08 ágúst, 2006

Ást, áreitni, ákeyrsla - hárgreiðsla

Berglind er hér í heimsókn hjá mér.
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið þá rúmu viku sem hún hefur dvalið í tækniborginni. Það tekur þó ekki að nefna allt, en í kvöld áttum við stórskemmtilegar - stóráhugaverðar stundir.
Skyndihugdetta greip okkur.
Við skunduðum inn á hárgreiðslustofu og létum raka af okkur hárið! Það eru svo gasalega flottar hárkollubúðir hér í Tókýó - um að gera að nýta sér þær.
Nei... við létum bara klippa/perma okkur.
Berglind var meðhöndluð af listamanni. Hann varði drjúgum tíma í að ákveða hárgreiðslu dömunnar og klippti hana á póst-módernískan hátt.
Ég hins vegar fékk Viktoríansk-tímabils krullukoll.
Berglind fékk mikið og gott nudd af höndum drengs með bleikt fax og gott fas.
Ég fékk geimskip sem sveimaði um hausinn á mér á meðan hárið permaðist.
Báðar töldum við okkur hafa snortið hjörtu myndarlegra klippidrengja okkar. Þeir hlógu mikið að hnyttnum athugasemdum mínum um geimskip og Star Trek. Japönsku húðflúrin hennar Berglindar fengu líka ómælda athygli - meira að segja komu klippidrengir víðs vegar að úr klippistofunni til að berja þau augum.
Líklegast verður þetta nánasta stund okkar með japönskum drengjum og mun hún seint gleymast. Ást - ást - ást.

Með nýjar hárgreiðslur töltum við á Kúbans-stemmningar-barinn hinum megin við götuna og fengum okkur dýrindiskvöldverð - enda sæmdi annað ekki hárfögrum dömum eins og okkur. Þar var nú Adam ekki lengi í Paradís (Berglind staðhæfir að þetta orðatiltæki sé til...) .
Hárgreiðslur okkar löðuðu að þessa þvílíku bleiknefja bresku dóna. Þeir voru pottþétt að koma beint af Ibiza, eða Pravda... ekki alveg vissar. Við ætlum ekki að tíunda dónalegheitin hér og látum nægja að segja hvernig við kenndum honum (að hans bón) hvernig segja skyldi við yfirmann sinn "Ég kem ekki í vinnuna á morgun". Það var að sjálfsögðu, á góðri íslensku: "Ég er hálfviti". Við létum okkur fljótt hverfa.
Áreitni - áreitni - áreitni.

Með þessar glæsilegu greiðslur héldum við út í ljósadýrðina í Shibuya. Svona rosalega vorum við ánægðar með kollana á okkur að við gleymdum... eða Berglind gleymdi, að fylgjast með hvert við vorum að fara. Til að gera langa sögu stutta (því það gerðist heilmikið á örfáum sekúndum) lenti Berglind fyrir hjóli! Japanskur hjólreiðakappi keyrði hana niður - bókstaflega. Nú skartar hún ekki aðeins stórglæsilegri hárgreiðslu heldur gullfallegu og hjartalaga mari á hægri hlið líkamans (í Japan kemur umferðin einmitt frá hægri - en greinilega er það of flókið fyrir litla stúlku úr vestfirsku sjávarplássi!!!)

Innskot frá Berglind: Það hjálpaði ekki að þaulvana borgarbarnið beinir athygli saklausu sveitastúlkunnar (sem var mjög mikið að einbeita sér að umferðinni) að stóru auglýsingaskilti um leið og labbað er að stórhættulegu umferðargötunni. Maður spyr sig ...hver ber ábyrgðina!!!!!
Innskot endar.

Semsagt: Krass - Búmm - Bamm

Kveðjum að sinni, Pönkarinn og Barónessan.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra af ævintýrum ykkar, það hefði nú mátt fylgja mynd af nýja lúkkinu. Hlakka til að sjá myndir seinna.

Góða ferð á vit enn fleiri ævintýra, knúsípús

5:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman ad fretta fra ykkur tharna i taekniborginni, dreymir um ad komast til ykkar i heimsokn og setjast a taekni-klosettid thitt Gudny. Skemmtid ykkur vel og passid ykkur i umferdinni.
hjartans kvejur fra Gambiu

9:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku besta systir..vá hvað ég hlakka til að sjá nýlunduhausinn þinn og að sjálfsögðu fallega marið þitt..en gerðu það farðu vel með þig, varlega skaltu ganga kæra hjartað mitt. Annars er Sonur sæll voða ánægður með nýja rúmið sitt í nýja herberginu sínu (sem er beint inn af mínu) með nýju klippinguna sína og ég fékk loksins góða dóma fyrir donnuna... jahá..
sendu mér fréttir!- það er gaman.
kv, shysta

6:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kíkti á myndirnar og sé að þið hafið fengið hinar bestu greiðslur! En verð að segja að ég öfundar Berglindi ekki með marblettinn......
Góða skemmtun stelpur og hlakka til að heyra meir af fríinu.
kv. HH

6:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lúkkin bjútifúl görls !!!!!! Mér veitti ekki af að komast á þessa hottness on vííls hárgreiðslustofu

kossar

9:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskurnar! Ekkert smá gaman að skoða myndir af ævintýrum ykkar, ég var eitt sólskinsbros á meðan. Kveiktí enn meira í lönguninni að koma í heimsókn, æm læk on ðe planning!!! Greiðslurnar.......orð fá ekki lýst hvað þær eru æði. Haldið áfram að skemmta ykkur og Gudda, eigðu yndislegan afmælisdag á sunnudaginn. knús og kossar

6:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn í dag.
Hún á ammæli í dag hún á ammæli í dag hún á ammæli hún Guðný hún á ammæli í dAAAAAAAAAAGGGGGGGGG...... er þetta ekki vel sungið hjá mér?
kv. HH

3:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hallo hallo

til hamingju med afmaelid, tu mattir fa daginn tilbaka ;) takk fyrir lanid a honum i fyrra!!! Gaman ad Berglind se i heimsokn - kossar og knus til ykkar beggja, hlakka mikid til ad hitta ykkur i eigin personu (hvernaer sem tad nu verdur)

5:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sit her a flugvellinum i Kaupmannahofn...eftir flugferdalagid fra tokyo, tad var nu enginn luxus i velinni fra tokyo til amsterdam, var ekki einu sinni med mitt eigid sjonvarp!!!!!en ipoddinn reddadi mer!!;)
Verd hugsad til lukkusnata tegar eg skoda myndirnar, nuna fellur tad i abyrgd tina ad heimsaekja LS i hverri viku og fara med hana/hann a kaffihus!!!
knus og kossar....

3:51 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Kæra Japans-systir Berglind.
Ég lofa því að sjá vel um LS í fjarveru þinni. Gekk framhjá Púppa-leigunni í morgun og það var ekki fjarri því að lítill tárdropi birtist í augnhvarminum :(
En, ég skal kíkja til hennar bráðum aftur og hvur veit... nú fer brátt að hausta og þá get ég farið með hana í labbitúr. Spurning hvort ég versli ekki einhverja múnderingu svona til þess að hún verði ekki fyrir einelti af ofur-smart-klæddu voffunum á ströndinni.
Er nú að pakka fyrir Fúdjí-klifrið og er nú líka í leiðinni að reyna að pakka kvíðanum. Líst ekkert nógu vel á þetta. Þetta virkaði svo fjári hátt.... :(
Heyri í þér eftir ferðina og eftir að ég er búin að taka til í villunni... þá kemur eflaust eitthvað meira í ljós sem þú skildir eftir. Nú þegar hef ég fundið hárband og bók. Ég er viss um að fleira leynist í hornunum.
Knús í krús Berglind Tókýó-dama með meiru. Heyrumst - Guddan

2:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæra fjallafagramær....sit hér í kaffiboði hjá vinkonu Auði...var hún heldur betur ánægð með litlu gjöfina...er jafnvel að hugsa um að prenta myndirnar á bol fyrir sólskinsgeislann...Var vöknuð klukkan 6 í morgun ,svo erfitt að aðlagast íslenskum tíma ....er rétt að aðlagast tungumálinu aftur!!!!!!!En baráttu og saknaðar kveðjur héðan af fróni...
p.s. bindindið hefur haldist þennan daginn....kæri stuðningsfulltrúi...

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir mig, þetta hefur greinilega verið afar vel heppnað missjón. Get ekki beðið eftir að Rambaldi félagar sameinist á ný, hlakka til í desember :)

Mikið hefur þú annars unnið gott verk með rambaldi I. Ég verð til staðar fyrir hana, enda hef ég reynslu af því að hætta ósið í erlendri stórborg.

Knúsar á toppinn

rambaldi 3, sem hefur verið án ósómans í 18 mánuði

1:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þar sem ég hvorki telst félagi Rambaldi Bumbanna né fást leiguhundar hér í Björgvinjarborg þá fell ég í skuggann af þér og Japansheimsókninni þessa stundina. Hitti Berglindi með fögru klippinguna örskamma stund í Kringlunni og hún reyndi að byrla mér eitur með því að gefa mér eitraðar grænbollur sem brögðuðust og litu út eins og horkúlur (isss þú veist víst hvernig hor er á bragðið)....

ps. Svaf litla póst-móderniska vinkona okkar ekki hjá neinum í bekknum þínum?

12:20 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Hvurs lags spörning er þetta hjá Bergen-dömunni???
Hér lesa afar og ömmur pistla og alls ekki við hæfi að spyrja slíks!
Litla Tókýó-snótin svaf vært á upplásinni dýnu hér inni á herbergi hjá mér - ég fylgdist vel með því að hún laumaðist ekkert burt um nætur.
Fyrir utan það var hún afar upptekin við karaoke, að borða með prjónum, spjalla við Mikka mús og þess lags skemmtun. Það gafst enginn tími til að gefa karlpeningnum gaum.

Knúsípús til Noregsins :)

8:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I just don't have anything to say recently. Today was a total loss, but it's not important. Not much on my mind to speak of, but that's how it is. I've just been letting everything happen without me. I can't be bothered with anything recently.
- ninaiceland.blogspot.com l
07 car civic honda
buy used car
car undefined used
used car bergen
used car oakland
used car greensboro
used car raleigh
used car killeen
used car vallejo
used car tacoma

2:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home