég sakna hans mjög þar sem að ég hef ekki getað horft á þættina mína að undanförnu en ég er ekki að óttast þar sem að mútta klikkar ekki og ég læt hana taka þetta upp!!!!

12:36 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Ofur-fan! Hvað annað getur maður sagt... Ofur-fan Hildur!!!

10:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHahahahahaha
Var búin að gleyma kærastanum þínum, skemmti mér konunglega við að rifja upp textann.. I want invitate you... hahaha

10:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHahahahahaha
Var búin að gleyma kærastanum þínum, skemmti mér konunglega við að rifja upp textann.. I want invitate you... hahaha

10:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home