28 ágúst, 2006

Djóshúa

Þeir eru fáir jafntöfrandi og Jóshúa Lúis!
Hann er það töfrandi að ég ætla að leyfa mér að birta hér póst númer tvö um hann.

Ég veit ekki alveg hvurnig ég vafraði inn á þetta á Túbunni, en... mér þykir þetta ógurlega skemmtilegt.

Hvurnig fer nokkur dómnefnd að því að velja mesta leiksigurinn?

Thorsten fer svo blíðlega með línuna "I love you" að ég kikna í hnjáliðunum.

Hárgreiðsla Antóní í byrjunarklippunni er alveg óttaleg. Hann sýnir jú mikla angist í spjalli við eitthvað grey í "kóma" og á svosum sigurinn skyldan.

Í klippu númer þrjú veit ég ekki hvort á sigurinn meir verðskuldaðan: Smjörgreiðsla latínóloversins eða sakleysislegt undrandi augnaráð hins gæjans?

Fjórðu tilnefninguna hlýtur minn maður, Jóshúa Lúis og ji dúddamía - hvílíkur leiksigur! "Or... you can GROW UP AND BECOME A-A-A-A MAN!!!"

Félagi Jóshúa úr Leiðarljósi, Alan Spolldíng sýnir að lokum afburðarframmistöðu með klassísku "NEVER, NEVER, NEVE-E-E-ER!" Pæng, pæng!

Undirspilið þegar vinningshafinn gengur að sviðinu er líka stórkostleg, sem og öskur æstra kvenkynssápuaðdáenda.

Njótið :)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha
Trúi ekki að þessi leim run run ræða hafi unnið þegar Joshua var klárlega langbesti leikarinn!!
Svo var hann svo kúl þegar verið var að kynna hann.... þóttist hræddur við sjálfan sig því grow up ræðan var svo rosalega pówerfúll.
Þetta eru greinilega klassa verðlaun!

8:02 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Þetta voru Emmy verðlaunin (í flokki sápa) - Stórkostleg verðlaun!

Ég skil ekki baun í bala hvurnig Jóshúa var snuðaður um verðlaunin. Hann var, er og verður ætíð númer eitt í þessum bransa. Ridge hvað??

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bíddu hvar sástu þetta...og ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki verið að horfa á þetta fyrir 18:00...þarf að drífa mig að senda þér boðorðin áður en allt fer í hakk!!!!;)

5:16 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Fyrir kl. 18:00 - Jú :( Allt að fara í hakk!!!
Fljót eidjent Berglind - FLJÓÓÓÓÓT!

5:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er náttúrlega ekki spurning okkar maður átti að vinna þetta þar sem að hann sýndi mestu tilþrifin.
kv. HH

5:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nielsína pilsína
Ef að allir menn á Indlandi eru svona eins og gaurinn í þessu myndbandi þá er ég hlessa að þú hafir ekki krækt þér í einn þarna úti! verður að tékka á þessu
http://www.pinkbullets.nl//2006/06/filmpjes/indiase_tophit
kreisí flott myndband

1:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég vona að þú sért á vaktinni því ekki má missa af þessu tækifæri...

www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1221202

Höstlhoff að leita sér af kærustu, FRAMAKONU! Ekki kemur það sér verr fyrir þig að framakonan þarf að vera VIRKILEGA GREIND. Hún á víst að vera ensk en alveg er ég viss um að þú getur fengið hann ofan af þeirri vitleysu. Nú verður þú hins vegar að spara nestispeningana og kaupa þér amk eina Ally McBeal drakt. Annars veit ég að þú átt góða að sem eru alltaf tilbúnir að lána dömunni drakt.

Get ekki beðið eftir að hitta þig svo í desember, Dr.Guðný Hasselhof-Nielsen nú eða Nielsen-Hasselhof

8:01 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Nielsenhoff... hvernig hljómar það?

Jú Sigrún - þessi gaaasalegi hönk er gjörsamlega nákvæmlega það sem indversku strákarnir vildu vera.
Ást, ást, ást!

9:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home