17 janúar, 2006

When (s)he loves (s)he

Móðins í Indlandi

Á Indlandi er samkynhneigð ólögleg og refsiverð. Indverjar telja þennan lífsmáta afleiðingu slæmra áhrifa vestrænnar menningar og segja hann engan veginn hæfa indverskri menningu. Þeir halda því meira að segja fram að hér sé hlutfall samkynhneigðra mun lægra en í öðrum löndum.

Indland er svo sannarlega land andstæðna. Hér leiðast karlmenn og halda utan um hvern annan, sitjandi, standandi, gangandi, á mótorhjólum, í strætó – út um allt. Þeir stíga trylltan dans á pöbbinum, dilla mjöðmunum og sveifla handleggjunum mjúklega í takt við rythmann meðan eiginkonur þeirra sitja heima og horfa á sjónvarpssápuna.

The Hindustan Times er alvarlegasta og vinsælasta fréttablaðið hér um slóðir. Þar eru birtar fréttir af dauflegri pólitískri umræðu á þinginu í bland við framúrstefnulegar rökræður háskólastúdenta. Þessar rökræður taka á málefnum sem hægt og rólega eru farin að ná fótfestu í samfélagi stórborganna. Á meðal þessara málefna eru ástarhjónabönd, sk. live-in-relationships (sambúð para), kynlíf fyrir giftingu og útþrá ungmenna.

Ein athyglisverðasta umræðan verður að teljast sú um samkynhneigð, en hún er mikið hitamál alls staðar í Indlandi, fyrir utan Bombay sem er ólík öllum öðrum borgum hvað slík mál varðar. Umræðan er sett upp þannig að einn háskólanemi talar með og annar á móti. Navneet Dhindsa, sálfræðistúdína á lokaári í Háskóla Punjabs stal senunni þegar hún talaði á móti samkynhneigð í sunnudagsblaðinu síðustu helgi. Hér læt ég fylgja viturleg svör Navneetar:

Ekki náttúrulegt
“Ef samkynhneigð er náttúruleg, hvers vegna hefur þessi tíska þá aðeins nýlega komið upp? Ég hef aldrei heyrt til þess að svoleiðis hafi áður fyrr verið til. Þetta er aðeins samtímafyrirbæri.”

Fer eftir aðstæðum
“Samkynhneigð fer eftir aðstæðum, ekki hormónum. Margt getur ollið því að fólk gerist samkynhneigt. Í sálfræðinni höfum við dæmi sem sanna að aðstæður neyða menn á þessa braut.”

Viðgengst ekki í Indlandi
“Indland er enn fjarri því að samþykkja samkynhneigð. Við höfum okkar eigin menningu og siðferðisgildi. Um það bil 90% íbúa landsins myndu kjósa gegn samkynhneigð.”

Ætti ekki að verða lögleidd
“Samkynhneigð ætti alls ekki að verða lögleidd. Það myndi bara hvetja fleiri til þess að reyna samkynhneigð. Að lögleiða þetta hugtak myndi aðeins “kasta eldivið á bálið”.”

Gert of mikið úr þessu
“Hvers vegna erum við yfir höfuð að ræða samkynhneigð? Umræður, rökræður og kvikmyndir sem fjalla um þessi mál upplýsa aðeins fólk og auka í raun á vinsældir þessa hugtaks.”

Gegn náttúrunni
“Ef hvatt er til samkynhneigðar og hugtakið nær fótfestu í indversku samfélagi, hvaða áhrif ætli það hafi eiginlega á framtíð þjóðarinnar? Mannkynið myndi að lokum deyja út!” (Það sorglega er að þessi skoðun gæti næstum því reynst rétt – miðað við fjölgunarhraða Indverja)

Hvatning
“Sífellt vaxandi kynferðisleg “frústrasjón”, samkeppni í samfélaginu og hraður lífsstíll hvetja til samkynhneigðar. Þetta er sérstaklega áberandi í heimavistum. Ég veit um marga samkynhneigða í heimavistum háskóla. Það eykur aðeins líkurnar á samkynhneigð ef fólk býr saman og deilir herbergi.”

Viðurkenna ekki
“Samkynhneigðir viðurkenna aldrei kynhneigð sína opinberlega og það er bersýnilega vegna þess að þeir eru ekki sáttir við sjálfa sig.”

Svik gagnstæða kynsins
“Slæm reynsla af gagnstæða kyninu hvetja einnig til samkynhneigðar. Ef strákur svíkur stelpu snýr stelpan sér að kynsystrum sínum. Alinn ótti við gagnstæða kynið er stór partur af þessu vandamáli.”

Ég þykist viss um að það í framtíðinni verður röð út úr dyrum á stofu þessa fyrirmyndarsálfræðinema.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta er nú alveg það sama og ég lærði í sálfræði við HÍ...þetta er í bókinni "why being gay is not ok!!!" já..en íslensk stjórnvöld, og þjóðkrikjan eru nú ekkert langt á undan Indlandi...það skal ég segja þér!!!:) bestu kveðjur
Berglind Sálfræðistúdína.

7:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þú veist að samkynhneigðir er ekki fólk. Eða allaveganna er eins og fólki finnist það í dag. Hvað er málið eiginlega.
En hvað með að fólk deyji út!! Er ekki nóg af börnum í heiminum sem að á enga að og þá geta samkynhneigðir ættleitt þá og þau fá þá tækifæri á að lífa lengur er það ekki?????
Hildur pirraða yfir þröngsýni fólks kveður að bili.

6:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jó Guðný wass up!! Hvar ertu??? Is anybody out there??
Mín var að koma frá DK þar sem veturinn var alveg að fara með mann en alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt.

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís. Langar að fara að heyra einhverjar fréttir. Hvað er að frétta af Japansförinni.... eitthvað að gerast þar? Vona að þú komir nú heim í millitíðinni. Benedikt biður að heilsa og kisa auðvitað líka.

12:52 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Furstinn i Bombey bidur fimm beljur i mig. Hvad segid tid tarna heima? A eg ekki ad prutta!?!

1:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home