31 ágúst, 2006

Guðný Moss

Hakone er lítið sætt þorp við rætur Fuji-fjalls hér rétt vestan Tókýó. Þetta er túristamekka, enda gullfallegur staður og margt að skoða.


Við Bea skruppum þangað í smá viðskiptaferð í maí.

Það er nýbúið að setja upp vefsíðu fyrir þetta svæði og þar er margt sem laðar...
Kíkið - kíkið!

Ps: Ég læt kókið alveg í friði - ég lofa!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna, jii minn eini, djí dúdda míí... ég er ORÐLAUS! Mín bara að verða stór í Japan (og ekkert kók í því heldur). Þvílíkur módelsigur!!

(og svo hætti ég að vera orðlaus) Þrotlausar æfingar frá blautu barnsbeini hafa sko skilað sér því það er ótrúleg fagmenska sem skín af minni og hverri myndinni af fætur annarri. Ég vil nú ekkert vera með leiðindi við vinkonu þína sem ég ætla ekki að nafngreina en við getum sagt að hún sé ekki með tærnar þar sem þú ert með hælana í þessum bransa. Þú ert klárlega "andlit Hakone". Bravó G.Moss!! Ef japanskir leikstjórar sjá frammistöðu þína þá er ég viss um að næsta verkefni verður enn stærra... það leynir sér nefnilega ekki að þarna er módel með mikla leikræna hæfileikai á ferð...

Til lukku með enn einn sigurinn!!

6:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei nei hvar kemst maður í svona góðan mótel bransa? Hef aldrei verið beðin um að sitja fyrir hjá okkur! :( Greinilega verið að reyna að segja manni eitthvað......
kv. HH

12:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I am very impressed.

Hæfileikar þínir liggja greinilega á mjög breiðu sviði.

Hjartanlega til hamingju með þennan áfanga!

12:38 f.h.  
Blogger Þórhildur said...

ú lala!!!

4:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home