Mömmustrákar
Bekkjarbræður mínir í japönskunámskeiðinu eru stórskemmtilegir: Hamid san og Said san frá Íran, Malik san og Shami san frá Pakistan, Danan san og Rajit san frá Indónesíu, Udompoh san frá Tælandi og svo Mukesh san fyrir hönd indverskra karlmanna.
Flestir yfirgáfu þessir drengir mæður sínar í fyrsta skiptið þegar þeir komu hingað til Tókýó. Því er það ekki tungumálið sem vefst hvað mest fyrir þeim, heldur heimilisverkin.
Fyrir um mánuði síðan mætti Shami san í skólann me ð miklar sáraumbúðir á fingri. Hann hafði verið að flysja kartöflur og skorið sig það illa að það þurfti að sauma fastan bút framan af einum fingrinum.
Eftir að hafa kvartað í margar vikur undan bragðlausum japönskum mat sá Danan san aumur á landa sínum Rajit san og bauð honum í kvöldmat á herberginu sínu. Danan san hafði nýlega keypt pönnu í “100 yena búðinni” og lofaði Rajit san ljúffengri indónesískri máltíð. Næsta dag vorum við spennt að vita hvernig til hafði tekist, en Rajit san var allt annað en sæll þegar hann lýsti atburðum kvöldsins.
Í stað steikingarolíu hafði Danan san óvart keypt japanskt matar-sake. Pönnusteikingin gekk því vægast sagt brösulega. Kjetið varð sótsvart og sósan brann við nýju fínu pönnuna, sem að lokum endaði í ruslinu. Greyið Rajit san fékk enga indónesíska máltíð þetta kvöldið.
Á mánudag mætti Hamid san tveimur klukkutímum of seint í skólann með risaumbúðir á fingri. Já, Hamid san var að útbúa morgunmatinn og skar djúpan skurð í fingurinn. Þetta var gífurlegt áfall fyrir Hamid san sem skipaði nágranna sínum að hringja á sjúkrabíl, sem svo kom og flutti hann í hasti á næsta sjúkrahús. Hann sagði okkur svo söguna af nærri-dauða-en-lífi-traumanu sínu líkt og hann væri að koma beint af stríðsvellinum.
Hvern hafði órað fyrir því að einföld húsverk gætu verið jafnstórhættuleg!?!
Það tekur því vart að nefna allar skyrturnar og sokkana sem verða bleikari með hverri vikunni sem líður eða þegar Malik san skildi ekki hvers vegna þvottavélin skilaði alltaf þvottinum hans þurrum – þar til hann uppgötvaði að hann var að nota þurrkara.
Ég hef hingað til takmarkað eldabuskutaktana við það að hella morgunkorni í skál og úbúa kaffi á herberginu mínu og ég held barasta að ég haldi mig við það. Ekki vil ég lenda í slíkum hrakförum.
Ekki eru þó strákarnir allir jafnhugrakkir. Fyrir um mánuði gafst Said san upp og hélt heim til Teheran í faðm móður sinnar.
Karlmannlegri finnast þeir varla!
Flestir yfirgáfu þessir drengir mæður sínar í fyrsta skiptið þegar þeir komu hingað til Tókýó. Því er það ekki tungumálið sem vefst hvað mest fyrir þeim, heldur heimilisverkin.
Fyrir um mánuði síðan mætti Shami san í skólann me ð miklar sáraumbúðir á fingri. Hann hafði verið að flysja kartöflur og skorið sig það illa að það þurfti að sauma fastan bút framan af einum fingrinum.
Eftir að hafa kvartað í margar vikur undan bragðlausum japönskum mat sá Danan san aumur á landa sínum Rajit san og bauð honum í kvöldmat á herberginu sínu. Danan san hafði nýlega keypt pönnu í “100 yena búðinni” og lofaði Rajit san ljúffengri indónesískri máltíð. Næsta dag vorum við spennt að vita hvernig til hafði tekist, en Rajit san var allt annað en sæll þegar hann lýsti atburðum kvöldsins.
