22 september, 2006

príMADONNUtrans

Hey, herra plötusnúður!
Settu plötu á fóninn.
Ég vil dansa við elskuna mína!


Það er ógerlegt að fara á Madonnutónleika án þess að dansa ALLAN TÍMANN.

Við Tomoe mættum stundvíst (enda hún japönsk og ég "törning") klukkan sjö í Tokyo Dome höllina, sem var böðuð í bleikum og fjólubláum ljósum. Sitt hvoru megin við sviðið voru risastórir glimmerhestar (Gobbedígobb hoho er víst sportið hennar Madonnu um þessar mundir) og langur "catwalk" inn í áhorfendaskarann.

Þetta voru síðustu tónleikar príMADONNUNNAR á Confessions-túrnum og lét hún bíða eftir sér í rúman klukkutíma.

Við Tomoe að deyja úr spenningi! En - þó ekki jafnmiklum og öskrandi sæta-nágrannar okkar eða hýru drengirnir tveir fyrir framan okkur sem voru byrjaðir að syngja og dansa áður en ljósin voru kveikt.

Daman við hliðina á mér sýndi hins vegar mikla stilli enda, eins og við síðar komumst að, var ansi sjóuð í Madonnu-sjóum. Hún var jafngömul príMADONNUNNI, gift og þriggja barna móðir. Hún kom ein á tónleikana því engin vinkona hennar hlustar lengur á poppdrottninguna. En, vinkona okkar var búin að vera "fan" síðan í byrjun, kunni öll lögin og dillaði sér á japanska vísu með skýrum príMADONNUtöktum. Hún hafði séð tónleikana hennar hér í borg fyrir 20 árum.

Þegar söngkonan spengilega loksins birtist, út úr risastórri diskókúlu á sviðinu, stukku allir upp úr sætunum sínum með þvílíkum látum. Það sem eftir var kvölds stigu allir trylltan dans, böðuðu höndum í allar áttir, hoppuðu, klöppuðu og hrópuðu. Minning mín af þessum herlegheitum er í eins konar móðu og ég var í hálfgerðu transi... DansTransi allt kvöldið.

Madonnan var hápólitísk, bæði í söngi og dansi - sýndi klippur alls staðar að úr heiminum. Félagi hennar, Bush fékk að baða sig í spottlætinu mikinn hluta tímans. Hún var líka ófeimin við að "gefa fingurinn" út í loftið og að áhorfendum. Að sjálfsögðu var daman ágætlega "vúlgar" eins og henni einni er lagið.

Diskófílingurinn var í hávegum hafður mestallan tímann. Nýju lögin hennar eru fantagóð! Ég öskraði mig hása og þorði ekki á klósettið, hrædd við að missa af einhverju. Ég meira að segja felldi tár þegar hún söng "Live to Tell" við og á krossinum margumrædda.

Tífalt húrra fyrir MADONNU!!!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman, gaman!!!

vona að þið í krádinu hafið hitað upp með söng...
"like að vilgin" á japanska vísu.

6:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jiminn..vek athygli á því að hvergi annarstaðar en í Japan myndi maður ná svona góðum mynum...enginn haus að flækjast fyrir!!!!;)

1:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæra berglind japanskrútt.

Það er ósköp sætt að halda að Guðný hafi tekið myndirnar í öllum dans transinum. Ekki einu sinni hausarnir á hoppandi hýru sætanágrönnunum koma inn í rammann :)

Ekki það að ég sé að gera lítið úr samstarfi Guddu og KarÓlínu.... þar sér maður sannkallað meistarasamstarf

5:21 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Jiminn sviminn!
Húsmóðir hér, húsmóðir þar... ég þekki nú nokkrar húsmæður og flestar búa þær í Vesturbænum. Ég er því alveg pússluð með þessa fyrri... eða er hún hin sama og hin seinni... Konnfjúsed!
En jú, hún karÓlína fékk ekki að fylgja mér í þetta skiptið. Ákvað að veita príMADONNUnni alla mína athygli þetta kveld.

Og til fyrri húsmóðurinnar: Ef Japanir ætluðu að syngja "Eins og hrein mey" myndur þeir syngja "Rike a virgin"... sumir með "L/R"-paranojuna gætu þó gengið svo langt að syngja "Rike a viljin". Guðdómlega sæt krútt þetta fólk :D

Knús til allra, berklasmiðaðra sem og berklafrírra.

12:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara ein alvöru húsmóðir í vesturbænum þessa dagana... !!!!!barið í potta af reiði!!!!

Ætli hún verði þó ekki barin með pottum í fiskbúðinni eftir helgina af öllum hinum myndar húsmæðrunum fyrir slíkar yfirlýsingar. Nú eða drekkt í vesturbæjarlauginni...

Gonna give you arr my rove boy.... rike a VILGIN Guðdómlegt, algjör krútt :D

4:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já...þetta sýnir bara mína óbilandi trú á henni Guðnýju ljósmyndara....!!! ;) hehehe....ljóskan brýst út af og til...reyni að halda henni niðri..!!!!!!;)

12:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I all the time emaileԁ thiѕ ωeblоg pоst рage to all my contactѕ, as
if likе to read іt neхt my linκѕ will toο.


my homepage ... seo Company Dallas Tx

7:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home