12 apríl, 2006

Tokyo Metro

Lestarkerfi Tókýóborgar reynist mér talsverð áskorun. Um daginn bað ég starfsmann þess um aðstoð við að komast leiðar minnar.
Hann rétti mér þetta kort með bros á vör og tilheyrandi hneigingu. Ég gat ekki annað gert en hneigt mig og gengið í burtu líkt og ég vissi í hvaða átt ég átti að fara.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

skemmtilegt kort - taktu alltaf bláu línuna - hún er falleg. Vona þú hafir það rosa gott þarna langt, langt í burtu, kv harpa

5:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ,
þú verður komin með meistarapróf í hneigingum þegar þú kemur heim. Bestu páskakveðjur héðan af klakanum.

8:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð að segja að ef þér tekst að rata með þessu korti ertu snilli! Ég allaveganna legg ekki í það að skilja hvað stafa táknin þarna úti þýða :) Can´t help you there dear.

7:35 f.h.  
Blogger KjartanB said...

Ég þakka auðsýndan heiður með nafngift bloggsins.

Vissulega komu fleiri lög upp í hugann, þá sérstaklega Woman From Tokyo (Deep Purple) og Tokyo Nights (Bee Gees). Hvorugt fangar hins vegar aðlögunina að japönsku samfélagi.

11:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís.
Hvernig er svo herbergið? Ég hélt þú myndir fá pínulítið herbergi með engu klósetti og engu eldhúsi. Svo ertu barasta með þetta fína tækni-wc. Engin smáöfund í gangi....Færðu þér ekki svo gestarúm fyrir alla sem ætla að heimsækja þig? Annars var ég bara að kíkja á þetta núna hjá þér, Benedikt búinn að vera veikur alla vikuna en er að jafna sig núna, þannig að ég gat ekkert kíkt á netið. Ákváðum að skella okkur í menninguna í Kópavogi yfir páskana. Veitir ekki af eftir endalausa innilokun á Háteignum. vona að þú hafi það gott í Tokyoinni. Benni biður að heilsa.

12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home