Í stað steikingarolíu hafði Danan san óvart keypt japanskt matar-sake. Pönnusteikingin gekk því vægast sagt brösulega. Kjetið varð sótsvart og sósan brann við nýju fínu pönnuna, sem að lokum endaði í ruslinu. Greyið Rajit san fékk enga indónesíska máltíð þetta kvöldið.
Á mánudag mætti Hamid san tveimur klukkutímum of seint í skólann með risaumbúðir á fingri. Já, Hamid san var að útbúa morgunmatinn og skar djúpan skurð í fingurinn. Þetta var gífurlegt áfall fyrir Hamid san sem skipaði nágranna sínum að hringja á sjúkrabíl, sem svo kom og flutti hann í hasti á næsta sjúkrahús. Hann sagði okkur svo söguna af nærri-dauða-en-lífi-traumanu sínu líkt og hann væri að koma beint af stríðsvellinum.
Hvern hafði órað fyrir því að einföld húsverk gætu verið jafnstórhættuleg!?!
Það tekur því vart að nefna allar skyrturnar og sokkana sem verða bleikari með hverri vikunni sem líður eða þegar Malik san skildi ekki hvers vegna þvottavélin skilaði alltaf þvottinum hans þurrum – þar til hann uppgötvaði að hann var að nota þurrkara.
Ég hef hingað til takmarkað eldabuskutaktana við það að hella morgunkorni í skál og úbúa kaffi á herberginu mínu og ég held barasta að ég haldi mig við það. Ekki vil ég lenda í slíkum hrakförum.
Ekki eru þó strákarnir allir jafnhugrakkir. Fyrir um mánuði gafst Said san upp og hélt heim til Teheran í faðm móður sinnar.
Karlmannlegri finnast þeir varla!
10 Comments:
Já Guðný heimilisverkin geta verið stórhættuleg.... en ég hef samt ekki enn náð að slasa mig það alvarlega að lenda á spítala!
hehehe... þetta eru nú karlmenn að þínu skapi Guðný, ekki satt???
ahahahahaha!!!! nú hef ég ennþá betri afsökun fyrir að vera léleg í eldhúsinu- hef ekki stundað mikla áhættuhegðun og það geta nú allir séð að eldhúsverkin henta adrenalín fíklum best!!! Held mig bara við poppið og örbyljuofninn!!!!;)
Guðný er búin að vera að horfa á Guidó uppá síðkastið og ég held að ég verði að fara játa mig sigraða.... þessir þættir eru að drepa mig! En verð að gefa mér + í kladdann fyrir að hafa horft á þetta þó í öll þessi ár.
Nýjasta slúðrið í þáttunum á skjá einum er það að liðið í Bevó Hills og Melrose er allt að koma aftur í öðrum þáttum en tveimur ofangreindum.... já þeir eru bara næstum því í öllum þáttum á skjá einum núna.
Vildi bara upplýsa þig um þetta en ég kveð í bili. Kv. HH
Spæling að vera ekki á landinu til að geta notið alls þessa :(
Tell me about it ;)
Misstir af setningu ársins í gær þegar að Brandon sagði við Emily þegar hún vildi sofa hjá honum og hann vildi ekki sofa hjá henni þá sagði hann " I have to be in love to make love" ég sver það þetta er bara ein besta setning sem ég hef heyrt lengi fyrir utan " nobody puts baby in the corner"...... Jibbi cola hvað þetta er skemmtilegt.
Hahhaahahahahahah!
Þetta var náttúrulega rosalega mikill "kennum-eina-lexíu-í-hverri-viku" þáttur :D
já...meira að segja "melrose place" byrjaði á að vera svona "lexíu" þáttur. Sá þátt þar sem var verið að fjalla um Aids - stór leikur hjá Jo og Jack þegar þau takast á við það að vera kannski með Aids..en í lokin er allt í lagi og boðskapurinn var...stundið öruggt kynlíf..!!!! Halelúja!!!
Ef við hefðum ekki alla þessa þætti til að kenna okkur á lífið hvar værum við ;)
segðu...segðu!!!!! Gvuði sé lof fyrir Aaron Spelling!!!!!
Skrifa ummæli
<< Home