06 nóvember, 2006

Blómavasi í óskilum

Greyið Kiguchi á heimavistinni minni :(

Hann er búinn að týna blómavasanum sínum. Eða jafnvel verra - kannski er búið að STELA blómavasanum hans???

Jiminn, ég vona að enginn sé svo óforskammaður að gera slíkt.

Þetta fær greinilega mikið á hann Kiguchi, hann er sko trobbúld verrí mötsj. Svo endilega hafið augun hjá ykkur.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ahahahahahaha....leiðinlegt að hann sé "troubled very much"....

3:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi greyið drengurinn. Vona heitt og innilega að fallegi vasinn hans finnist.

Annars með flottu japönskuna mína, þá er ekkert mál að googla orðunum. Komu öll upp þannig. Hef orðið tröllatrú á googlinu.... Kv. HP

4:04 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Það voru semsagt brögð í tafli Perla mín!!!
Tjah... þó mér þætti nú viðeigandi að afturkalla sigur þinn þá hef ég ekki við reglur að styðjast því þær voru jú ekki settar fyrirfram.

Til hamingju enn og aftur ljúfan!!!

1:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh djö hvað ég er vitlaus ég fattaði ekki að googla neitt. Minn ekki svo tæknivæddur ;)

kv. HH

1:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gúggl spúggl..ég ´fór bara eftir því sem mentor minn í japönsku sagði..öll u út og l í staðin fyrir r....;)en vonandi hefur þér gengið vel í fyrirlestrinum-og sparkað i rassa:)

2:16 f.h.  
Blogger sylvia said...

Mig grunar að hann hafi verið að rækta sinn eigin heim í vasanum svona einsog Lisa Simpson.

Var vasinn tómur? það kemur ekki fram... þetta gæti verið vísindalegt undur sem er týnt!!!

ég bíð spennt eftir fréttum af týnda vasanum.

8:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst svo gaman að tala í gátum :) er hins vegar hissa og bara frekar spæld að þú skulir ekki kveikja strax á mér... Gef þér vísbendingu, 1994,Þýskaland, Peiner Land - Provinz mit Flair ;)
Hilz Jóhanna

4:18 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Ég hef kveikt! Ég hef kveikt!

Gaman að "sjá" þig Jóhanna :D

Get ég hrellt þig með vísum á einhverri síðu??

Also ja - Ich vermisse die Fahrradsreise mit Frau Elisabet Magnuss.

Knús, knús :)

11:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mátt endilega fara að setja inn nýjar myndir, skvís, ef þú hefur tíma. Kv. HP

10:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja also schöne Frau Magnusdottir. Wie kann mann vergessen??
Engin síða, bara ég...
Knús knús :)

12:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home