23 ágúst, 2006

Fúdjí

Stolt lífs míns hefur verið endurskoðað og endurbætt.
Ég kleif Fuji-fjall síðustu helgi í góðra vina hópi. Við fórum sjö af stað úr borginni, tjölduðum við vatn undir fjallinu, grilluðum og söfnuðum kröftum fyrir hið mikla klifur. Ég var á öllum áttum með þetta og í byrjun aldeilis ekki viss um að ég myndi láta mig hafa þetta. Við Berglind kíktum aðeins á þennan hól úr sveitinni um daginn og mér leist nú ekki á blikuna. Þetta er fjári hár hóll! Ég þrjóskaðist nú til en aðeins fimm okkar enduðum á toppi fjallsins.
Fjujifjall er rómaðasta tákn Japans, 3776 metra hátt eldfjall, nærri því symmetrískt. Það er ofsalega fallegt, sérstaklega á haustin og veturna þegar toppur þess er hulinn snjó. Þá er það að sjálfsögðu óklífanlegt.
Við hófum prílið rúmlega sjö að kvöldi til, útbúin góðum skóm, orkugeli (ógeðslegt á bragðið), Snickers (namminamm), hlýjum fatnaði, þunnum fatnaði, vasaljósum og súrefniskútum.
Við gengum alla nóttina undir stjörnubjörtum himni og sáum þónokkrar halastjörnur. Þetta var ótrúlegt allt saman. Við vorum líka dugleg að taka okkur langar pásur inn á milli því við vildum jú njóta þessa klifurs og ekki líða út af sökum súrefnisskorts, en við vorum nú öll mjög hraust.
Við rétt náðum upp í tæka tíð til að horfa á sólarupprásina og það var ólýsanleg tilfinning að standa þarna a þessum magnaða hól, langt yfir skýjunum, dauðþreytt en glaðvakandi um leið.
Þessi lífsreynsla gleymist aldrei.
Svo var líka svo skemmtileg uppákoma á toppnum - Tveir íslendinganna trúlofuðust á toppnum. Það kom tilvonandi brúðinni alveg á óvart. Svaka gaman - svaka rómanz!

Ég er algjörlega á móti svona "check-túrisma" en í þetta sinn er ég í fyrsta sinn sammála að þetta sé eitthvað sem maður verður bara að gera, hvort sem maður njóti þess eða ekki - og gera það svo ALDREI aftur!

Mig verkjar enn í dag í alla vöðva í leggjunum, meira segja á maganum og ég er ekki frá því aðeins í höndunum. Það eru því rólegir dagar framundan hjá mér. Ég er byrjuð að kanna viðfangsefni á netinu sem ég ætla að kynna fyrir prófessor Mizuno í byrjun næsta mánaðar og þess inn á milli leyfi ég mér einn og einn þátt af Aðþrengdum eiginkonum sem Auður var svo elskuleg að senda mér.

Húbbsellíhú og knús til allra heima.

Ps: Eitthvað er netið hérna á heimavistinni að veita mér endalausan óunað þessa dagana. Ég get ekki hlaðið inn neinni mynd á bloggið mitt lengur. Þekkir einhver þetta vandamál? Hvað skal gjöra? Er þó búin að setja þær allar inn á myndasíðuna

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert smá stolt af þér.... maður verður nú að gera stundum eitthvað túristalegt er það ekki?
Kannast við vandamálið með að geta ekki sett myndir inn á bloggið og BH líka. Hélt fyrst að þetta hefði eitthvað með mig að gera en ég er voða fegin að svo sé ekki ;)
kv. HH

9:34 e.h.  
Blogger Berglind said...

Halló Guðný fjallageit.

Ekkert smá flott hjá þér að klífa þetta fjall, ég dreif ekki einu sinni upp Esjuna og maður þarf engann súrefniskút í það!!

En ég ætlaði bara að segja þér að ég á við þetta, get ekki sett myndir á bloggið mitt vandamál að stríða líka. Og ég veit ekki hvernig maður getur lagað það.

Kveðja frá klakanum,

Berglind

9:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hóhó...til hamingju fjallageit!!! Hef verið að reyna að senda þér sms..en það gekk ekki-sendi í morgun...hef haldið mínu striki í dag sem og gærdag...ennþá hrein og fín lungu - hvernig er þetta ...fær maður einhvern svona pinna eða nælu fyrir ákveðinn langan tíma...kannski að Rambaldi 2 viti það???

2:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bravó fyrir ykkur öllum, glæsilegur árangur!! Guðný mín, þú ert mikill garpur, enn á ný rifna ég úr stolti. Það liggur við að ég segi Mt.Þroski hvað...

