10 janúar, 2006

Mamma, pabbi - Tad er buid ad bjoda i mig!!!

Hvurn thordi ad dreyma ad eg myndi loksins finna minn "eina sanna" her i landi hinnar heilogu belju?!?

Hann er 25 ara "Sikh" (af turbana-klaninu), "fair og slim", med verkfraedigradu og gifurlegan metnad fyrir hertjonustu. Mer hefur verid gert ad hafa samband vid forradamenn mina svo haegt se ad hefja samningavidraedur.

Verdandi unnusti minn (med leyfi elskulegs fodur mins, pliiis pabbi) heitir Gurpreet og vann med herbergisfelaga minum, Emil fra Rumeniu, hja tolvufyrirtaeki her i Chandigarh. Tannig kynntist eg honum - prinsinum a hvita hestinum!

Tegar Gurpreet er ekki ad vinna "IT" (sem, by the way, er tad flottasta her i Indlandi) ver hann stundum sinum i "gym-inu". Hann hefur synt mer "six-packinn" sinn sem audvitad olli tvi ad eg kiknadi i hnjanum - Indverskir karlmenn vita sko alveg hvad tarf til ad heilla domurnar.

Draumur Gurpreet er ad ganga i herinn og vinna tar sem IT-gaei. Hann hefur fimm sinnum sott um og jafnoft verid hafnad. Eg get ekki, fyrir nokkurn mun, skilid hvers vegna herinn kys ad snidganga tennan mikla karlkost. Gurpreet hefur to utskyrt malid fyrir mer og segir ad tad se vegna tess ad hann er OF KLAR! Teir i indverska hernum saetta sig vist ekki vid neitt annad en 'medalmennsku'.

Eitt af adalahugamalum Gurpreets er ad senda sms (og reyndar allra efri-stetta Indverja, sama hve gamalla). Stundum eru tau einfaldar spurningar eins og "Hae, hvad segirdu?", "Godan daginn" (a morgnana) eda "Goda nott" (a kvoldin). Ef Gurpreet er i studi sendir hann kruttleg myndaskilabod med kettlingum eda vinum ad haldast i hendur. Oft fylgja teim svo visur um astina eda mikilvaegi vinattunnar. Oooh, hann Gurpreet minn er draumur hverrar stulku!

Eitthvad undarlegt hlytur ad hafa verid a seydi hja indversku farsimatjonustunni fyrir nokkrum vikum tegar Gurpreet sendi mer nokkur skilabod a hverjum degi en fekk ekki einu sinni eitt af minum skilabodum??? Hann fekk heldur engin svor tegar hann hringdi i mig??? Jiminn einasti, "AirTel India" tarf sko eitthvad ad lagfaera hja ser. Eftir tessi oskop hitti eg Gurpreet ALVEG OVAENT a gotunni fyrir utan ibudina mina tegar eg var a leidinni i vinnuna. Hann var ad saekja reidhjolid sitt af verkstaedi og var a leidinni heim, klukkan half-niu um morguninn. Tvilik tilviljun!!! (Honum tykir vist gaman ad hjola, tratt fyrir ad eiga baedi sportbil og motorhjol...)

Tennan dag fylgdi hann mer i vinnuna og lek vid bornin - ooohhh, hann er lika barngodur!!! Sidan ta hefur hann birst nokkrum sinnum i skolanum minum, stundum jafnvel med nammi handa bornunum. Stelpur heima - truid tid tvi ad tessi er enn einhleypur?!?

Um daginn bjo fraenka hans hja honum medan mamma hans og pabbi voru utanbaejar. Hun fekk ad heyra allt um odaudlega ast okkar og samtykkti ad hjalpa Gurpreet sinum ad sannfaera foreldra sina um ad hann leyfa honum ad kvaenast af ast (sem er ekki venjan her, adeins oskhyggja draumoramanna). Mer var tvi bodid i kvoldmat. Tvi midur var eg oskaplega upptekin tessa vikuna, oohh, og vard tvi ad aftakka bodid. Tad skipti engum togum, Gurpreet og fraenkan birtust i dyragaettinni minni naesta kvold. Eg turfti tvi ekki ad missa af taekifaerinu ad hitta verdandi "match-maker-inn" okkar og hun fekk ad berja mig augum. Eg verd ad takka Gudi fyrir ta frabaeru tilviljun ad, akkurat tegar Gurpreet og fraenkan komu, var eg upptekin i eldhusinu vid ad undirbua minn fyrsta alvoru kvoldverd fyrir herbergisfelagana. Su gamla fekk tvi ad sja mig i hinu fullkomna "husmodur-hlutverki" og var ad sjalfsogdu 100% sannfaerd um ad tar faeri Fru Gurpreet framtidarinnar. Eftir nokkur thogul og vandraedaleg augnablik foru tau leid sina.

Nu eru hjolin vist komin a fullt og naesta skref er ad koma a sambandi milli Herra og Frur Nielsen og Herra og Frur Gurpreet, sem myndu ad sjalfsogdu vilja flytja til Islands med okkur skotuhjuunum.

Ja, boltinn er hja ykkur, mamma og pabbi!!!

5 Comments:

Blogger KjartanB said...

Allar þessar tilviljanir? Mrs. Nielsen-Gurpreet hlýtur nú þegar að vera skrifað í stjörnurnar.

Ég vil nota tækifærið og óska þér innilega til hamingju með þennan ráðahag.

1:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé að ég verð greinilega að fara að kaupa mér föt fyrir brúðkaupið verður maður ekki að mæta með inverskt þema? Mér finnst það best að það er ekkert farið leint með match makið við ættum kannksi að læra eitthvað af þeim hvernig þetta sér gert! Mín hafa allaveganna ekki virkað hingað til :)
En hlakka til brúðkaupsins, á hann ekki vini sem eru svipaðir?
kv. hh

6:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitt annað hvað er búið að bjóða margar beljur í þig?
Hahahaha
kv. HH

6:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ehehehheheh snild!!
Eg er einmitt haett nanast ad gefa indverjum numerid mitt, hvad er med tessi sms.... godann daginn, ertu buin ad borda, gledilegan senni part!! otrulegir!!
Halltu afram ad skemmt ter nafna :)

10:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jiminn sviminn Guðný..hver hefði haldið að hinn eini sanni leyndist á Indlandi...eftir alla þessa leit hérna á Íslandi...við erum að tala um að þú ert að upplifa æðsta draum hverrar ungrar stúlku ...hvenær eigum við svo von á fyrsta erfingjanum!!!!!!!!!!!!;)

1:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home