02 maí, 2006

"Leiðinlegt" Karaoke

Karaoke – Það gerist varla japanskara en það!

Undanfarnar helgar höfum við nokkur á heimavistinni spreytt okkur á þessari þjóðaríþrótt Japana. Þó höfum við mestmegnis haldið okkur við lög á engilsaxnesku svo varla má segja að við höfum náð the full effect, en það verður að duga í bili.

Álit Japana á tónlistarsmekk vestrænna hlýtur að vera mjög lítið ef marka má úrval þeirra laga sem eru í boði fyrir ójapönskumælandi. Hingað til höfum við tekið slagara með böndum á borð við Ace of Base, meistara Shaggy og Kryddpíurnar.

Karaoke er innfæddum í blóð borin og ekkert er sjálfsagðara en að skreppa með vinnufélögunum á barinn eftir vinnu og taka nokkur 音楽 (ísl. lög) Karaoke er einnig vinsæl einstaklingsíþrótt og finna má í mörgum herbergjum karaokebara Japani sem einir síns liðs syngja af mikilli innlifun. Þeim líkar vel að syngja ballöður sem í mínum íslensku eyrum minna helst á stunur dauðvona dýrs.

Við vinirnir höfum helst fundið okkur í umdeilanlegum evrópskum og amerískum slögurum og haft þann grun að sterk jákvæð fylgni sé milli skemmtunar annars vegar og leiðinleika lags hins vegar. Síðastliðið laugardagskvöld létum við á þessa kenningu reyna og komumst að þeirri niðurstöðu að Hámarksskemmtun fæst með lélegu lagavali.

Tekið skal fram að þátttakendur þessarar tilraunar höfðu drukkið nokkra bolla af sake og þar af leiðandi líklega sett sér lægri kröfur um lagaval. Þar að auki getur bakgrunnur þátttakenda varla talist nógu breiður til þess að styðjast megi við niðurstöðurnar utan Norður-Evrópu.

Tilraunin var fest á filmu:

Greg og Fredrik hófu kvöldið með hugljúfum flutningi á saknaðar-ballöðunni...

...Hjarta mitt heldur ótrautt áfram







Ég og Glen stigum næst á svið með eitt það alversta lag sem ég þekki,

Ókleyft að berjast við tungls-ljósið


Orð fá ekki lýst þeim fögnuði sem braust út þegar Niels rappaði Shaggy-smellinn

Þ´var eggi ég með einhverjum þykkasta þýska hreim sem ég hef á ævi minni heyrt. Orðið Creepin´ var einum of fyndið!


Auðvitað beið ég ekki lengi með að hrifsa til mín míkró-fóninn að nýju.

Í þetta sinnið sungum við Thor
Lofts-smiðs-ballöðuna Ég vil ekki missa af neinu

Það leið ekki langur tími þar til topplagið á "alverstu lög sem til eru" - listanum mínum var sungið í kór. Og Thomas sýndi danstakta sem aðeins æstustu aðdáendum Þorpsfólksins eru tamdir:






Þetta lag tók Skotinn Greg að minni beiðn (ekki að mér þyki það leiðinlegt eða neitt svoleiðis, þótti það bara viðeigandi) Berglind - ðiss is 4 jú!!


Í genginu eru Norð-menn, Svíar, Finnar og Íslend-ingar.






Norræna stemmningin var því fullkomnuð með flutningi danska smellsins um Barbístelpuna


Ef eitthvað lag felur í sér meiri rómanz en þetta lag með hjarta-knúsaranum Læonell Rittsí og diskódrottningunni Díönu Ross - plís látið mig vita

Einn meðlimur fjörklúbbsins þetta kvöldið var japönsk stúlka. Köllum hana Keiko. Henni hrútleiddist öll þessi vestrænu lög og ákvað að sýna okkur hvernig flytja skildi alvöru-karaokelag... japanskt lag, sem sagt...


Það byrjaði svaka rómanz... rauðvín og rós


...og svo vínyll...


...svo par í faðmlagi... mikill söknuður í gangi.








Okkur þótti frekar skrítið að heyra allt í einu ensku í miðju japönskuflóðinu - þó svo að við hefðum ekki gert okkur greinn fyrir því nema af því að við lásum það á skjánum. Keiko söng náttúrulega eitthvað á þá leið: Missí-rúú, eins og sönnum Japana sæmir

og svo...
...
...


... tók við þessi heljarins taktur og - viti menn, allir gleyma rósinni og söknuðinum og dansa eróbikkdans og syngja "vá-vá-vá"...


... og "já-já-já"...


... "Allir saman - líkamar - líkamar - líkamar"...


... og "Dansað allt AF nóttinni"...


... og svo eitthvað "fu-fu-fu" sem er mér ó-skiljanlegt... en fyrir þeim er það víst einhver "mistería" líka???


Mistery...


Mikil mistería!










Þýðing þessa lags er mér hulin ráðgáta - a covered mystery!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home