Sæt paradís.
Við Tuya, vinkona mín frá Mongólíu, skrópuðum í seinni japönskutímann okkar í dag og fórum þess í stað á veitingastað í Shibuya sem okkur hefur lengi dreymt um að fara á.
Sweet Paradise heitir sá staður og er einmitt það: Sæt paradís!
Brosmildir starfsmennirnir fagna komu manns með hinu hefðbundna gali IRASSHAIMASEI og leiða mann að maskínunni. Þar borgar maður u.þ.b. 900 íslenskar krónu og fær miða, rétt eins og á lestarstöðvunum. Síðan er manni sýnt hvað klukkan er og tilkynnt að nú hafi maður nákvæmlega 90 mínútur til að borða eins og maður getur.
En, þetta er ekkert venjulegt hlaðborð eða viking eins og þeir Japanir kalla það (hef ekki hugmynd hvers vegna þeir nota þetta orð) - þetta er sætt paradísarhlaðborð!!! Kökur, nammi, ís og súkkulaði - eins og maður getur í sig látið!!!
Pís off keik hugsuðum við Tuya í fyrstu og hlóðum gúmmelaðinu á diskana. Eftir fyrstu ferðirnar á viking- ið fór okkur að gruna að við gætum orðið saddar áður en tíminn rynni út.
Við gripum til þess ráðs að fá okkur te... því við vorum sann- færðar um að það myndi ýta undir meltinguna.
Að loknu dönnuðu te-sötrinu fórum við aðra ferð.
Svo aðra ferð.
Og enn aðra ferð.
Við höndluðum ísvélina eins og prós og bjuggum til glæsileg bananasplitt.
Súkkulaðigosbrunnurinn vakti augljóslega MIKLA lukku.
En - Þrátt fyrir mikinn metnað og vel hungraða maga varð það ljóst þegar fór að líða á síðari helming 90 mínútnanna að við myndum ekki hafa það.
Þegar rétt tæpur hálftími var eftir urðum við að gefast upp. Ógleðin sveif yfir okkur og sama hvað við reyndum að bíta litla bita, við gátum ekki komið meiru niður.
Í lokin voru bragðlaukarnir í svo miklu sjokki að við greindum ekki lengur muninn á kaffi og vatni!!! - Fyrir utan það að annað var heitt og hitt kalt.
Að 90 mínútunum liðnum gripum við um magann og drösluðumst út og á lestarstöðina.
Ég ligg nú afvelta hér uppi í rúmi og ætla mér ALDREI aftur að borða kökur, súkkulaði, ís né... neitt annað sætt!
Úffness!!!
Sweet Paradise heitir sá staður og er einmitt það: Sæt paradís!
Brosmildir starfsmennirnir fagna komu manns með hinu hefðbundna gali IRASSHAIMASEI og leiða mann að maskínunni. Þar borgar maður u.þ.b. 900 íslenskar krónu og fær miða, rétt eins og á lestarstöðvunum. Síðan er manni sýnt hvað klukkan er og tilkynnt að nú hafi maður nákvæmlega 90 mínútur til að borða eins og maður getur.
En, þetta er ekkert venjulegt hlaðborð eða viking eins og þeir Japanir kalla það (hef ekki hugmynd hvers vegna þeir nota þetta orð) - þetta er sætt paradísarhlaðborð!!! Kökur, nammi, ís og súkkulaði - eins og maður getur í sig látið!!!
Pís off keik hugsuðum við Tuya í fyrstu og hlóðum gúmmelaðinu á diskana. Eftir fyrstu ferðirnar á viking- ið fór okkur að gruna að við gætum orðið saddar áður en tíminn rynni út.
Við gripum til þess ráðs að fá okkur te... því við vorum sann- færðar um að það myndi ýta undir meltinguna.
Að loknu dönnuðu te-sötrinu fórum við aðra ferð.
Svo aðra ferð.
Og enn aðra ferð.
Við höndluðum ísvélina eins og prós og bjuggum til glæsileg bananasplitt.
Súkkulaðigosbrunnurinn vakti augljóslega MIKLA lukku.
En - Þrátt fyrir mikinn metnað og vel hungraða maga varð það ljóst þegar fór að líða á síðari helming 90 mínútnanna að við myndum ekki hafa það.
Þegar rétt tæpur hálftími var eftir urðum við að gefast upp. Ógleðin sveif yfir okkur og sama hvað við reyndum að bíta litla bita, við gátum ekki komið meiru niður.
Í lokin voru bragðlaukarnir í svo miklu sjokki að við greindum ekki lengur muninn á kaffi og vatni!!! - Fyrir utan það að annað var heitt og hitt kalt.
Að 90 mínútunum liðnum gripum við um magann og drösluðumst út og á lestarstöðina.
Ég ligg nú afvelta hér uppi í rúmi og ætla mér ALDREI aftur að borða kökur, súkkulaði, ís né... neitt annað sætt!
Úffness!!!
11 Comments:
Hehehe... örugglega besta leiðin til megrunar. Fylla sig af sykri og fá ógeð á honum. Spurning bara hvað það endist lengi!!!kv. HP
hahaha verði ykkur að góðu. Sjáumst hvort þetta loforð standist í desember saumavél :)
hehehe....við höfum fulla trú á því að ef þú hefjir stífar æfingar í kökuáti í svona mánuð..þá á þetta eftir að vera pís of keik...;) Auður byrjar allavegana að æfa sig nú þegar...þá verður hún til í tuskið þegar hún kemur í heimsókn.
Kveðjur frá Fálkagötunni:)
heheheheee þetta er algjör snilldar veitingastaður:)
Hei en við verðum að fara þangað þegar ég kem í heimsókn ég ELSKA svona sætinda staði og að geta borðað eins mikið og þú vilt er ekki verra!
Ég þyrfti að komast á svona stað, þá myndi ég kannski fá ógeð af sætindum. Allavega í smá tíma. Búin að komast að því að ég er eins og reykingarfólkið sem getur ekki hætt að reykja, ég bara get ekki hætt að borða nammi!!!
Kveðja,
Berglind sælgætissjúklingur
Hvernig væri nú að setja myndir af flotta herberginu? Langar svakalega til að sjá það....Kv. HP
Nammi namm..... hvar var þessi staður þegar ég var í Tokyo? Guð hvað ég þyrfti að komast á svona stað! Viðskiptahugmynd, ef ég gefst upp á lögfræðinni þá er þetta það sem ég ætla að gera, koma svona stað á laggirnar hér á fróni :)
Þú getur allaveganna búist við að Berlgind og ég komum og fáum okkur kökur hjá þér Ragnheiður ef þú kemur með svona stað hingar til landsins!! Legg til að þú hættir bara í lögfræðinni og byrjir á þessu...
kv. HH
Það er farið að snjóa!!!
Hehehe.. er samt viss um að þú sért farin að íhuga að draga síðustu setninguna tilbaka. Ikke??
Knús
Jóhanna
Skrifa ummæli
<< Home