1. desember - Fullveldi og næstum því jól
Í dag flaggar maður
Til hamingju Ísland!
Nú er jólamánuðurinn loksins hafinn. Fram að jólum ætla ég að halda upp á hvern dag með góðu jólalagi.
Fyrsta jólamyndbandið tileinka ég Karitas minni.
Hennar fyrsti - hennar eini sanni... Bonn Djóví!
Hó hó hó!
6 Comments:
Til hamingju með desember, mikið er ég glöð að hann er kominn.
ps. það gengur misvel að kommenta hér á ritlinu (uppástunga sem nýyrði fyrir blog, sko ekki mín samt). Upp á síðkastið hef ég ekkert getað tjáð mig hér. Hélt kanski að þú hefðir lokað á gáfulegar athugasemdir mínar :)
heheh... þetta plan líst mér vel á :)
Ég reyndar er farin að hlusta SVOOO mikið á jólalög þessa dagana, hef ekki sjálfstjórn til að halda mig við 1 stk/dag!
Hlakka til að sjá þig í desember nafna góð!
Kys og kram
Guðný Birna
veiiii...spurning hvort að maður taki ekki upp Ninujóladiskinn!! hann er í algjöru uppáhaldi!
Nínujóladiskinn... er það framhald sem ég hef ekki fengið af hittaranum "Nielsen jól". Man núna... held ég geymi hinn fyrrnefnda þar til hátíð kemur í bæ. Ekki að frammistaðan í fyrra hafi ekki verið góð.
"Nielsen jól" er kominn á fóninn hér á bæ. Hann stendur alltaf fyrir sínu
Bíð annars svo SVO spennt eftir laganiðurtalningunni... er við það að fara að leita af Emm Síí sjálf
Oh, jóla jóla.......Bonn Djoví þvílíkt seksí og jólalegur ;) Er að telja niður að komu þinn elskan, get ekki beðið......heimilið er í undirbúningi fyrir þann dag. jólaKnús og jólaKossar
Bonny Djóv stendur alltaf fyrir sínu.............. og er ég komin meka jólafíling. Og ætla að gera eins og hinar skvísurnar að grafa upp jóladiskana mína að hætti Guðnýjar.
Kv. Hildur
P.s. ef það kemur ekkert nafn fyrir ofan þá er það vegna þessa að ég er ekki alveg að bonda við comment síðuna :)
Skrifa ummæli
<< Home