Nói alvarlegi
Á Íslandi þarf enginn að hafa áhyggjur af því að gleyma stórhátíðum eins og sautjánda júní, jólum - og páskum!
Hér í Tókýó gerðist það það hins vegar. Ég varði góðum hluta gærdagsins í hversdagslega hrútleiðinlega hluti eins og innkaup og þrif. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en um kvöldið að það var páskadagur.
Ég hafði geymt páskaeggið sem Karitas gaf mér í ísskápnum og hingað til náð að standast margar freistingarnar. En, nú var dagurinn liðinn og ég ekki einu sinni búin að opna það.
Ég vona að Jesúm fyrirgefi mér að hafa borða það á annan í páskum.
_____
Nú er annar í páskum nærri liðinn (á Tókýó tíma) og eftir af páskaegginu er fóturinn, páskaunginn og Nóa Siríus miðinn, sem nýttur hefur verið sem herbergisskreyting (já, maður lærir fljótt að ná fullkominni nýtingu úr hverjum hlut í þessari dýru borg).
Þegar efnisgreininni hér að ofan er lokið er fóturinn kominn í og ég sit hér, södd og sæl, og íhuga uppruna páskaeggjanna, súkkulaðisins og Nóa Siríuss. Hver var þessi Nói Siríus??
Ég býst ekki við öðru en að Nói hafi verið mjög siríus þegar hann var að dunda við dugguna sína fyrr um árið, enda gegndi hún gríðarlega mikilvægu hlutverki. En varla getur nafn fyrirtækisins eitthvað komið hugarástandi smiðsins snjalla við?
En jæja, nú þarf ég að snúa mér að siríus hlutum eins og japönskunáminu. Málshátturinn í egginu mínu las Blindur er bóklaus maður og finnst mér það vel við eigandi og ætla því að sökkva mér í bækurnar.
Gleðilega páska öll saman, nær og fjær :D
Hér í Tókýó gerðist það það hins vegar. Ég varði góðum hluta gærdagsins í hversdagslega hrútleiðinlega hluti eins og innkaup og þrif. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en um kvöldið að það var páskadagur.
Ég hafði geymt páskaeggið sem Karitas gaf mér í ísskápnum og hingað til náð að standast margar freistingarnar. En, nú var dagurinn liðinn og ég ekki einu sinni búin að opna það.
Ég vona að Jesúm fyrirgefi mér að hafa borða það á annan í páskum.
_____
Nú er annar í páskum nærri liðinn (á Tókýó tíma) og eftir af páskaegginu er fóturinn, páskaunginn og Nóa Siríus miðinn, sem nýttur hefur verið sem herbergisskreyting (já, maður lærir fljótt að ná fullkominni nýtingu úr hverjum hlut í þessari dýru borg).
Þegar efnisgreininni hér að ofan er lokið er fóturinn kominn í og ég sit hér, södd og sæl, og íhuga uppruna páskaeggjanna, súkkulaðisins og Nóa Siríuss. Hver var þessi Nói Siríus??
Ég býst ekki við öðru en að Nói hafi verið mjög siríus þegar hann var að dunda við dugguna sína fyrr um árið, enda gegndi hún gríðarlega mikilvægu hlutverki. En varla getur nafn fyrirtækisins eitthvað komið hugarástandi smiðsins snjalla við?
En jæja, nú þarf ég að snúa mér að siríus hlutum eins og japönskunáminu. Málshátturinn í egginu mínu las Blindur er bóklaus maður og finnst mér það vel við eigandi og ætla því að sökkva mér í bækurnar.
Gleðilega páska öll saman, nær og fjær :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home