Verðandi japönsk
Bloggið hefur nú gengist undir nafnbreytingu og vil ég þakka Kjartani klára fyrir þessa sniðugu ábendingu. Turning Japanese er einmitt það sem ég hef hugsað mér að gera á næstunni.
Ég geri mér grein fyrir að það muni taka mig töluverðan tíma að verða japönsk. Það minnir einna helst á fágunarskóla að vera hér því alltaf er maður minntur á að haga sér og sýna kurteisi.
Mér þykir hálfpínlegt að fara í búðina. Búðafólkið hneigir sig og býður mig velkomna þegar ég stíg inn í búðina. Svo hneigir það sig aftur og þakkar fyrir að ég skuli velja kassann sinn þegar ég fer til að borga. Svo réttir það mér bakka til að setja peninginn í og hneigir sig auðvitað aftur. Síðan set ég peninginn í bakkann og þá fylgir enn ein hneigingin. Að lokum rétta þau mér afganginn og pokann og hneigja sig vel og lengi til þess að ég fari auðvitað ekki sármóðguð út eftir viðskiptin.
Ég finn mig náttúrulega knúna til að leika japönunum eftir kurteisina og hugsa að ég sé búin að hneigja mig meira á þessum nokkrum dögum en ég hef gert alla ævi.
Það gengur þó ekki alltaf jafnvel og ég hefði haldið. Maður verður að vita hvar kurteisislínan er og passa sig að fara ekki yfir hana. Ég gerði reginmistök á gangi úti á götu í gær. Ég var upptekin við mas og vissi ekki fyrr en ég hafði rekið öxlina allharkalega í annan vegfaranda. Ég sneri mér við og sagði "sumimasen" (afsakið) og gerði þau mistök að snerta þá öxl grunlauss japansks drengsins sem mig grunaði ekki annað en að væri illa haldin sökum harka árekstursins.
Ég hélt að andlitið ætlaði að detta af greyið drengnum. Hann var svo hissa á því að einhver ókunnug stelpa hefði snert á honum öxlina!!! Það var mikið hlegið að mér og ég sömuleiðis að fávisku minni... að hugsa sér að snerta einhvern!?!
Hér læt ég fylgja mynd af mér með hinum brasilíska Mario og hinni spænsku Bea við hlið bústaðar keisarans sem kallast á góðri ekki-japönsku Imperial Palace.
Ég geri mér grein fyrir að það muni taka mig töluverðan tíma að verða japönsk. Það minnir einna helst á fágunarskóla að vera hér því alltaf er maður minntur á að haga sér og sýna kurteisi.
Mér þykir hálfpínlegt að fara í búðina. Búðafólkið hneigir sig og býður mig velkomna þegar ég stíg inn í búðina. Svo hneigir það sig aftur og þakkar fyrir að ég skuli velja kassann sinn þegar ég fer til að borga. Svo réttir það mér bakka til að setja peninginn í og hneigir sig auðvitað aftur. Síðan set ég peninginn í bakkann og þá fylgir enn ein hneigingin. Að lokum rétta þau mér afganginn og pokann og hneigja sig vel og lengi til þess að ég fari auðvitað ekki sármóðguð út eftir viðskiptin.
Ég finn mig náttúrulega knúna til að leika japönunum eftir kurteisina og hugsa að ég sé búin að hneigja mig meira á þessum nokkrum dögum en ég hef gert alla ævi.
Það gengur þó ekki alltaf jafnvel og ég hefði haldið. Maður verður að vita hvar kurteisislínan er og passa sig að fara ekki yfir hana. Ég gerði reginmistök á gangi úti á götu í gær. Ég var upptekin við mas og vissi ekki fyrr en ég hafði rekið öxlina allharkalega í annan vegfaranda. Ég sneri mér við og sagði "sumimasen" (afsakið) og gerði þau mistök að snerta þá öxl grunlauss japansks drengsins sem mig grunaði ekki annað en að væri illa haldin sökum harka árekstursins.
Ég hélt að andlitið ætlaði að detta af greyið drengnum. Hann var svo hissa á því að einhver ókunnug stelpa hefði snert á honum öxlina!!! Það var mikið hlegið að mér og ég sömuleiðis að fávisku minni... að hugsa sér að snerta einhvern!?!
Hér læt ég fylgja mynd af mér með hinum brasilíska Mario og hinni spænsku Bea við hlið bústaðar keisarans sem kallast á góðri ekki-japönsku Imperial Palace.
1 Comments:
hehe...þessar hneigingar eru algjör snilld. Það verður að taka þetta sem falda myndavél á Íslandi. Sjá viðbrögð fólks.
Nú býrðu í skókassa? Ég hef nú töluverða reynslu í þeim bransa...ekki hika við að spyrja.. svo ég geti loksins séð tilganginn með því og ausið úr mínum viskubrunni;)
Skrifa ummæli
<< Home