07 maí, 2006

Lítill heimur - eða lítið land

Þetta hefur verið sniðug vika.

Síðasta þriðjudagskvöld skrapp ég í onsenið hér í grenndinni með Salamat, vinkonu minni frá Kasakstan. Onsen er japönsk útgáfa af Bláa Lóninu, nema vatnið er ýmist tært, grænt eða bubblandi. Með okkur kom nágranni hennar, japanska stúlkan Reiko.

Eftir stutta kynningu á Íslandi þar sem meðal annar bar á góma frændsemi okkar og Skandinavíubúa hrópaði Reiko “Snakkar du norsk?”

Í ljós kom að hún hafði verið skiptinemi á svínabúi í nágrenni Þrándheims fyrir tíu árum. Og hún talar ENN reiprennandi norsku. Við skemmtum okkur því heilmikið við að bera saman skiptinemabækur okkar, hún á norsku og ég á dönsku.
Ótrúlegt!


Reiko og Salamat í onseninu. Í bakgrunninum er dásamleg eftirlíking af Fuji-fjalli.


Næsta dag heimsóttum við nokkur af heimavistinni fiskmarkað nágrennisins. Við fórum á fætur klukkan fjögur um nóttina til að missa ekki af öllum æsingnum sem fylgir því að vera viðstödd uppboð á öllum mögulegum fisktegundum og sjávardýrum á þessum stærsta fiskmarkaði heims. Þarna stóð stígvélað fólk í hjörðum og hrópuðu til manns sem stóð á kassa í miðjunni með einhvers konar spjöld sem ég býst við að tilgreini í hvaða afla verið er að bjóða hverju sinni.

Nú, það sniðugasta við fiskmarkaðinn var ekki slorið og hræin sem lágu í blóðpollum út um allt – heldur það að ég átti endurfund með gamalli vinkonu.
Mario, brasilískur strákur af heimavistinni minni, var með vinkonu í heimsókn. Sú heitir Karen og er að læra í Hiroshima. Það kom í ljós að Karen var Rotaryskiptinemi í Hafnarfirðinum árið eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum. Við hittumst því á Rotexfundum á Íslandi það árið. Við þekkjum sama fólkið og höfðum heilmikið að tala um - á Íslensku, að sjálfsögðu.
Ótrúlegt!


Ég og Karen

Lítill heimur – eða lítið Ísland!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já litla Ísland er alveg óhugnalega útbreitt helvíti!

sbr.

Jarðskjálfti á Mumbu lítilli eyju vestan af Jövu..náðist í íslending sem var á svæðinu Jason Macber, jes, theta var roseleg lefsrensla but wið erum óhultir a hoofi....

Og svo er talað um að eyjan í Lost sé eitthvað dæmi!

7:21 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Hahaha, Jáson Makkber! Er hann íslenskur í sjöunda lið eða...

7:25 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Hjálp, hjálp, hjálp!!!

Kannski hefur einhver tekið eftir veseninu á blogginu mínu.

Öll ný blogg sem ég skrifa virðast vera með hrikalegt keis af nostalgíu. Þau vilja öll vera föst á 2. maí.

Þar af leiðandi kemur allt í vitlausri röð næst þegar ég blogga....

ooooohhhh, vesen!

Kann einhver ráð við þessu?

7:35 e.h.  
Blogger Nielsen said...

ok... er eitthvað búin að fiffa við þetta...
vona að það sé komið

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey þetta er karen vinkona mín :) ég bið kærlega að heilsa henni... hún er alger perla :)

9:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki stækkaði heimurinn við þetta comment frá GB, skemmtilegt!

2:18 f.h.  
Blogger Fjola said...

jiminn ... ég sem hélt að Ísland væri bara lítið en ekki allur heimurinn ;):)

10:01 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Datt einmitt í hug að spyrja hana um aðalhafnarfjarðarmærina, fröken Guðnýju Birnu - en mér þótti það eitthvað einum of far-fetched.
Geri það pottþétt næst þegar hún kemur í heimsókn.
Jiminn sviminn :D

2:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home