08 desember, 2006

Vala Svala

Hún var uppáhalds pólitíkusinn minn fyrir.
Og - hún er það heldur betur enn.

Ég hitti Valgerði, eða Völu Svölu eins og ég kýs að kalla hana núna, í gala-boði í Ginza í kvöld. Þar var haldið upp á 50 ára afmæli Japans-Íslands "ríleisjóns". Vala mætti prúðbúin og hélt góða ræðu. Hún var nú meira segja hnyttin og fékk Japanina til þess að hlægja, sem er ekki neitt auðvelt, því íslenskur húmor þýðist illa yfir á japönsku. En Vala Svala er algjör pró!


Við Elín kenndum Völu hina einu sönnu japönsku pósu. Hún rúllaði því náttúrulega upp. Frábær dama! Frábært kvöld :D

Er annars að rembast við að pakka. Ekki auðvelt að koma öllum jólagjöfunum fyrir... Held ég verði að sleppa fötunum mínum. Svo, ef einhver vildi vera svo vænn að lána mér föt yfir hátíðirnar...? Ég legg af stað út á flugvöll eftir fjóra tíma... get ekki beðið!!!

Sjáumst íslensku jólabörn :D

4 Comments:

Blogger Fjola said...

Hlakka voða mikið til að sjá þig aftur eftir þennan langa tíma :).

5:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Spennustigið er við suðupunkt hér á Fálkagötunni, tertan í ofninum, jólaskreyting í gangi og um íbúðina hljóma og óma Nielsen jól.

Nú ert þú í háloftunum, kanski sérðu þú þetta í London. Góða skemmtun á Heathrow og í fluginu heim. Hlakka mikið til að sjá þig

jólaknúsar

9:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jeij jeij....gaman gaman....hlakka svo til að hitta þig á ný? Kippist gamli síminn í gagnið??
Þú ert alltaf velkomin á klausturstíginn í jónafans :)
Kveðja
Guðný Birna

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm...Vala svala er löngu komin heim..og þú líka!!!!;)

1:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home