príMADONNUtrans
Það er ógerlegt að fara á Madonnutónleika án þess að dansa ALLAN TÍMANN.
Við Tomoe mættum stundvíst (enda hún japönsk og ég "törning") klukkan sjö í Tokyo Dome höllina, sem var böðuð í bleikum og fjólubláum ljósum. Sitt hvoru megin við sviðið voru risastórir glimmerhestar (Gobbedígobb hoho er víst sportið hennar Madonnu um þessar mundir) og langur "catwalk" inn í áhorfendaskarann.
Þetta voru síðustu tónleikar príMADONNUNNAR á Confessions-túrnum og lét hún bíða eftir sér í rúman klukkutíma.
Við Tomoe að deyja úr spenningi! En - þó ekki jafnmiklum og öskrandi sæta-nágrannar okkar eða hýru drengirnir tveir fyrir framan okkur sem voru byrjaðir að syngja og dansa áður en ljósin voru kveikt.
Daman við hliðina á mér sýndi hins vegar mikla stilli enda, eins og við síðar komumst að, var ansi sjóuð í Madonnu-sjóum. Hún var jafngömul príMADONNUNNI, gift og þriggja barna móðir. Hún kom ein á tónleikana því engin vinkona hennar hlustar lengur á poppdrottninguna. En, vinkona okkar var búin að vera "fan" síðan í byrjun, kunni öll lögin og dillaði sér á japanska vísu með skýrum príMADONNUtöktum. Hún hafði séð tónleikana hennar hér í borg fyrir 20 árum.
Þegar söngkonan spengilega loksins birtist, út úr risastórri diskókúlu á sviðinu, stukku allir upp úr sætunum sínum með þvílíkum látum. Það sem eftir var kvölds stigu allir trylltan dans, böðuðu höndum í allar áttir, hoppuðu, klöppuðu og hrópuðu. Minning mín af þessum herlegheitum er í eins konar móðu og ég var í hálfgerðu transi... DansTransi allt kvöldið.
Madonnan var hápólitísk, bæði í söngi og dansi - sýndi klippur alls staðar að úr heiminum. Félagi hennar, Bush fékk að baða sig í spottlætinu mikinn hluta tímans. Hún var líka ófeimin við að "gefa fingurinn" út í loftið og að áhorfendum. Að sjálfsögðu var daman ágætlega "vúlgar" eins og henni einni er lagið.
Diskófílingurinn var í hávegum hafður mestallan tímann. Nýju lögin hennar eru fantagóð! Ég öskraði mig hása og þorði ekki á klósettið, hrædd við að missa af einhverju. Ég meira að segja felldi tár þegar hún söng "Live to Tell" við og á krossinum margumrædda.
Tífalt húrra fyrir MADONNU!!!
7 Comments:
Gaman, gaman!!!
vona að þið í krádinu hafið hitað upp með söng...
"like að vilgin" á japanska vísu.
jiminn..vek athygli á því að hvergi annarstaðar en í Japan myndi maður ná svona góðum mynum...enginn haus að flækjast fyrir!!!!;)
Kæra berglind japanskrútt.
Það er ósköp sætt að halda að Guðný hafi tekið myndirnar í öllum dans transinum. Ekki einu sinni hausarnir á hoppandi hýru sætanágrönnunum koma inn í rammann :)
Ekki það að ég sé að gera lítið úr samstarfi Guddu og KarÓlínu.... þar sér maður sannkallað meistarasamstarf
Jiminn sviminn!
Húsmóðir hér, húsmóðir þar... ég þekki nú nokkrar húsmæður og flestar búa þær í Vesturbænum. Ég er því alveg pússluð með þessa fyrri... eða er hún hin sama og hin seinni... Konnfjúsed!
En jú, hún karÓlína fékk ekki að fylgja mér í þetta skiptið. Ákvað að veita príMADONNUnni alla mína athygli þetta kveld.
Og til fyrri húsmóðurinnar: Ef Japanir ætluðu að syngja "Eins og hrein mey" myndur þeir syngja "Rike a virgin"... sumir með "L/R"-paranojuna gætu þó gengið svo langt að syngja "Rike a viljin". Guðdómlega sæt krútt þetta fólk :D
Knús til allra, berklasmiðaðra sem og berklafrírra.
Það er bara ein alvöru húsmóðir í vesturbænum þessa dagana... !!!!!barið í potta af reiði!!!!
Ætli hún verði þó ekki barin með pottum í fiskbúðinni eftir helgina af öllum hinum myndar húsmæðrunum fyrir slíkar yfirlýsingar. Nú eða drekkt í vesturbæjarlauginni...
Gonna give you arr my rove boy.... rike a VILGIN Guðdómlegt, algjör krútt :D
já...þetta sýnir bara mína óbilandi trú á henni Guðnýju ljósmyndara....!!! ;) hehehe....ljóskan brýst út af og til...reyni að halda henni niðri..!!!!!!;)
I all the time emaileԁ thiѕ ωeblоg pоst рage to all my contactѕ, as
if likе to read іt neхt my linκѕ will toο.
my homepage ... seo Company Dallas Tx
Skrifa ummæli
<< Home