05 október, 2005

Cirque du Solel – Schmolel!!!


For, i vikunni sem leid, ad sja besta sirkus i heimi: Circus Appollo. Vid utlendingarnir hofdum heyrt ad tarna vaeri um sannkallad meistarastykki ad raeda og gatum vid alls ekki misst af tvi.

Herlegheitin hofust tannig ad 10 menn i rondottum spido-naerbuxum utan yfir hvitum bomullarsokkabuxum hlupu um svidid og toku handahlaup sem aldrei fyrr. Sidan klifrudu teir upp i net og toku nokkrar agaetar sveiflur i trapisum.

Naest tok vid skrudganga um svidid, 1 fill, 3 hestar, 2 kameldyr, 6 hundar og fjoldi stulkna med pafagauka. Fillinn var med riiiisastort tjald yfir skrokknum med auglysingu fyrir jakkafot – audvitad!

Tad tekur tvi nu ekki ad nefna allt sem for fram tetta storkostlega kvold i sirkusnum, en eg vil endilega nefna nokkur uppahaldsatridi:

20 stulkur i sokkabuxum sem gengu hring eftir hring med marglita fana um svidid. Eg aetla ekki einu sinni ad reyna ad lysa tvi fyrir ykkur hversu mikla lukku tetta atridi vakti hja mer. Olysanlegt! Storkostlegt! Enginn aetti ad reyna ad hafa tetta eftir teim.

Hundatemjari sem let tvo hunda leika “roll-over, roll-over, roll-over” um svidid i fimm minutur. Tessar kunstir voru augljoslega storhaettulegar en hundarnir voru hvergi bangnir!

Madur med vatnsglas sem hann festi innan i hulahring og fleygdi i loft upp. Hann gerdi 3 tilraunir til tess ad gripa hulahringinn aftur med glasid i heilu lagi og mistokst jafnoft. Ad lokum gafst hann upp! Hann fekk magnad klapp fra okkur utlendingunum.

Eitt atridi vakti mikinn hrylling hja mer. Jakkafataauglysingafillinn kom a svidid med litla stulku a rananum. Hun dansadi um a bakinu a honum og hann stod upp a kolli og virtist, i hverju skrefi, vid tad ad misstiga sig. Ad lokum lagdist stulkan a svidid og fillinn ofan a hana. Tad var frekar ogedslegt.Tad heyrdist ekki mukk i ahorfendapollunum. Eg bjost engan vegin vid tvi ad fa stulkuna undan filnum lifandi, en tad gerdi hun to ad lokum.

Sirkusinn entist i rett ruma 3 klukkutima og a medan a ollum latunum stod, voru heilu halarofurnar af folki ad selja snakk, popp, djus, gos, vatn, is, sukkuladi, brjostsykur… tad voru orugglega fleiri ad vinna vid soluna en a sjalfu svidinu! Tad var ekki barn i tjaldinu sem ekki for heim i sykursjokki – eg tar med talin :/

Ef eitthvad a skilid meira hros en anand Circus Appollo, ta er tad skipulagning svidsins og ahorfendapallanna. Tad var hvergi gert rad fyrir ad folk tyrfti gangvegi, svo tad gekk bara tvert yfir svidid tegar tad skrapp a klosettid, eda ef tad kom seint. Bravo Circus Appollo, Bravo!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skora á þig að leggja kennsluna á hilluna og ganga til liðs við Circus Appollo. Þér er nú ýmislegt til lista lagt...
Ausa Pausa

2:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér lýst stórvel á þessa hugmynd – tími til kominn að þú farir að slá í gegn þarna í Indlandinu - varla hægt að hugsa sér betri vettvang til þess en Circus Apollo - þú ferð örugglega létt með það að dansa á einhverjum fílsrana, iss piss

8:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís. Flott að heyra að þú sért í frábærum fílíng þarna úti. Mér datt ekki einu sinni í hug að þú kæmist svona oft í tölvu, var ekkert að hafa fyrir því að kíkja hingað inn fyrr. Greinilegt að þessir Indverjar eru ekki eins aftarlega á merinni og ég hélt. Hér er allt í lukkunnar velstandi. Emma litla kis heldur áfram að hrella okkur með bitum og klórum, held að hana vanti the agameistro Guðný til að aðstoða sig við þetta vandamál. Benedikt er ægilega ánægður í leikskólanum sínum og syngur hástöfum allan daginn. Sem sagt allt rólegt hér. Ertu með eitthvað heimilisfang þarna úti?? Maður verður nú að geta sent þér flott jólakort svo þú fáir smá jólafílíng til þín. Kv. Hildur P

6:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta
BRAVO, Circus Appollo, BRAVO
Maður þarf ekkert meira í sirkus en nóg af nammi og hunda að velta sér!!!

8:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er sammála síðustu ræðumönnum..hvernig væri ef þú gengir til liðs við sirkusinn...hefur alltaf tekið þig vel út í sokkabuxum og sundbol!!!!kv.Berglind Sv

5:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home