02 september, 2006

Ástin lengi lifi!

Ég lét hafa mig út í einhverja vitleysu.

Vinkona mín hér á heimavistinni stendur að skipulagningu ráðstefnu um “Ást og hjónabönd”. Þar munu einhverjir sérfræðingar í þessum málum fara með erindi. Mér skilst að þeir séu sálfræðingar og líffræðingar (með dýra-hegðun sem sérsvið).

Þarna verða einnig nemendur, erlendir sem innlendir, í einhvers konar umræðuhóp. Ég er s.s. búin að samþykkja að taka þátt í þessari umræðu... nú að sjálfsögðu... þetta er nú mitt fræðasvið...


Ég mun því sitja uppi á sviði og fræða fólk um stöðu þessara mála á Íslandi, svara spurningum og varpa spurningum til hópmeðlima minna.

Sjitt!

Ég er búin að næla mér í ýmsar tölur frá Hagstofu Íslands yfir hjónabönd (aldur kynja, kynhneigð, skilnaði, barneignir). Það virðist nú allt vera á hreinu með það.

Hins vegar hef ég ekki hugmynd hvað skal segja um ÁST á Íslandi? Hvað er sérstakt við ást á Íslandi - ef eitthvað?

Hafið þið einhverjar hugmyndir? Um sérstöðu ástar eða hjónabanda á Íslandi???
Hjálp!

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey skvís. Var að sjá myndirnar úr hinni færslunni og vá..... gaman að eiga fræga vinkonu. Greinilegt að þú ert að meika það feitt.
Annars ætla ég ekki að vera með neitt komment um ástina. Hefur ekki gengið vel hjá mér hingað til.... Annars held ég að ást og gagnkvæm virðing sé mjög sjaldgæf hérna á Íslandi þar sem allavega um helmingur hjóna heldur framhjá..... Held að það myndi hneyksla Japanina. Gangi þér vel með þetta, er viss um að þú getur sagt frá einhverju sniðugu enda með eindæmum skondin. Kv. úr Vesturbænum, HP

6:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst skrítið að þú hafir ekki sent mér persónulegt meil, þar sem að ég er algjör proffesional í ástinni...ætla að hugleiða þetta í dag...sendi þér svo SVARIÐ!!!!;)

5:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÁST hvað er það?! Maður spyr sig.... Er ást ekki bara orð sem er notað yfir eitthvað sem á að vera svo rómantískt? Guð hvað maður er bitur eitthvað ;) Nei elskan en er ást ekki bara orð yfir vinskap, virðingu og fjölskyldu.
kv. HH

7:25 e.h.  
Blogger KjartanB said...

Er ekki íslenski "bachelorinn" ennþá aðgengilegur á netinu? Hlýtur að vera eini þátturinn sinnar tegundar þar sem einstæðar mæður voru í meirihluta.

4:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ást...já er búin að hugsa mikið um þetta...ÁST er Ákjósanlegt Samband Tilfinningavera...

5:11 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Takk kæru vinir.
Ég ætla s.s. bara að segja að það viti enginn hvað ást er á Íslandi.
Við erum ekki með neitt svoleiðis, svo spyr ég bara hina í hópnum: "Hvað er þetta ást eitthvað... Hvað þýðir það?"

2:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu... ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja ykkur trú um að ég viti eitthvað um ást, hamingju og hjónabönd!! EN, Guðný heldurðu að ég ætli ekki að gera mér ferð til þín til Tokyo á næsta mánudag!! Ertu ekki glöð? Ég stoppa að vísu ekki lengi ca.... 24 tíma. En sendu mér endilega línu ef þú vantar eitthvað Íslenskt eða langar að hitta 1 stykki Íslending í nokkra klukkutíma, ragnheidur04@ru.is.
Bestu kveðjur
Ragnheiður "hitt barnið hennar Hildar P."

3:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vona að þið Ragnheiður hafið það gott í dag og að þú getir sýnt henni eitthvað sniðugt í Tokýo. Kv. HP

6:12 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Það var heljarins fjör hjá okkur - þó svo að ég hafi ekki náð að plata hana í karaoke...
Gerum það bara næst.
Heyrirðu það, Ragnheiður!?!
:)

11:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hhhhmmmm, nei það gékk erfilega að koma mér í karaoke!! Ég ég stóð mig vel í að safna að mér fallegum glans/glimmer pokum úr öllum fínu búðunum...og búðin góða hjá frelsistyttunni þar sem ég missti mig???? Vildi að ég hefði keypt meira!!!
En elsku Guðný mín, takk takk takk æðislega fyrir að taka á móti mér : arigato!! Hlakka til að sjá þig sem fyrst....
Bless í bili Ragnheiður

7:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home