06 október, 2006

雨のふります

Það rignir sem hellt væri úr fötu í Tókýó þessa dagana.

Ég mæti með aukapar af sokkum í skólann, en buxnaskálmarnar eru það blautar að þær smita strax út frá sér.

Ekki bætir hvassviðrið úr skák.

Þetta minnir allt helst á íslenskt veðurfar - nánast lárétt rigning.

Það er eins gott að ég er búin að fjárfesta í, ekki bara einni, heldur tveimur flottum regnhlífum.

En, jafnvel flottustu regnhlífar ráða ekki við dembuna, sérstaklega ekki þegar vindáttin breytist á örskots stundu...

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehehehehehehe...var að ná í hleðslutækið á myndavélinni, og náði að dávnlóda myndunum sem voru á henni. Skemmtilegt myndbandið á hundakaffihúsinu...rassasjóvið í sjónvarpinu...já..held ég hafi aldrei hlegið eins mikið;)

8:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskan þú veist að þú átt ekki að nota regnhlíf þegar rigningin er lárétt........ eyðileggst bara! Verður bara að kaupa þér regnjakka, legg til að þú kaupir þér gulan sem nær alveg niður að ökklum og sendir okkur svo mynd af því. Hahahahhahahah.
kv. HH

9:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hva..er svo mikil rigning að það er ekki hægt að blogga!!!!!!;)

5:10 e.h.  
Blogger Nielsen said...

Þegar maður ber svona poppjúlar nafn þá er hentugt að tilgreina hverra manna maður er við kommentun!

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei maður tilgreinir sig ekki þegar maður er með poppjúlar nafn þú verður bara að giska. Er það ekki skemmtilegra! Gerir þetta svona meira spennandir .... haha

Og hver er ég?

12:50 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Ef vinkonur með poppjúlar nöfn fara að vera með einhver uppsteyt...!
Þá kannski bara setur maður kvóta á fjölda vinkvenna með poppjúlar nöfn!
Og hananú!!!

4:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

God nú er ég hrædd! Hmmm en ég set alltaf HH undir þannig að þú ætti að vita hver ég er!

6:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki best að halda áfram að kommenta undir poppjúlar nöfnum? Gaman að rekast á síðuna þína Guðný mín á vafri mínu um alheimsvefinn :)
Kv. Jóhanna ... draugur úr fortíðinni

8:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðný ertu ekki að fara að koma með nýja færslu handa okkur :)
kv. HH

2:38 f.h.  
Blogger Nielsen said...

Nú koma a.m.k. fjórar Jóhönnur til greina.

Ein er kölluð Hanna og útiloka ég hana því.

Önnur er kannski alveg eins í nútíðinni og í fortíðinni.

Til greina koma því tvær og nú er ég konnfjúsd!

Jóhanna, vinsamlegast gerðu grein fyrir þér :)

6:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home