Kannsk´er ástin...
Það var engin lygi: Ég var fengin til þess að koma fram fyrir hönd Íslendinga á alþjóðlegri ráðstefnu um ást og hjónabönd í Tókýó.
Vopnuð þeim upplýsingum sem áætur vefur Hagstofu Íslands veitir, mætti ég í ráðstefnusalinn þar sem við mér blöstu skærbleik ljós og hjartalaga skreytingar.
Tvær dragtarklæddar dömur leiddu mig upp á sviðið þar sem mér hafði verið merktur staður á löngu borði. Þær buðu mér að setjast og festu svo á mig einhvers konar eyrnabúnað. Síðan bentu þær upp í glerbúr á efri hæð salarins þar sem sátu tvær dömur, tilbúnar að þýða ensku útlenskra fyrirlesara og japönsku þeirra innlendu.
Formlegheitin voru, vægast sagt, sjokkerandi og það rann snögglega upp fyrir mér að þetta var ekki smámál, eins og ég hafði haldið. Hér átti ég virkilega að sitja uppi á sviði fyrir framan fullan sal af fólki og halda fram meiningu ástar og hjónabanda á Íslandi.
Ég sat í panel ásamt fimm öðrum, Suður-Kóreubúa, Tékka, Rússa, Írana og Kínverja.
Á öðru borði sat japanskur listamaður sem kynnti verk sín sem öll miðuðu að því að mynda tengsl milli fólks í mismunandi löndum. Hann hafði sett upp sýningar víðs vegar í Evrópu og Asíu og sýndi fram á að munur væri á því, milli fólks í löndum þessara heimsálfa, hvernig þau túlka ást.
Á enn öðru borðinu sat japanskur líffræðingur sem hafði varið mörgum mánuðum í að rannsaka mökun górilla og apa í frumskógum Afríku. Þessum fyrirlestri fylgdu alls kyns rit og myndir sem áttu að sýna fram á mismunandi mökunarferli apa A, B og C annars vegar og górilla A, B og C. Ég gat með engu móti gert greinarmun á neinu, enda litu allir aparnir slash górillurnar eins út fyrir mér. Það var þó mjög skemmtilegt að fylgjast með orðavali þessa lífffræðings því enskukunnátta hennar var af skornum skammti og hún notaði ýmis "skrautleg" orð til að lýsa öllum ósköpunum.
Minn fyrirlestur var svosum ekkert spennandi. Ég veitti miklum tíma í að útskýra móttækileika samfélags okkar Íslendinga gagnvart samkynhneigðum og ungum, sem og einstæðum foreldrum.
Japanirnir eru í íhaldssamari kantinum hvað varðar þessa hluti og vakti flest, ef ekki allt, mikla undrun. Ég fékk því aragrúa spurninga sem var mjög skemmtilegt að svara. Spurningar sem féllu af vörum Indverja voru þó í mestu uppáhaldi hjá mér, enda ansi sjóuð í rökræðum við þann flokk karlmanna.
Hann var dónalegur og dómharður og bar spurningar sínar þannig upp að þær voru í raun ekki spurningar heldur hans skoðanir... og hann hafði miklar og margar skoðanir! Já, það kom mér ekkert á óvart þar.
Ég svaraði að sama skapi og... ég vann!
Allt heppnaðist þetta nú vel og ég fékk geisladisk með öllum herlegheitunum. Svo, þið ykkar sem spennt eruð getið nálgast hann hjá mér um jólin.
Ég er búin að setja myndir af ráðstefnunni inn á myndasíðuna mína hér efst til hægri. Af einhverjum ástæðum neitar bloggið að hleypa þeim inn á sjálfan póstinn :(
Vopnuð þeim upplýsingum sem áætur vefur Hagstofu Íslands veitir, mætti ég í ráðstefnusalinn þar sem við mér blöstu skærbleik ljós og hjartalaga skreytingar.
Tvær dragtarklæddar dömur leiddu mig upp á sviðið þar sem mér hafði verið merktur staður á löngu borði. Þær buðu mér að setjast og festu svo á mig einhvers konar eyrnabúnað. Síðan bentu þær upp í glerbúr á efri hæð salarins þar sem sátu tvær dömur, tilbúnar að þýða ensku útlenskra fyrirlesara og japönsku þeirra innlendu.
Formlegheitin voru, vægast sagt, sjokkerandi og það rann snögglega upp fyrir mér að þetta var ekki smámál, eins og ég hafði haldið. Hér átti ég virkilega að sitja uppi á sviði fyrir framan fullan sal af fólki og halda fram meiningu ástar og hjónabanda á Íslandi.
Ég sat í panel ásamt fimm öðrum, Suður-Kóreubúa, Tékka, Rússa, Írana og Kínverja.
Á öðru borði sat japanskur listamaður sem kynnti verk sín sem öll miðuðu að því að mynda tengsl milli fólks í mismunandi löndum. Hann hafði sett upp sýningar víðs vegar í Evrópu og Asíu og sýndi fram á að munur væri á því, milli fólks í löndum þessara heimsálfa, hvernig þau túlka ást.
Á enn öðru borðinu sat japanskur líffræðingur sem hafði varið mörgum mánuðum í að rannsaka mökun górilla og apa í frumskógum Afríku. Þessum fyrirlestri fylgdu alls kyns rit og myndir sem áttu að sýna fram á mismunandi mökunarferli apa A, B og C annars vegar og górilla A, B og C. Ég gat með engu móti gert greinarmun á neinu, enda litu allir aparnir slash górillurnar eins út fyrir mér. Það var þó mjög skemmtilegt að fylgjast með orðavali þessa lífffræðings því enskukunnátta hennar var af skornum skammti og hún notaði ýmis "skrautleg" orð til að lýsa öllum ósköpunum.
Minn fyrirlestur var svosum ekkert spennandi. Ég veitti miklum tíma í að útskýra móttækileika samfélags okkar Íslendinga gagnvart samkynhneigðum og ungum, sem og einstæðum foreldrum.
Japanirnir eru í íhaldssamari kantinum hvað varðar þessa hluti og vakti flest, ef ekki allt, mikla undrun. Ég fékk því aragrúa spurninga sem var mjög skemmtilegt að svara. Spurningar sem féllu af vörum Indverja voru þó í mestu uppáhaldi hjá mér, enda ansi sjóuð í rökræðum við þann flokk karlmanna.
Hann var dónalegur og dómharður og bar spurningar sínar þannig upp að þær voru í raun ekki spurningar heldur hans skoðanir... og hann hafði miklar og margar skoðanir! Já, það kom mér ekkert á óvart þar.
Ég svaraði að sama skapi og... ég vann!
Allt heppnaðist þetta nú vel og ég fékk geisladisk með öllum herlegheitunum. Svo, þið ykkar sem spennt eruð getið nálgast hann hjá mér um jólin.
Ég er búin að setja myndir af ráðstefnunni inn á myndasíðuna mína hér efst til hægri. Af einhverjum ástæðum neitar bloggið að hleypa þeim inn á sjálfan póstinn :(
3 Comments:
Já, Guðný mín ég er sko til í að kíkja á þennan disk :) ... samt alveg viss um að þú hefur staðið þig með prýði.
höldum bara sýningu um jólin!!!! gott að þú sérð fræðslu útlendinga um Ísland!!!!
Jei...þá er komið skemmtiatriði í jólavélina!! En án gríns þá væri ég til í að sjá hvernig þú tættir Indverjann í þig ;)
Skrifa ummæli
<< Home