Gott að þú áttir einhverjar húsmæður eftir, veitir ekki af að hvíla lúnu beinin eftir þetta mikla afrek. Það er spurning hverju á að díla næst.

Nú er ég að fara til kóngsins Kaupmannahafnar þar sem ég mun segja fru Ellu og vinkonum okkar á Skippernum frá afrekum þínum... og auðvitað bara á dönsku.

kys og kram

3:32 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Mundu bara að fá eitthvað "til at drykke".
Bið að heilsa Froken Ella!

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

út af ástandinu mun ég sennilega nota mikið þína línu
"den her, HALV!!"

Vona annars að Ellan okkar sitji ekki bak við lás og slá. Kanski hefur skinnið misst sig í svikum við erlenda gesti á kosy hotel.

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jiminn Guðný! Þvílíkt klifur. Fór að hugsa hvað hefði eiginlega fengið þig í svona klifur en mundi þá eftir hvað þú varst fjári spræk í göngunum sem við fórum í fyrir Viktor forðum daga, þar varstu að mér fannst með óendanlegt þol. Ég sjálf var þá alveg að bugast þ.a. ég held ég láti vera að klífa svona fjöll í framtíðinni :)

9:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Komin á gamlar slóðir. Það er stutt að heimsækja Ellu úr íbúðinni og helduru að maður hafi ekki verslað í matvörubúðinni í gær þar sem ég keypti sessí sundbolinn um árið. Kíkti auðvitað í leiðinni á videobúðina sem þú vannst í um tíma. Þar inni spiluðu þau eingöngu Mugison þannig að þau sakna þín greinilega ennþá. Vinkona okkar var í kaffi þannig að ég hitti hana ekki...

Krúttibolla var tekin með í ferðalagið þar sem nýta átti afþreyingarefni sem á henni er geymt. Svo kemur maður í fínu íbúðina og þá er bara þráðlaust net... Þar af leiðandi verður ekkert netfrí í þetta skiptið.

Knúsípús

5:02 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Jiminn svimminn "eidjent hnútur" - þessi síðari klausa var mér algjörlega óskiljanleg... er þetta eitthvað kryptómál sem þú hefur tileinkað þér í Mission Kóngsins Köben?

11:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nú verður þú bara að leggjast yfir dulkóðunarbækurnar "eidjent tæknitík" og ef það skilar engum árangri þá getur þú alltaf slegið á þráðinn til deddíí eidjent Jónatann Donnahjú". Þessi síða þín er ekki örugg, hef heimildir að hún sé vöktuð af óvinum.

Yfir og út

ps. krúttibolla = fallega tölvan mín sem ekki hefur enn fengið framtíðarnafngift. Verkefnið í þessu missjóni er að kanna stuffið sem mun brátt vera sent til tækniborgarinnar og um leið kynna sér möguleika á rómantík innan fangelsisveggja .

6:30 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Rodjer!

BTW: Laumaðist til að kanna fangelsismúrinn í gær í gegnum "þína túbu" og það sem fyrir augum bar var ofsafengið. Mission Luv er svo sannarlega þess virði.
Jii dúddamí!

12:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stuffið fer í póst 4.sept, rambaldiloforð!!

ég get lofað þér að efnið svíkur ekki, ég er alsæl og samt ekki búin að upplifa það sem þú kíktir á í "túbunni".

dúddamí smúddamí

6:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gvuð minn svuðminn..meira að segja rambaldi I skilur ekki dulmál ykkar ... hér fáið þið eitt ...xk03ugndi - rig.qhi..Hver agent sér að þetta er vitaskuld vísun í biblíuna og hnit ...eins og alltaf með svona dulkóðun....En Rambaldi I gengur vel þrátt fyrir að báðir sponsorarnir séu í leynimissjón víðsvegar um heiminn...
ps. Varð hugsað til lagsins sem þú tókst fyrir mig Rambaldi III á seinasta degi mínum í tækniborginni..byrjaði einhvernvegin svona..aaaúúúúúúúúúúúúúúúúúuúúúúú......

1:01 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Kæri Rambaldi II - ég er Rambaldi I

Það er nú lágmark að maður kunni agent-nafn vinnufélaganna í þessum bransa!!!
Þetta er jú spurning um líf eða dauða.

En, lagið sem þú minnist hefst meira einhvern veginn svona "Aaaaaaa-ííííííííí-darararararammm. Ííííí-aaaaaa...." Þykir leitt að vera ekki heima til að hvetja þig áfram í þessu STÓRGLÆSILEGA missjóni þínu - Brava! En, þú átt nú klippuna til þess að hlíða á ef þú saknar þíns japneska sponsors!
Knús pús

6:57 e.h.  
Blogger KjartanB said...

Fuji-fjall sigrað: Ég segi bara: Respect.

7:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home