12 júní, 2006

Kræktur í tilfinningu

Það vita það eflaust flestir að David Hasselhof - eða Davíð Höstlhof, eins og ég kýs að kalla hinn mikla karlmann - var eitt sinn söngstjarna.



Höstlhofið átti þónokkra smelli og var hvað vinsælastur í Þýskalandi með lagið Hooked On A Feeling. Kíkið á glæsilegt myndbandið og takið þátt í kosningunni hér til hliðar.

Njótið :)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe....hvað var þessi geimvera að gera þarna þegar hann var á mótorhjólinu???Jóna systir heldur því fram að þetta sé djók..."annars sé hann geðveikur!!!";) en hann er sko töfffff.....

3:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fannst hann sko langflottastur þegar hann flaug um himinblámann.... Ég efa það stórlega að þetta sé djók enda ætlar hann sér að komast á topplistanní Bretlandi og Bandaríkjunum. Kv. Hildur Páls

12:55 f.h.  
Blogger Rikey Huld said...

Þessi maður er náttla flottur í hverju sem hann er í, ekki spurning að þarna fer besti söngvari okkar tíma:)

11:23 e.h.  
Blogger sylvia said...

Hann er lang flottastur í fluginu. Flugtakið er svo trúverðugt, minnir mann óneitanlega á súperman.

Hvílíkur kynþokki!

1:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst hann flottastur sem uglukallinn - það var svo mystískt...

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá, þetta er alveg brjálað! það er ekkert skrítið að hann skuli vera stjarna í þýskalandi.

7:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home