06 desember, 2006

NíuNúllTveirEinnNúll

Að versla jólagjafir í Tókýó er eins og að... stela sleikjó af barni.

Verslanir eru opnar langt fram eftir kvöldi og hvergi er úrvalið meira. Maður fær alls kyns skemmtilegar hugmyndir að gjöfum.

- Eins og þessa hér:

Hver vill fá Brendu, Donnu eða Kelly í jólagjöf???
Fyrstur pantar - fyrstur fær!

Djí dúddamí, ætli þessar hafi ekki farið af markaði fyrir... einum tíu árum? En - aldeilis ekki hér!!!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æ vont ðe bitsj! plís ég panta Brendu! Gætum nú aldeilis leikið okkur með þessar, þú getur fengið þér Kelly og við leikum okkur í sápuleik öll jólin! :)

2:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Harpa vill fá Steve!!! hellst í hlýrabol!!!!

5:01 f.h.  
Blogger Viktoría said...

ójj er valerie ekki?? ég hefði viljað hana....

6:50 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Hvað hét aftur nördastelpan? Andrea, ekki satt?

Það væri máske mest passandi fyrir mig? Verð að tékka betur á því.

HlýrabolaSteve er náttúrulega uppseldur! Langvinsælastur, enda hottness on víííls. Sorrý Harpa :(

2:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei ég hefði sko alveg viljað Brendu hún var my all time favorite! Bevó er sko ekki það sama án hennar... er búin að reyna að þrauka að horfa á síðustu séríurnar hérna heima án Brendu en það er ekki að ganga.... úúúúhú. En ef Brenda er farin ætli ég verði ekki bara að sætta við við Donnu hefur alltaf fundist hún Kelly svo hrillilega leiðinleg. En hvað með David, Dylan og Brandon getur maður ekki fengið eina svonleiðis?
kv. HH

5:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

GAsalega flottar dúkkur. ÉG vil fá Luke enda var hann eðaltöffari.
Ji,svo eru bara 2 dagar í þig,kannski flogin af stað??!!

2:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home