03 júlí, 2006

Bekkjarmynd

Í Tokyo Tech er þeim skemmtilega sið viðhaldið að taka bekkjamyndir.
Ekki man ég eftir slíkri myndatöku síðan í grunnskóla.


Bekkurinn minn er kenndur við Mizuno prófessor sem situr gráhærður í miðið. Honum á hægri hönd situr aðstoðarprófessorinn Nakatta. Prakkararnir gera mikið grín að Nakatta. Hann þykir víst ofsalega alvörugefinn og ekki mikið fyrir grín og gaman.

Við erum tvær stelpur í bekknum og Liku situr fyrir framan mig. Við hliðina á henni er Uchi. Hann er víst fyrirsæta í frístundum sínum og mikill gæi.

Báðum megin við mig eru Ken og Kitahara sem eru ofsalega yndælir. Í vinstra horninu situr Junji, en í skólastofunni situr hann við hliðina á mér.

Þar með eru taldir upp þeir bekkjafélagar, hverra nafn ég kann. Það tekur þónokkurn tíma að læra þessi flóknu nöfn. Á myndinni má einnig sjá töffara bekksins (í hlýrabol), ritara prófessor Mizunos, klárasta nemandann (v/ hliðina á henni) og svo tvær krúttibollu sem brenna ætíð góðar spurningar á vörum, eins og "Hver þykir þér myndarlegastur í bekknum?"

Já, við erum skemmtileg klíka :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flottur bekkur Guðný. Tók mig heila eilífð að finna þig á myndinni ;)....... Og ekki klikkar peace merkið!

8:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En í alvöru Guðný...hver er SÆTASTUR í bekknum..ha....og ertu hrifin af honum...og helduru að hann sé hrifinn af þér...og og og og ....!!!!!

4:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home