15 maí, 2006

Kjörsvæði: Tókýó

Þessi ferð mín á kjörstað verður seint toppuð.


Hvað er flottara en að kjósa í eldhúsi íslenska sendiráðsins í Tókýó, með vínglas í annarri og pennann í hinni?

Aðalfundur FÍJ (Félags Íslendinga í Japan) var haldinn með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Það var ekki úr vegi að skella sér inn í kjörklefann (eldhúsið) og greiða atkvæði í sveitastjórnarkosningunum heima.

Svona á þetta að vera!

5 Comments:

Blogger sylvia said...

Það er aldeilis flottheit... þeir sem loka ATVR á kosningadag heima (minnir mig) til þess að koma í veg fyrir að fólk "ruglist" ekki í kosningunum... þær reglur hafa eitthvað skolast til á leiðinni yfir hálfan hnöttinn

4:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bara búin að kjósa og alles...það er ekkert annað !!! kaustu nokkuð sjálfstæðisflokkinn...í honum eru bara fyllibittur sem keyra á ljósastaura ;) heyrumst smeyrumst

4:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já fyllibittur sem keyra á ljósastaura og fá svo maka sinn til að taka við og keyra einnig fullir. Tilkynna svo að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta gerist en ætla samt að fara í meðferð ;)

6:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á þetta symstem. Hvítvínsglas með hverjum atkvæðaseðli. Annars er búið að breyta lögunum þannig að það má hafa opið á kosningadag..... Er byrjuð að safna fyrir Tokyo-ferð. Vann í Trivial á föstudag og fékk 5.000 kall í verðlaunafé. Þannig að ég er komin með 5% í sparibauk upp í ferðina. Svo ætla ég að merkja baukinn með "Japansför Hildar" og ef fólk vill koma í heimsókn verður það að styrkja mig um að minnsta kosti 100 kall fyrir hverja heimsókn :) Finnst þetta voðalega sniðugt. Bið að heilsa skvísí og vona að lærdómurinn gangi vel. Benedikt biður kærlega að heilsa.

7:43 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Já, fréttir af niðurkeyrðum ljósastaurum berast meira segja alla leið hingað.

Ég verð þó að segja að mér þykir meira til frétta af framgöngu Silvíu okkar koma. Fylgist æsispennt með og er að reyna að koma upp system-i svo ég geti horft beint á keppnina á júróvísjón-dott-komm.

Frábær hugmynd með Tókýóbaukinn Hildur, gangi þér vel :D

En, það verður nú aldrei efast um Trivial-kunnáttu þína. Ég held að fimmti bekkur hafi gert útslagið. Uppfull af alls kyns ónauðsynlegri visku... jú, eða nauðsynlegri - þegar maður keppir til vinninga sem þessa!!! Glæsileg frammistaða.

10:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home