Glæstar vonir - Brostnar vonir
Nú hef ég algjörlega gefið upp alla von um að ráða fram úr þessari listamannsmeinloku.
Neðanverður vefpóstur barst mér í gærkvöld og þykir mér, eftir að hafa lesið textann nokkrum sinnum, nokkuð víst að herra Chino er "smúþlí" að reyna að biðja mig að mæta ekki aftur í tíma, en sjá hins vegar til þess að vinkona mín (Bea) láti sjá sig.
:(
Fyrir stúlku, sem hefur MÖRGUM SINNUM notað pensil, er erfitt að kyngja svona gagnrýni. Nú sækja á mig hugsanir um allsherjarsamsæri fjölskyldu og vina.
Þegar ég kom heim úr leikskólanum með vatnslitamynd og gaf mömmu - setti hún myndina í náttborðsskúffuna til þess að hún geymdist vel, eða var hún í raun bara að forða gestum frá því að horfa upp á slíka hörmung?
Það fer þó ekki milli mála hvað ónafngreindri vinkonu minni þykir til hæfileika minna koma þegar ég ég minnist þess að mér var sagt upp störfum þegar ég hjálpaði henni að mála eldhúsinnréttinguna hennar.
Ó, hvílík skömm!
Neðanverður vefpóstur barst mér í gærkvöld og þykir mér, eftir að hafa lesið textann nokkrum sinnum, nokkuð víst að herra Chino er "smúþlí" að reyna að biðja mig að mæta ekki aftur í tíma, en sjá hins vegar til þess að vinkona mín (Bea) láti sjá sig.
:(
Nielsen san
KONBANWA
Thank you very much for your participation to the
class of Calligraphy on last Saturday.
We think it is the first experience to use brush to you,
but we hope you enjoyed.
Please come and see us again with your friend.
Chino
Fyrir stúlku, sem hefur MÖRGUM SINNUM notað pensil, er erfitt að kyngja svona gagnrýni. Nú sækja á mig hugsanir um allsherjarsamsæri fjölskyldu og vina.
Þegar ég kom heim úr leikskólanum með vatnslitamynd og gaf mömmu - setti hún myndina í náttborðsskúffuna til þess að hún geymdist vel, eða var hún í raun bara að forða gestum frá því að horfa upp á slíka hörmung?
Það fer þó ekki milli mála hvað ónafngreindri vinkonu minni þykir til hæfileika minna koma þegar ég ég minnist þess að mér var sagt upp störfum þegar ég hjálpaði henni að mála eldhúsinnréttinguna hennar.
Ó, hvílík skömm!
6 Comments:
ohh my god Iceberg...you are in tokyo...ha ha..you said before that i spoke chinese but it was spanish...wow, now you will be speaking japanese.
all the best...enjoy japan and drink all the Sake for nacho-chinese...
see you
ps: i will go to your school here in chandigarh to give something to your kids...are they dangerous?
Mikið getur hann Chino verið insulting!!!
En samt algjör knúsípús að hvetja þig áfram...
Bíð spennt eftir því að sjá hvernig næsta mynd mun líta út.
heyrðu heyrðu gamla ;) ... ekki gefast upp ... ég myndi mæta og sína herra Chino í tvo heimana :) ... you can do it honey :)
haldu áfram ótrauð ...svo verður gerð mynd um þetta..."she started as a novice...ended as a master!!!"...A true story about a girl who nobody believed in..but with practise and strong will she became the best line-writer in the world!!!!!!!
Já...verður algjör blockbuster!!!!!!! kossar og knúsar....
Mætirðu ekki bara með úðabrúsa næst?
Ég er måske gott efni í svona "vonda-kall" í súperhetjusögu.
Í æsku var ég flæmd úr teiknikennslu og nú "múnlæta" ég sem Úðabrúsaóþekktaormurinn!
Skrifa ummæli
<< Home